Tónlistarmönnum og öðrum listamönnum verða tryggðar bætur Heimir Már Pétursson skrifar 11. september 2020 19:20 Menntamálaráðherra kynnir aðgerðir í næstu viku sem fela í sér greiðslur til tónlistarmanna og annarra listamanna sem hafa verið tekjulausir mánuðum saman án atvinnuleysisbóta. Tónlistarmenn minntu á sig í morgun með þögn á öllum helstu útvarpsstöðvum landsins í morgun. Selma Björnsdóttir vakti athygli á stöðu tónlistarmanna á útvarpsstöðinni FM 95,7Vísir/Friðrik Þór Fulltrúar frá nýstofnuðu Félagi sjálfstætt starfi tónlistarfólks mættu á útvarpsstöðvarnar klukkan korter í níu í morgun sem spiluðu lagið Þögn eftir Jóhann G. Jóhannsson til að vekja athygli á stöðu sinni. Selma Björnsdóttir söngkona mætti á FM 95,7 og Bubbi Morthens kom á Bylgjuna þar sem hann dró niður alla sleða á hljóðmixernum með táknrænum hætti. „Og ástandið er orðið þannig íbransanum að menn eru að verða gjaldþrota. Menn eiga ekki fyrir reikningum og menn geti ekki borgað,“ sagði Bubbi hlustendum Bylgjunnar að þögninni lokinni. Sjálfur væri hann betur staddur en margir á heiðurslistamannalaunum frá Alþingi. En margt fjölskyldufólk væri að berjast í bökkum. Bubbi Morthens segir margt tónlistarfólk nálgast gjaldþrot og eiga ekki fyrir reikningum.Stöð 2/Friðirk Þór „Yfir 90 prósent eru með núll tekjur og það eru komnir sjö mánuðir. Sjö mánuðir er langur tími án tekna fyrir fólk sem reiðir sig á að þetta sé lifibrauðið þeirra,“ sagði Bubbi þegar hann kom út úr Bítinu á Bylgjunni. Með þögninni á útvarpsstöðvunum hafi verið minnt á hverning tilveran væri án tónlistar. „Þá geta menn bara sett það ísamhengi. Hvernig það yrði. Það hlýtur bara að vera alveg óbærilegt.“ Leiðinlegt líf? „Leiðinlegt líf, já,“ tók rokkkóngurinn undir með fréttamanni. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að unnið hafi verið að nokkrum aðgerðum vegna tekjutaps listamanna, meðal annars í samstarfi við tónlistarfólk. „Og þetta verða þannig aðgerðir að það munar um þær fyrir viðkomandi tónlistarmenn og líka þá sem eru í iðnaðainum.“ Mun þetta verða þannig til dæmis að þeir fái einhverjar greiðslur miðað við skattframtöl fyrri ára eða eitthvað slíkt? „Við erum að skoða það. Við munum kynna þessar aðgerðir í næstu viku og það er mikill stuðningur við það sem við erum að vinna að í ríkisstjórninni,“ segir Lilja Alfreðsdóttir. Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Menntamálaráðherra kynnir aðgerðir í næstu viku sem fela í sér greiðslur til tónlistarmanna og annarra listamanna sem hafa verið tekjulausir mánuðum saman án atvinnuleysisbóta. Tónlistarmenn minntu á sig í morgun með þögn á öllum helstu útvarpsstöðvum landsins í morgun. Selma Björnsdóttir vakti athygli á stöðu tónlistarmanna á útvarpsstöðinni FM 95,7Vísir/Friðrik Þór Fulltrúar frá nýstofnuðu Félagi sjálfstætt starfi tónlistarfólks mættu á útvarpsstöðvarnar klukkan korter í níu í morgun sem spiluðu lagið Þögn eftir Jóhann G. Jóhannsson til að vekja athygli á stöðu sinni. Selma Björnsdóttir söngkona mætti á FM 95,7 og Bubbi Morthens kom á Bylgjuna þar sem hann dró niður alla sleða á hljóðmixernum með táknrænum hætti. „Og ástandið er orðið þannig íbransanum að menn eru að verða gjaldþrota. Menn eiga ekki fyrir reikningum og menn geti ekki borgað,“ sagði Bubbi hlustendum Bylgjunnar að þögninni lokinni. Sjálfur væri hann betur staddur en margir á heiðurslistamannalaunum frá Alþingi. En margt fjölskyldufólk væri að berjast í bökkum. Bubbi Morthens segir margt tónlistarfólk nálgast gjaldþrot og eiga ekki fyrir reikningum.Stöð 2/Friðirk Þór „Yfir 90 prósent eru með núll tekjur og það eru komnir sjö mánuðir. Sjö mánuðir er langur tími án tekna fyrir fólk sem reiðir sig á að þetta sé lifibrauðið þeirra,“ sagði Bubbi þegar hann kom út úr Bítinu á Bylgjunni. Með þögninni á útvarpsstöðvunum hafi verið minnt á hverning tilveran væri án tónlistar. „Þá geta menn bara sett það ísamhengi. Hvernig það yrði. Það hlýtur bara að vera alveg óbærilegt.“ Leiðinlegt líf? „Leiðinlegt líf, já,“ tók rokkkóngurinn undir með fréttamanni. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að unnið hafi verið að nokkrum aðgerðum vegna tekjutaps listamanna, meðal annars í samstarfi við tónlistarfólk. „Og þetta verða þannig aðgerðir að það munar um þær fyrir viðkomandi tónlistarmenn og líka þá sem eru í iðnaðainum.“ Mun þetta verða þannig til dæmis að þeir fái einhverjar greiðslur miðað við skattframtöl fyrri ára eða eitthvað slíkt? „Við erum að skoða það. Við munum kynna þessar aðgerðir í næstu viku og það er mikill stuðningur við það sem við erum að vinna að í ríkisstjórninni,“ segir Lilja Alfreðsdóttir.
Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira