Doncic fyrstur síðan Duncan afrekaði þetta rétt fyrir aldarmót Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2020 07:30 Luka Doncic hefur farið á kostum með liði Dallas Mavericks og bætti sig mikið þrátt fyrir mjög flott nýliðatímabil. Getty/Kevin C. Cox NBA-deildin í körfubolta tilkynnti í nótt hvaða leikmenn komust í úrvalslið NBA-deildarinnar á þessu tímabili. Það eru fjölmiðlamenn sem fjalla um NBA deildarinnar sem kjósa að venju. LeBron James varð fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA til að vera valinn sextán sinnum í úrvalslið tímabilsins en fyrir þetta var var hann jafn þeim Tim Duncan, Kobe Bryant og Kareem Abdul-Jabbar. Af þessum sextán tímabilum í úrvalsliði hefur LeBron James verið þrettán sinnum í liði eitt sem er að sjálfsögðu met líka. LeBron James er orðinn 35 ára gamall en lætur ekki aldurinn hægja mikið á sér. All-NBA First Team ... pic.twitter.com/yAabstaXi4— Marc Stein (@TheSteinLine) September 16, 2020 LeBron James náði því í fyrsta sinn á ferlinum á þessu tímabili að leiða NBA-deildina í stoðsendingum en enginn gaf fleiri stoðsendingar að meðaltali í leik. LeBron James fékk fullt hús í úrvalslið eitt alveg eins og Giannis Antetokounmpo. Anthony Davis, liðsfélagi James hjá Los Angeles Lakers var líka í liðinu en síðustu tveir leikmenn þess voru síðan Luka Doncic og James Harden. LeBron James og Anthony Davis urðu með þessu fyrstu liðsfélagarnir í úrvalsliðið eitt síðan að þeir Steve Nash og Amar'e Stoudemire voru saman í liði eitt á 2006-07 tímabilinu. Shaq og Kobe Bryant náðu þessu þrisvar sinnum á sínum tíma. Luka Don i has been named to the 2019-20 All-NBA First Team.Don i becomes the first player named to the All-NBA First Team in either his first or second season since Tim Duncan in 1998-99. pic.twitter.com/EgfDQa7400— Mavs PR (@MavsPR) September 16, 2020 Slóveninn Luka Doncic hjá Dallas Mavericks er aðeins á sínu öðru ári í NBA-deildinni en hefur heldur betur stimplað sig inn í hóp bestu leikmanna hennar. Með því að vera valin í úrvalslið eitt á sínu öðru ári afrekar hann það sem hefur ekki gerst í meira en tvö áratugi. Síðasti leikmaðurinn sem var valinn í úrvalslið eitt í NBA á sínu fyrsta eða öðru ári var Tin Duncan hjá San Antonio Spurs tímabilið 1998-99. Luka Doncic var með 28,8 stig, 9,4 fráköst og 8,8 stoðsendingar að meðaltali á tímabili tvö en hafði verið með 21,2 stig, 7,8 fráköst og 6,0 stoðsendingar að meðaltali. Doncic tók því mikið stökk. Doncic var síðan með 31,0 stig, 9,8 fráköst og 8,7 stoðsendingar að meðaltali í leik í sinni fyrstu úrslitakeppni á dögunum þrátt fyrir að meiðast á ökkla snemma í einvíginu á móti Los Angeles Clippers. Úrvalslið NBA-deildarinnar 2019-20: Fyrsta úrvalslið: LeBron James, Giannis Antetokounmpo, Luka Doncic, Anthony Davis, James Harden. Annað úrvalslið: Damian Lillard, Kawhi Leonard, Nikola Jokic, Chris Paul, Pascal Siakam. Þriðja úrvalslið: Ben Simmons, Jayson Tatum, Jimmy Butler, Rudy Gobert, Russell Westbrook. Full All-NBA Team voting results for 2019-20 ... pic.twitter.com/szjKaQwnRU— Marc Stein (@TheSteinLine) September 16, 2020 NBA Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
