Denver Nuggets neitar að „deyja“ og er komið aftur í hreinan úrslitaleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. september 2020 07:30 Nikola Jokic og Jamal Murray fagna í endurkomusigrinum hjá Denver Nuggets í nótt. EPA-EFE/ERIK S. LESSER Los Angeles Clippers og Denver Nuggets þurfa að spila hreinan úrslitaleik um sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA og um það hvort þeirra mætir liði Los Angeles Lakers. Los Angeles Clippers hefur klikkað á því að tryggja sér sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar í tveimur leikjum í röð og fyrir vikið er liðið komið í hreinan úrslitaleik á móti lífseigu liði Denver Nuggets. Denver Nuggets vann sjötta leik liðanna 111-98 og liðin spila hreinan úrslitaleik um sæti í úrslitum Vestursins á móti Los Angeles Lakers en sá leikur fer fram aðra nótt. Nikola Jokic (34 PTS, 14 REB, 7 AST) leads the @nuggets back from a 16+ point deficit for the second game in a row to FORCE GAME 7, Tuesday at 9 PM ET on ESPN!#MileHighBasketball #NBAPlayoffs #WholeNewGame pic.twitter.com/2r5IKrP632— NBA (@NBA) September 13, 2020 Denver Nuggets er seigara lið en þau flest og getur nú skrifað NBA-söguna takist liðinu að slá út Los Angeles Clippers með sigri í sjöunda leiknum. Engu liði hefur tekist að vinna tvisvar upp 1-3 forystu mótherjanna tvisvar sinnum í sömu úrslitakeppni. Denver Nuggets var 1-3 undir á móti Utah Jazz og svo aftur á móti Los Angeles Clippers. Denver vann oddaleikinn á móti Utah Jazz og er nú komið aftur í oddaleik eftir tvo sigurleiki í röð á móti Clippers. Nikola Jokic átti rosalegan leik en hann skoraði 34 stig, tók 14 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Jamal Murray skoraði 21 stig fyrir Denver en liðið fékk líka 16 stig frá Gary Harris og 13 stig frá Michael Porter Jr. Paul George var stigahæstur hjá Clippers með 33 stig og Kawhi Leonard skoraði 25 stig. The Nuggets are the only team in NBA history to come back from down 3-1 to force a Game 7 in back-to-back series. @EliasSports Game 7: Tue. (9/15) - 9pm/et, ESPN pic.twitter.com/bNWMldm4o3— NBA.com/Stats (@nbastats) September 13, 2020 Útlitið var ekki aðeins svart í einvíginu heldur einnig í leik fimm á móti Utah Jazz. Denver vann þá upp fimmtán stiga forystu í þriðja leikhlutanum í leik fimm. Nú lenti Denver nítján stigum undir snemma í þriðja leikhluta en tókst að vinna upp forskot Clippers manna og tryggja sér sigurinn. Paul George kom Los Angeles Clippers liðinu í 73-55 þegar 8:35 voru eftir af þriðja leikhlutanum en Nuggets liðið svaraði því með 30-8 spretti. Átta mismunandi leikmenn Denver liðsins skoruðu fyrir liðið á þeim kafla. Denver vann seinni hálfleikinn á endanum 64-35. „Þetta er einn sá besti á mínum ferli. Þetta er sá besti á mínum ferli,“ sagði Mike Malone, þjálfari Denver Nuggets eftir leikinn. „Ég er að vera búinn að lýsingarorðin þegar ég er að tala um liðið mitt. Þetta er harðgerður og úrræðagóður hópur. Ég elska okkar lið,“ sagði Malone. Overcame 3-1 series deficit to win 1st round Back-to-back huge comebacks in West Semis 5-0 in elimination games the BEST of @nuggets in elimination games this postseason ahead of GAME 7 on Tuesday at 9pm/et on ESPN! pic.twitter.com/yOO1uO8N81— NBA (@NBA) September 13, 2020 NBA Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Los Angeles Clippers og Denver Nuggets þurfa að spila hreinan úrslitaleik um sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA og um það hvort þeirra mætir liði Los Angeles Lakers. Los Angeles Clippers hefur klikkað á því að tryggja sér sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar í tveimur leikjum í röð og fyrir vikið er liðið komið í hreinan úrslitaleik á móti lífseigu liði Denver Nuggets. Denver Nuggets vann sjötta leik liðanna 111-98 og liðin spila hreinan úrslitaleik um sæti í úrslitum Vestursins á móti Los Angeles Lakers en sá leikur fer fram aðra nótt. Nikola Jokic (34 PTS, 14 REB, 7 AST) leads the @nuggets back from a 16+ point deficit for the second game in a row to FORCE GAME 7, Tuesday at 9 PM ET on ESPN!#MileHighBasketball #NBAPlayoffs #WholeNewGame pic.twitter.com/2r5IKrP632— NBA (@NBA) September 13, 2020 Denver Nuggets er seigara lið en þau flest og getur nú skrifað NBA-söguna takist liðinu að slá út Los Angeles Clippers með sigri í sjöunda leiknum. Engu liði hefur tekist að vinna tvisvar upp 1-3 forystu mótherjanna tvisvar sinnum í sömu úrslitakeppni. Denver Nuggets var 1-3 undir á móti Utah Jazz og svo aftur á móti Los Angeles Clippers. Denver vann oddaleikinn á móti Utah Jazz og er nú komið aftur í oddaleik eftir tvo sigurleiki í röð á móti Clippers. Nikola Jokic átti rosalegan leik en hann skoraði 34 stig, tók 14 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Jamal Murray skoraði 21 stig fyrir Denver en liðið fékk líka 16 stig frá Gary Harris og 13 stig frá Michael Porter Jr. Paul George var stigahæstur hjá Clippers með 33 stig og Kawhi Leonard skoraði 25 stig. The Nuggets are the only team in NBA history to come back from down 3-1 to force a Game 7 in back-to-back series. @EliasSports Game 7: Tue. (9/15) - 9pm/et, ESPN pic.twitter.com/bNWMldm4o3— NBA.com/Stats (@nbastats) September 13, 2020 Útlitið var ekki aðeins svart í einvíginu heldur einnig í leik fimm á móti Utah Jazz. Denver vann þá upp fimmtán stiga forystu í þriðja leikhlutanum í leik fimm. Nú lenti Denver nítján stigum undir snemma í þriðja leikhluta en tókst að vinna upp forskot Clippers manna og tryggja sér sigurinn. Paul George kom Los Angeles Clippers liðinu í 73-55 þegar 8:35 voru eftir af þriðja leikhlutanum en Nuggets liðið svaraði því með 30-8 spretti. Átta mismunandi leikmenn Denver liðsins skoruðu fyrir liðið á þeim kafla. Denver vann seinni hálfleikinn á endanum 64-35. „Þetta er einn sá besti á mínum ferli. Þetta er sá besti á mínum ferli,“ sagði Mike Malone, þjálfari Denver Nuggets eftir leikinn. „Ég er að vera búinn að lýsingarorðin þegar ég er að tala um liðið mitt. Þetta er harðgerður og úrræðagóður hópur. Ég elska okkar lið,“ sagði Malone. Overcame 3-1 series deficit to win 1st round Back-to-back huge comebacks in West Semis 5-0 in elimination games the BEST of @nuggets in elimination games this postseason ahead of GAME 7 on Tuesday at 9pm/et on ESPN! pic.twitter.com/yOO1uO8N81— NBA (@NBA) September 13, 2020
NBA Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum