Tónlistarmönnum og öðrum listamönnum verða tryggðar bætur Heimir Már Pétursson skrifar 11. september 2020 19:20 Menntamálaráðherra kynnir aðgerðir í næstu viku sem fela í sér greiðslur til tónlistarmanna og annarra listamanna sem hafa verið tekjulausir mánuðum saman án atvinnuleysisbóta. Tónlistarmenn minntu á sig í morgun með þögn á öllum helstu útvarpsstöðvum landsins í morgun. Selma Björnsdóttir vakti athygli á stöðu tónlistarmanna á útvarpsstöðinni FM 95,7Vísir/Friðrik Þór Fulltrúar frá nýstofnuðu Félagi sjálfstætt starfi tónlistarfólks mættu á útvarpsstöðvarnar klukkan korter í níu í morgun sem spiluðu lagið Þögn eftir Jóhann G. Jóhannsson til að vekja athygli á stöðu sinni. Selma Björnsdóttir söngkona mætti á FM 95,7 og Bubbi Morthens kom á Bylgjuna þar sem hann dró niður alla sleða á hljóðmixernum með táknrænum hætti. „Og ástandið er orðið þannig íbransanum að menn eru að verða gjaldþrota. Menn eiga ekki fyrir reikningum og menn geti ekki borgað,“ sagði Bubbi hlustendum Bylgjunnar að þögninni lokinni. Sjálfur væri hann betur staddur en margir á heiðurslistamannalaunum frá Alþingi. En margt fjölskyldufólk væri að berjast í bökkum. Bubbi Morthens segir margt tónlistarfólk nálgast gjaldþrot og eiga ekki fyrir reikningum.Stöð 2/Friðirk Þór „Yfir 90 prósent eru með núll tekjur og það eru komnir sjö mánuðir. Sjö mánuðir er langur tími án tekna fyrir fólk sem reiðir sig á að þetta sé lifibrauðið þeirra,“ sagði Bubbi þegar hann kom út úr Bítinu á Bylgjunni. Með þögninni á útvarpsstöðvunum hafi verið minnt á hverning tilveran væri án tónlistar. „Þá geta menn bara sett það ísamhengi. Hvernig það yrði. Það hlýtur bara að vera alveg óbærilegt.“ Leiðinlegt líf? „Leiðinlegt líf, já,“ tók rokkkóngurinn undir með fréttamanni. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að unnið hafi verið að nokkrum aðgerðum vegna tekjutaps listamanna, meðal annars í samstarfi við tónlistarfólk. „Og þetta verða þannig aðgerðir að það munar um þær fyrir viðkomandi tónlistarmenn og líka þá sem eru í iðnaðainum.“ Mun þetta verða þannig til dæmis að þeir fái einhverjar greiðslur miðað við skattframtöl fyrri ára eða eitthvað slíkt? „Við erum að skoða það. Við munum kynna þessar aðgerðir í næstu viku og það er mikill stuðningur við það sem við erum að vinna að í ríkisstjórninni,“ segir Lilja Alfreðsdóttir. Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Menntamálaráðherra kynnir aðgerðir í næstu viku sem fela í sér greiðslur til tónlistarmanna og annarra listamanna sem hafa verið tekjulausir mánuðum saman án atvinnuleysisbóta. Tónlistarmenn minntu á sig í morgun með þögn á öllum helstu útvarpsstöðvum landsins í morgun. Selma Björnsdóttir vakti athygli á stöðu tónlistarmanna á útvarpsstöðinni FM 95,7Vísir/Friðrik Þór Fulltrúar frá nýstofnuðu Félagi sjálfstætt starfi tónlistarfólks mættu á útvarpsstöðvarnar klukkan korter í níu í morgun sem spiluðu lagið Þögn eftir Jóhann G. Jóhannsson til að vekja athygli á stöðu sinni. Selma Björnsdóttir söngkona mætti á FM 95,7 og Bubbi Morthens kom á Bylgjuna þar sem hann dró niður alla sleða á hljóðmixernum með táknrænum hætti. „Og ástandið er orðið þannig íbransanum að menn eru að verða gjaldþrota. Menn eiga ekki fyrir reikningum og menn geti ekki borgað,“ sagði Bubbi hlustendum Bylgjunnar að þögninni lokinni. Sjálfur væri hann betur staddur en margir á heiðurslistamannalaunum frá Alþingi. En margt fjölskyldufólk væri að berjast í bökkum. Bubbi Morthens segir margt tónlistarfólk nálgast gjaldþrot og eiga ekki fyrir reikningum.Stöð 2/Friðirk Þór „Yfir 90 prósent eru með núll tekjur og það eru komnir sjö mánuðir. Sjö mánuðir er langur tími án tekna fyrir fólk sem reiðir sig á að þetta sé lifibrauðið þeirra,“ sagði Bubbi þegar hann kom út úr Bítinu á Bylgjunni. Með þögninni á útvarpsstöðvunum hafi verið minnt á hverning tilveran væri án tónlistar. „Þá geta menn bara sett það ísamhengi. Hvernig það yrði. Það hlýtur bara að vera alveg óbærilegt.“ Leiðinlegt líf? „Leiðinlegt líf, já,“ tók rokkkóngurinn undir með fréttamanni. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að unnið hafi verið að nokkrum aðgerðum vegna tekjutaps listamanna, meðal annars í samstarfi við tónlistarfólk. „Og þetta verða þannig aðgerðir að það munar um þær fyrir viðkomandi tónlistarmenn og líka þá sem eru í iðnaðainum.“ Mun þetta verða þannig til dæmis að þeir fái einhverjar greiðslur miðað við skattframtöl fyrri ára eða eitthvað slíkt? „Við erum að skoða það. Við munum kynna þessar aðgerðir í næstu viku og það er mikill stuðningur við það sem við erum að vinna að í ríkisstjórninni,“ segir Lilja Alfreðsdóttir.
Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira