Undirbúa umfangsmikla skimun á vinnustöðum eftir gærdaginn Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. september 2020 12:05 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn. Vísir/vilhelm Yfirlögregluþjónn segir það áhyggjuefni hversu margir hafi greinst með kórónuveiruna innanlands í dag, og enn fremur að aðeins einn hafi verið í sóttkví við greiningu. Umfangsmikil skimun á vinnustöðum sem tengjast hinum nýsmituðu er í undirbúningi. Ekki er þó gert ráð fyrir hertari veiruaðgerðum innanlands. Auk innanlandssmitanna þrettán greindust tveir með virk smit í seinni landamæraskimun í gær. Sjötíu og fimm eru nú í einangrun með kórónuveiruna á landinu og 437 í sóttkví. Einn liggur á sjúkrahúsi en er ekki á gjörgæslu. Fleiri hafa ekki greinst með veiruna innanlands á einum sólarhring síðan 6. ágúst, þegar sextán greindust. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir stöðuna áhyggjuefni, einkum í ljósi þess hversu fáir voru í sóttkví við greiningu í gær. Inntur eftir því hvort veiruaðgerðir stjórnvalda innanlands séu ekki að virka sem skyldi segir Víðir að erfitt sé að segja til um það. „Við erum enn þá í smitrakningunni á þessu. Við erum að reyna að átta okkur á því hvar fólkið hefur smitast. Það eru svo fáir í sóttkví og í einhverjum tilvikum hefur fólk ekki getað sagt nákvæmlega þá möguleika sem upp hafa komið varðandi það hvaðan það hefur smitast. Það er líka áhyggjuefni í þessu,“ segir Víðir. „En þessi barátta snýst að miklu leyti um okkar eigin smitvarnir. Þær vigta miklu meira en íþyngjandi aðgerðir innanlands.“ Enn er ekki skýrt hvernig margir hinna nýsmituðu fengu veiruna. Víðir segir að í flestum tilfellum hafi ekki fundist sterkar tengingar milli einstaklinganna. Í nokkrum tilfellum sé um vinnufélaga að ræða og í öðrum tengist fólk fjölskylduböndum. Megum við eiga von á hertum aðgerðum í ljósi stöðunnar núna? „Ég á ekki von á því að núgildandi aðgerðum verði breytt. Það sem við erum aftur á móti að gera í samvinnu margra aðila er að við ætlum að fara í talsvert umfangsmiklar skimanir. Íslensk erfðagreining, Landspítalinn og Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu og fleiri aðilar eru að koma á fullt í að undirbúa það að skima vinnustaði sem tengjast þessum einstaklingum og fleiri staði,“ segir Víðir. „Við leggjum bara áherslu á það sama. Ef fólk er með einhver einkenni, ekki fara í vinnuna. Ef það er með einkenni að hafa samband við heilsugæsluna og fá sýnatöku. Og síðan þessar okkar eigin ráðstafanir, handþvotturinn, handsprittið og að halda fjarlægð við fólk.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Dregur úr dánartíðni kórónuveirusmitaðra Færri kórónuveirusmitaðir einstaklingar láta nú lífið af völdum veirunnar en í vor. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar vísindamanna við Oxford-háskóla í Bretlandi. 16. september 2020 09:10 Sagði að Covid myndi hverfa vegna „hjarðeðlis“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, svaraði spurningum á sjónvörpuðum borgarafundi í gærkvöldi þar sem hann sagðist meðal annars ekki hafa gert lítið úr heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar. 16. september 2020 07:14 Sex einstaklingar greindust innanlands Sex einstaklingar greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír þeirra voru í sóttkví en þrír ekki. 15. september 2020 11:08 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Yfirlögregluþjónn segir það áhyggjuefni hversu margir hafi greinst með kórónuveiruna innanlands í dag, og enn fremur að aðeins einn hafi verið í sóttkví við greiningu. Umfangsmikil skimun á vinnustöðum sem tengjast hinum nýsmituðu er í undirbúningi. Ekki er þó gert ráð fyrir hertari veiruaðgerðum innanlands. Auk innanlandssmitanna þrettán greindust tveir með virk smit í seinni landamæraskimun í gær. Sjötíu og fimm eru nú í einangrun með kórónuveiruna á landinu og 437 í sóttkví. Einn liggur á sjúkrahúsi en er ekki á gjörgæslu. Fleiri hafa ekki greinst með veiruna innanlands á einum sólarhring síðan 6. ágúst, þegar sextán greindust. