Segir að Liverpool gæti auðveldlega endað í fjórða sæti á þessu tímabili Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. september 2020 08:00 Leikmenn Liverpool fagna hér enska meistaratitlinum í klefanum á Anfield í sumar. Getty/Andrew Powell Sky Sports sérfræðingurinn Paul Merson sér það alveg fyrir sér að titilvörn Liverpool liðsins muni ganga mjög illa í vetur. Gamli Arsenal maðurinn Paul Merson hefur smá áhyggjur af Englandsmeisturum Liverpool í titilvörninni á nýju tímabili en hún byrjaði á naumum heimsigri á móti nýliðum Leeds þar sem Liverpool fékk á sig þrjú mörk. Liverpool liðið hefur nánast ekkert bætt við sig í sumar og er það enn einn glugginn þar sem lítið er af frétt af kaupum á leikmönnum. Jürgen Klopp hefur gagnrýnt félög eins og Chelsea sem hefur eytt miklu en er sjálfur að fá á sig gagnrýni fyrir að eyða svo gott sem engu. Paul Merson tók fyrir Liverpool liðið í nýjum pistil á Sky Sports síðunni. "I think they need to buy someone. It would not surprise me if the finished fourth this season, and I thought that before this [Leeds] game."Liverpool to finish fourth this season? https://t.co/91dR8Dg3Fn— SPORTbible (@sportbible) September 15, 2020 „Þegar við skoðum mörkin sem Liverpool var að fá á sig á móti Leeds þá hugsaði ég vara: Vá. Mér finnst þeir halda að þeir gætu bara mætt til leiks og klárað leikinn með vinstri,“ skrifaði Paul Merson. „Ég held að þeir verði að kaupa einhvern. Það kæmi mér ekki á óvart ef þeir myndu enda í fjórða sætinu á þessu tímabili og ég hélt það líka fyrir þennan Leeds leiks,“ skrifaði Merson. „Þetta er sama lið og þeir eru með stóran hlut leikmanna sem verða að spila í hverri viku. Virgil van Dijk má ekki meiðast og bakverðirnir ekki heldur. Þeir hafa eins ekki neinn til að leysa af þá þrjá fremstu,“ skrifaði Merson. „Ég segi það nú og hef sagt það áður. Það er mjög frægur skyndibitastaður sem selur hamborgara sem seldi fleiri hamborgara og franskar heldur en allir aðrir. Þau héldu samt áfram að auglýsa. Þú þarft að eyða pening til að halda þér á toppnum,“ skrifaði Merson. „Ég hef áhyggjur af Liverpool. Það eru fimm eða sex leikmenn í liðinu sem verða að spila í hverri viku því annars er liðið svo miklu veikara. Þetta er erfiðasta deildin í heimi,“ skrifaði Merson. "Virgil van Dijk cannot get injured. The full-backs cannot get injured. They have not got anyone to replace the front three if they are injured."— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 15, 2020 Enski boltinn Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Sjá meira
Sky Sports sérfræðingurinn Paul Merson sér það alveg fyrir sér að titilvörn Liverpool liðsins muni ganga mjög illa í vetur. Gamli Arsenal maðurinn Paul Merson hefur smá áhyggjur af Englandsmeisturum Liverpool í titilvörninni á nýju tímabili en hún byrjaði á naumum heimsigri á móti nýliðum Leeds þar sem Liverpool fékk á sig þrjú mörk. Liverpool liðið hefur nánast ekkert bætt við sig í sumar og er það enn einn glugginn þar sem lítið er af frétt af kaupum á leikmönnum. Jürgen Klopp hefur gagnrýnt félög eins og Chelsea sem hefur eytt miklu en er sjálfur að fá á sig gagnrýni fyrir að eyða svo gott sem engu. Paul Merson tók fyrir Liverpool liðið í nýjum pistil á Sky Sports síðunni. "I think they need to buy someone. It would not surprise me if the finished fourth this season, and I thought that before this [Leeds] game."Liverpool to finish fourth this season? https://t.co/91dR8Dg3Fn— SPORTbible (@sportbible) September 15, 2020 „Þegar við skoðum mörkin sem Liverpool var að fá á sig á móti Leeds þá hugsaði ég vara: Vá. Mér finnst þeir halda að þeir gætu bara mætt til leiks og klárað leikinn með vinstri,“ skrifaði Paul Merson. „Ég held að þeir verði að kaupa einhvern. Það kæmi mér ekki á óvart ef þeir myndu enda í fjórða sætinu á þessu tímabili og ég hélt það líka fyrir þennan Leeds leiks,“ skrifaði Merson. „Þetta er sama lið og þeir eru með stóran hlut leikmanna sem verða að spila í hverri viku. Virgil van Dijk má ekki meiðast og bakverðirnir ekki heldur. Þeir hafa eins ekki neinn til að leysa af þá þrjá fremstu,“ skrifaði Merson. „Ég segi það nú og hef sagt það áður. Það er mjög frægur skyndibitastaður sem selur hamborgara sem seldi fleiri hamborgara og franskar heldur en allir aðrir. Þau héldu samt áfram að auglýsa. Þú þarft að eyða pening til að halda þér á toppnum,“ skrifaði Merson. „Ég hef áhyggjur af Liverpool. Það eru fimm eða sex leikmenn í liðinu sem verða að spila í hverri viku því annars er liðið svo miklu veikara. Þetta er erfiðasta deildin í heimi,“ skrifaði Merson. "Virgil van Dijk cannot get injured. The full-backs cannot get injured. They have not got anyone to replace the front three if they are injured."— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 15, 2020
Enski boltinn Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Sjá meira