Los Angeles Lakers er komið í úrslitaleik vesturdeildarinnar eftir sigur á Houston Rockets í fjórða leik liðanna í nótt, 119-96.
Sigurinn var sinker öruggur en Lakers var komið með fimmtán stiga forskot strax eftir fyrsta leikhlutann. Þar settu þeir tóninn.
LeBron James var einu sinni sem oftar í lykilhlutverki í úrslitakeppni NBA en han skoraði 29 stig í nótt, tók ellefu fráköst og gaf sjö stoðsendingar.
LeBron James joins Oscar Robertson as the only players in #NBAPlayoffs history to record 250+ PTS, 100+ REB and 80+ AST in the first ten games of a single playoffs! pic.twitter.com/Yz2KwTixUc
— NBA (@NBA) September 13, 2020
Lakers menn voru funheitir fyrir utan þriggja stiga línuna og hittu alls nítján þriggja stiga skotum en þristana má sjá hér neðst í fréttinni.
James Harden skoraði 30 stig fyrir Houston sem er úr leik. Hann bætti einnig við sex fráköstum og fimm stoðsendingum.
Í úrslitaleiknum mun Lakers mæta annað hvort Los Angeles Clippers eða Denver Nuggets. Clippers leiðir 3-2 í því einvígi.
The @Lakers knock down an #NBAPlayoffs franchise-record 19 three-pointers in Game 5 as they advance to the Western Conference Finals!#LakeShow #WholeNewGame pic.twitter.com/lyigwES7Ir
— NBA (@NBA) September 13, 2020