Hvetur Húsvíkinga til að huga að skjálftavörnum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. september 2020 18:23 Tveir jarðskjálftar yfir 4 hafa riðið yfir á Norðurlandi í dag. Veðurstofa Íslands/skjáskot Eldfjallafræðingur hvetur Húsvíkinga til þess að huga að skjálftavörnum á heimilum sínum. Tveir stórir skjálftar hafa riðið yfir nærri Húsavík í dag, annar var 4 að stærð en sá fyrri sem var með upptök á sama svæði, um 20 kílómetra norðvestur af Húsavík, var 4,6 að stærð. „Það eru núna komnir þarna tveir stórir skjálftar þarna á stuttum tíma, þetta er í stærra lagi og er alltaf að færast nær og er á þessari sprungu sem liggur úr Eyjafirðinum og í gegn um Húsavík,“ segir Ármann Höskuldsson eldfjallasérfræðingur í samtali við fréttastofu. . Hann segir nokkuð algengt að skjálftarnir séu svo nálægt landi ef heilt ár er skoðað. „Þeir eru bara orðnir stærri og það var náttúrulega þessi mikla sem var í sumar, þannig að fólk verður bara að fara að öllu með gát og ekki láta þetta koma sér á óvart.“ Ármann Höskuldsson eldfjallasérfræðingur. Vísir/Vilhelm Ármann segir ekki ólíklegt að fleiri stórir skjálftar fylgi eftir. „Það er reglan á þessari sprungu að hún hreyfir sig á svona hundrað ára fresti og síðasta hreyfing inn við Húsavík var þarna á nítjándu öldinni, undir lok nítjándu aldar. Þannig að hún er komin á tíma og það vita þetta nú flestir á Húsavík.“ Grunur liggur á að sögn Ármanns að stærstu skjálftarnir í hrinunni undir lok nítjándu aldar hafi verið um 6 á stærð. „Það þarf að huga að þessu þegar eru svona miklir og stórir skjálftar að þeir færist allataf nær og nær Húsavík.“ Gömul hús geta skemmst að sögn Ármanns en flest hús skemmast ekki þar sem byggt er samkvæmt ákveðnum staðli sem gerir ráð fyrir stórum skjálftum. Það sé frekar innbú sem geti skemmst í skjálftum, því þurfi að huga að því. Hægt er að nálgast tilmæli almannavarna um skjálftavarnir hér. Eldgos og jarðhræringar Norðurþing Tengdar fréttir „Það bara lék allt á reiðiskjálfi“ Jarðskjálfi að stærð 4,6 með upptök inn í Skjálfandaflóa fannst vel víða um Norðurland nú síðdegis. 15. september 2020 15:43 Jarðskjálfti að stærð 4,6 fannst vel Jarðskjálfi að stærð 4,6 með upptök inn í Skjálfandaflóa fannst vel víða um Norðurland nú síðdegis. 15. september 2020 15:17 Annar snarpur skjálfti fyrir norðan Snarpur skjálfti varð um 20 kílómetra norðvestur af Húsavík klukkan 17:06 í dag. 15. september 2020 17:18 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Fleiri fréttir Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Sjá meira
Eldfjallafræðingur hvetur Húsvíkinga til þess að huga að skjálftavörnum á heimilum sínum. Tveir stórir skjálftar hafa riðið yfir nærri Húsavík í dag, annar var 4 að stærð en sá fyrri sem var með upptök á sama svæði, um 20 kílómetra norðvestur af Húsavík, var 4,6 að stærð. „Það eru núna komnir þarna tveir stórir skjálftar þarna á stuttum tíma, þetta er í stærra lagi og er alltaf að færast nær og er á þessari sprungu sem liggur úr Eyjafirðinum og í gegn um Húsavík,“ segir Ármann Höskuldsson eldfjallasérfræðingur í samtali við fréttastofu. . Hann segir nokkuð algengt að skjálftarnir séu svo nálægt landi ef heilt ár er skoðað. „Þeir eru bara orðnir stærri og það var náttúrulega þessi mikla sem var í sumar, þannig að fólk verður bara að fara að öllu með gát og ekki láta þetta koma sér á óvart.“ Ármann Höskuldsson eldfjallasérfræðingur. Vísir/Vilhelm Ármann segir ekki ólíklegt að fleiri stórir skjálftar fylgi eftir. „Það er reglan á þessari sprungu að hún hreyfir sig á svona hundrað ára fresti og síðasta hreyfing inn við Húsavík var þarna á nítjándu öldinni, undir lok nítjándu aldar. Þannig að hún er komin á tíma og það vita þetta nú flestir á Húsavík.“ Grunur liggur á að sögn Ármanns að stærstu skjálftarnir í hrinunni undir lok nítjándu aldar hafi verið um 6 á stærð. „Það þarf að huga að þessu þegar eru svona miklir og stórir skjálftar að þeir færist allataf nær og nær Húsavík.“ Gömul hús geta skemmst að sögn Ármanns en flest hús skemmast ekki þar sem byggt er samkvæmt ákveðnum staðli sem gerir ráð fyrir stórum skjálftum. Það sé frekar innbú sem geti skemmst í skjálftum, því þurfi að huga að því. Hægt er að nálgast tilmæli almannavarna um skjálftavarnir hér.
Eldgos og jarðhræringar Norðurþing Tengdar fréttir „Það bara lék allt á reiðiskjálfi“ Jarðskjálfi að stærð 4,6 með upptök inn í Skjálfandaflóa fannst vel víða um Norðurland nú síðdegis. 15. september 2020 15:43 Jarðskjálfti að stærð 4,6 fannst vel Jarðskjálfi að stærð 4,6 með upptök inn í Skjálfandaflóa fannst vel víða um Norðurland nú síðdegis. 15. september 2020 15:17 Annar snarpur skjálfti fyrir norðan Snarpur skjálfti varð um 20 kílómetra norðvestur af Húsavík klukkan 17:06 í dag. 15. september 2020 17:18 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Fleiri fréttir Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Sjá meira
„Það bara lék allt á reiðiskjálfi“ Jarðskjálfi að stærð 4,6 með upptök inn í Skjálfandaflóa fannst vel víða um Norðurland nú síðdegis. 15. september 2020 15:43
Jarðskjálfti að stærð 4,6 fannst vel Jarðskjálfi að stærð 4,6 með upptök inn í Skjálfandaflóa fannst vel víða um Norðurland nú síðdegis. 15. september 2020 15:17
Annar snarpur skjálfti fyrir norðan Snarpur skjálfti varð um 20 kílómetra norðvestur af Húsavík klukkan 17:06 í dag. 15. september 2020 17:18