Morgunsjónvarpið snýr aftur: Bítið byrjar í beinni í fyrramálið Sylvía Hall skrifar 15. mars 2020 16:28 Gulli Helga og Heimir Karls munu vakna með þjóðinni í beinni útsendingu á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni. Vísir/Sýn Frá og með mánudagsmorgni verður Ísland í bítið morgunsjónvarp frá kl. 6.50 til kl. 9.00 og verður það sent út í opinni dagskrá á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni. Á meðan ástandið varir hyggst fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar efla fréttaþjónustu á öllum miðlum og leggja áherslu á beinar útsendingar varðandi öll mál sem tengjast útbreiðslu kórónuveirunnar á Íslandi. Þannig verður blaðamannafundum yfirvalda sjónvarpað á vefnum og Stöð 3 líkt og undanfarnar vikur. Heimir Karlsson, annar stjórnenda Bítisins, segist vera spenntur fyrir þessum breytingum. Hann vonar að landsmenn fagni þessum breytingum þar sem þetta sé fyrst og fremst hugsað fyrir hlustendur – já og nú áhorfendur. „Þetta leggst nokkuð vel í mig, að rifja upp gamla tíma. Við hættum þessu 2006 ef ég man rétt svo þetta er spennandi,“ segir Heimir í samtali við Vísi. Það sé þó óhjákvæmilegt að Bítið breytist eitthvað þegar það færist yfir í sjónvarp, enda annar miðill, en dagskráin miði að því að höfða til sem flestra. „Við vitum að það eru svo margir núna í þessu ástandi, sem er hálfgert stríðsástand, fastir heima við. Að vinna heima eða eru heima hjá börnum. Kannski gæti morgunsjónvarpið verið félagsskapur fyrir þetta fólk, bæði verið upplýsandi og létt fólkinu lífið.“ Bítið verður því sýnt í sjónvarpi fram að páskum eða á meðan samkomubannið varir. Eftir það verður svo framhaldið skoðað. Aðspurður segist Heimir búast við því að þurfa að haga undirbúningi öðruvísi og mögulega vakna aðeins fyrr en vanalega. „Það þarf náttúrulega að gera við andlitið þegar maður er í sjónvarpi,“ segir hann og hlær. Á meðan ástandið varir hyggst fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar efla fréttaþjónustu á öllum miðlum. Þá verða morgunfréttir sagðar í sjónvarpi sem og á Bylgjunni.Vísir/Vilhelm Aukið framboð á öllum miðlum Með fram fréttaflutningi mun Vísir miðla nýju og áhugaverðu efni sem verið er að framleiða. Til dæmis mun líkamsræktarþjáfarinn Gurrý kenna leikfimiæfingar og hugrækt. Þá verður öllum landsmönnum boðið upp á ókeypis aðgang að Bíóstöðinni, Krakkastöðinni og Stöð 3. Stöð 2 býður upp á vikuáskrift að Stöð 2 Maraþon á 990 kr. Þar má finna mikið úrval sjónvarpsefnis og bíómynda, bæði innlent sem erlent. Stefnt er að því að bæta við efni á streymisveituna á næstu dögum. Þar er einnig að finna barnaveituna Hopster þar sem er boðið upp á barnaefni á íslensku. Stöð 2 Sport mun hefja beinar útsendingar frá Íslandsmótinu í rafsporti frá og með næsta föstudegi en frá og með deginum í dag er Stöð 2 Sport og Vísir heimili íslenska rafsportsins. Einnig eru fyrirhugaðir nýir íþróttaþættir sem hefja göngu sína í vikunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölmiðlar Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Sjá meira
Frá og með mánudagsmorgni verður Ísland í bítið morgunsjónvarp frá kl. 6.50 til kl. 9.00 og verður það sent út í opinni dagskrá á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni. Á meðan ástandið varir hyggst fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar efla fréttaþjónustu á öllum miðlum og leggja áherslu á beinar útsendingar varðandi öll mál sem tengjast útbreiðslu kórónuveirunnar á Íslandi. Þannig verður blaðamannafundum yfirvalda sjónvarpað á vefnum og Stöð 3 líkt og undanfarnar vikur. Heimir Karlsson, annar stjórnenda Bítisins, segist vera spenntur fyrir þessum breytingum. Hann vonar að landsmenn fagni þessum breytingum þar sem þetta sé fyrst og fremst hugsað fyrir hlustendur – já og nú áhorfendur. „Þetta leggst nokkuð vel í mig, að rifja upp gamla tíma. Við hættum þessu 2006 ef ég man rétt svo þetta er spennandi,“ segir Heimir í samtali við Vísi. Það sé þó óhjákvæmilegt að Bítið breytist eitthvað þegar það færist yfir í sjónvarp, enda annar miðill, en dagskráin miði að því að höfða til sem flestra. „Við vitum að það eru svo margir núna í þessu ástandi, sem er hálfgert stríðsástand, fastir heima við. Að vinna heima eða eru heima hjá börnum. Kannski gæti morgunsjónvarpið verið félagsskapur fyrir þetta fólk, bæði verið upplýsandi og létt fólkinu lífið.“ Bítið verður því sýnt í sjónvarpi fram að páskum eða á meðan samkomubannið varir. Eftir það verður svo framhaldið skoðað. Aðspurður segist Heimir búast við því að þurfa að haga undirbúningi öðruvísi og mögulega vakna aðeins fyrr en vanalega. „Það þarf náttúrulega að gera við andlitið þegar maður er í sjónvarpi,“ segir hann og hlær. Á meðan ástandið varir hyggst fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar efla fréttaþjónustu á öllum miðlum. Þá verða morgunfréttir sagðar í sjónvarpi sem og á Bylgjunni.Vísir/Vilhelm Aukið framboð á öllum miðlum Með fram fréttaflutningi mun Vísir miðla nýju og áhugaverðu efni sem verið er að framleiða. Til dæmis mun líkamsræktarþjáfarinn Gurrý kenna leikfimiæfingar og hugrækt. Þá verður öllum landsmönnum boðið upp á ókeypis aðgang að Bíóstöðinni, Krakkastöðinni og Stöð 3. Stöð 2 býður upp á vikuáskrift að Stöð 2 Maraþon á 990 kr. Þar má finna mikið úrval sjónvarpsefnis og bíómynda, bæði innlent sem erlent. Stefnt er að því að bæta við efni á streymisveituna á næstu dögum. Þar er einnig að finna barnaveituna Hopster þar sem er boðið upp á barnaefni á íslensku. Stöð 2 Sport mun hefja beinar útsendingar frá Íslandsmótinu í rafsporti frá og með næsta föstudegi en frá og með deginum í dag er Stöð 2 Sport og Vísir heimili íslenska rafsportsins. Einnig eru fyrirhugaðir nýir íþróttaþættir sem hefja göngu sína í vikunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölmiðlar Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Sjá meira