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir stöðuna áhyggjuefni, einkum í ljósi þess hversu fáir voru í sóttkví við greiningu í gær. Inntur eftir því hvort veiruaðgerðir stjórnvalda innanlands séu ekki að virka sem skyldi segir Víðir að erfitt sé að segja til um það. „Við erum enn þá í smitrakningunni á þessu. Við erum að reyna að átta okkur á því hvar fólkið hefur smitast. Það eru svo fáir í sóttkví og í einhverjum tilvikum hefur fólk ekki getað sagt nákvæmlega þá möguleika sem upp hafa komið varðandi það hvaðan það hefur smitast. Það er líka áhyggjuefni í þessu,“ segir Víðir. „En þessi barátta snýst að miklu leyti um okkar eigin smitvarnir. Þær vigta miklu meira en íþyngjandi aðgerðir innanlands.“ Enn er ekki skýrt hvernig margir hinna nýsmituðu fengu veiruna. Víðir segir að í flestum tilfellum hafi ekki fundist sterkar tengingar milli einstaklinganna. Í nokkrum tilfellum sé um vinnufélaga að ræða og í öðrum tengist fólk fjölskylduböndum. Megum við eiga von á hertum aðgerðum í ljósi stöðunnar núna? „Ég á ekki von á því að núgildandi aðgerðum verði breytt. Það sem við erum aftur á móti að gera í samvinnu margra aðila er að við ætlum að fara í talsvert umfangsmiklar skimanir. Íslensk erfðagreining, Landspítalinn og Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu og fleiri aðilar eru að koma á fullt í að undirbúa það að skima vinnustaði sem tengjast þessum einstaklingum og fleiri staði,“ segir Víðir. „Við leggjum bara áherslu á það sama. Ef fólk er með einhver einkenni, ekki fara í vinnuna. Ef það er með einkenni að hafa samband við heilsugæsluna og fá sýnatöku. Og síðan þessar okkar eigin ráðstafanir, handþvotturinn, handsprittið og að halda fjarlægð við fólk.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Dregur úr dánartíðni kórónuveirusmitaðra Færri kórónuveirusmitaðir einstaklingar láta nú lífið af völdum veirunnar en í vor. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar vísindamanna við Oxford-háskóla í Bretlandi. 16. september 2020 09:10 Sagði að Covid myndi hverfa vegna „hjarðeðlis“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, svaraði spurningum á sjónvörpuðum borgarafundi í gærkvöldi þar sem hann sagðist meðal annars ekki hafa gert lítið úr heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar. 16. september 2020 07:14 Sex einstaklingar greindust innanlands Sex einstaklingar greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír þeirra voru í sóttkví en þrír ekki. 15. september 2020 11:08 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Dregur úr dánartíðni kórónuveirusmitaðra Færri kórónuveirusmitaðir einstaklingar láta nú lífið af völdum veirunnar en í vor. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar vísindamanna við Oxford-háskóla í Bretlandi. 16. september 2020 09:10
Sagði að Covid myndi hverfa vegna „hjarðeðlis“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, svaraði spurningum á sjónvörpuðum borgarafundi í gærkvöldi þar sem hann sagðist meðal annars ekki hafa gert lítið úr heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar. 16. september 2020 07:14
Sex einstaklingar greindust innanlands Sex einstaklingar greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír þeirra voru í sóttkví en þrír ekki. 15. september 2020 11:08