NBA-deildin í körfubolta tilkynnti í nótt hvaða leikmenn komust í úrvalslið NBA-deildarinnar á þessu tímabili. Það eru fjölmiðlamenn sem fjalla um NBA deildarinnar sem kjósa að venju. LeBron James varð fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA til að vera valinn sextán sinnum í úrvalslið tímabilsins en fyrir þetta var var hann jafn þeim Tim Duncan, Kobe Bryant og Kareem Abdul-Jabbar. Af þessum sextán tímabilum í úrvalsliði hefur LeBron James verið þrettán sinnum í liði eitt sem er að sjálfsögðu met líka. LeBron James er orðinn 35 ára gamall en lætur ekki aldurinn hægja mikið á sér. All-NBA First Team ... pic.twitter.com/yAabstaXi4— Marc Stein (@TheSteinLine) September 16, 2020 LeBron James náði því í fyrsta sinn á ferlinum á þessu tímabili að leiða NBA-deildina í stoðsendingum en enginn gaf fleiri stoðsendingar að meðaltali í leik. LeBron James fékk fullt hús í úrvalslið eitt alveg eins og Giannis Antetokounmpo. Anthony Davis, liðsfélagi James hjá Los Angeles Lakers var líka í liðinu en síðustu tveir leikmenn þess voru síðan Luka Doncic og James Harden. LeBron James og Anthony Davis urðu með þessu fyrstu liðsfélagarnir í úrvalsliðið eitt síðan að þeir Steve Nash og Amar'e Stoudemire voru saman í liði eitt á 2006-07 tímabilinu. Shaq og Kobe Bryant náðu þessu þrisvar sinnum á sínum tíma. Luka Don i has been named to the 2019-20 All-NBA First Team.Don i becomes the first player named to the All-NBA First Team in either his first or second season since Tim Duncan in 1998-99. pic.twitter.com/EgfDQa7400— Mavs PR (@MavsPR) September 16, 2020 Slóveninn Luka Doncic hjá Dallas Mavericks er aðeins á sínu öðru ári í NBA-deildinni en hefur heldur betur stimplað sig inn í hóp bestu leikmanna hennar. Með því að vera valin í úrvalslið eitt á sínu öðru ári afrekar hann það sem hefur ekki gerst í meira en tvö áratugi. Síðasti leikmaðurinn sem var valinn í úrvalslið eitt í NBA á sínu fyrsta eða öðru ári var Tin Duncan hjá San Antonio Spurs tímabilið 1998-99. Luka Doncic var með 28,8 stig, 9,4 fráköst og 8,8 stoðsendingar að meðaltali á tímabili tvö en hafði verið með 21,2 stig, 7,8 fráköst og 6,0 stoðsendingar að meðaltali. Doncic tók því mikið stökk. Doncic var síðan með 31,0 stig, 9,8 fráköst og 8,7 stoðsendingar að meðaltali í leik í sinni fyrstu úrslitakeppni á dögunum þrátt fyrir að meiðast á ökkla snemma í einvíginu á móti Los Angeles Clippers. Úrvalslið NBA-deildarinnar 2019-20: Fyrsta úrvalslið: LeBron James, Giannis Antetokounmpo, Luka Doncic, Anthony Davis, James Harden. Annað úrvalslið: Damian Lillard, Kawhi Leonard, Nikola Jokic, Chris Paul, Pascal Siakam. Þriðja úrvalslið: Ben Simmons, Jayson Tatum, Jimmy Butler, Rudy Gobert, Russell Westbrook. Full All-NBA Team voting results for 2019-20 ... pic.twitter.com/szjKaQwnRU— Marc Stein (@TheSteinLine) September 16, 2020
Úrvalslið NBA-deildarinnar 2019-20: Fyrsta úrvalslið: LeBron James, Giannis Antetokounmpo, Luka Doncic, Anthony Davis, James Harden. Annað úrvalslið: Damian Lillard, Kawhi Leonard, Nikola Jokic, Chris Paul, Pascal Siakam. Þriðja úrvalslið: Ben Simmons, Jayson Tatum, Jimmy Butler, Rudy Gobert, Russell Westbrook.
NBA Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira