Nítján greindust með veiruna í gær Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. september 2020 08:46 Þorkell Þorkelsson/Landspítali háskólasjúkrahús Nítján kórónuveirusmit greindust hér á landi síðasta sólarhringinn. Þetta segir Thor Aspelund prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands í samtali við Vísi. Ekki hafa fleiri greinst með veiruna á einum sólarhring síðan 9. apríl, þegar 27 greindust. Tölurnar hafa þó enn ekki verið uppfærðar á Covid.is en það er venjulega gert klukkan ellefu dag hvern. Thor greindi fyrst frá smitum gærdagsins í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Þar sagðist hann hafa nokkrar áhyggjur af stöðunni. „Ef faraldurinn væri í eðlilegum gangi hefði ég búist við minna. Ég hefði getað verið rólegur með svona átta, níu. En nítján, nei. Þá er eitthvað á seyði,“ sagði Thor. Annar gangur væri kominn í faraldurinn nú. „Og þessi smit skila öðrum smitum þannig að þetta hefur hægt á því að hann fari niður. En ég veit það að þetta er samt sami stofninn, hann hefur fengið nafnið græna veiran.“ Þrettán greindust með veiruna í fyrradag en þá höfðu ekki fleiri greinst síðan 6. ágúst. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði í gær að það mætti búast við því að tölurnar í dag yrðu hærri en síðustu daga. „En það kæmi heldur ekki á óvart. Mér finnst svona líklegt að við séum að horfa eitthvað á bilinu sex til fimmtán, það kæmi mér ekki á óvart miðað við fyrri reynslu,“ sagði Víðir. Upplýsingafundur Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra er á dagskrá í dag klukkan 14 og verður í beinni útsendingu á Vísi klukkan 14. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gagnrýndi yfirmann sóttvarnastofnunar fyrir ummæli um grímur og bóluefni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt yfirmann Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) eftir að sá sagði að bóluefni við Covid-19 yrði ekki komið í almenna notkun fyrr en um mitt næsta ár og að grímur gætu verið skilvirkari en bóluefni. 17. september 2020 06:52 Kæmi ekki á óvart ef fleiri greindust með veiruna í dag en í gær Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, kveðst ekki eiga sérstaklega von á því að það greinist fleiri með kórónuveiruna í dag heldur en greindust í gær. Það kæmi þó heldur ekki á óvart. 16. september 2020 22:09 Tveir nemendur við HR smitaðir Tveir nemendur við Háskólann í Reykjavík eru smitaðir af Covid-19. Þetta kemur fram í tölvupósti viðbragðsteymis skólans vegna Covid-19 til nemenda. 16. september 2020 16:46 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira
Nítján kórónuveirusmit greindust hér á landi síðasta sólarhringinn. Þetta segir Thor Aspelund prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands í samtali við Vísi. Ekki hafa fleiri greinst með veiruna á einum sólarhring síðan 9. apríl, þegar 27 greindust. Tölurnar hafa þó enn ekki verið uppfærðar á Covid.is en það er venjulega gert klukkan ellefu dag hvern. Thor greindi fyrst frá smitum gærdagsins í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Þar sagðist hann hafa nokkrar áhyggjur af stöðunni. „Ef faraldurinn væri í eðlilegum gangi hefði ég búist við minna. Ég hefði getað verið rólegur með svona átta, níu. En nítján, nei. Þá er eitthvað á seyði,“ sagði Thor. Annar gangur væri kominn í faraldurinn nú. „Og þessi smit skila öðrum smitum þannig að þetta hefur hægt á því að hann fari niður. En ég veit það að þetta er samt sami stofninn, hann hefur fengið nafnið græna veiran.“ Þrettán greindust með veiruna í fyrradag en þá höfðu ekki fleiri greinst síðan 6. ágúst. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði í gær að það mætti búast við því að tölurnar í dag yrðu hærri en síðustu daga. „En það kæmi heldur ekki á óvart. Mér finnst svona líklegt að við séum að horfa eitthvað á bilinu sex til fimmtán, það kæmi mér ekki á óvart miðað við fyrri reynslu,“ sagði Víðir. Upplýsingafundur Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra er á dagskrá í dag klukkan 14 og verður í beinni útsendingu á Vísi klukkan 14.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gagnrýndi yfirmann sóttvarnastofnunar fyrir ummæli um grímur og bóluefni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt yfirmann Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) eftir að sá sagði að bóluefni við Covid-19 yrði ekki komið í almenna notkun fyrr en um mitt næsta ár og að grímur gætu verið skilvirkari en bóluefni. 17. september 2020 06:52 Kæmi ekki á óvart ef fleiri greindust með veiruna í dag en í gær Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, kveðst ekki eiga sérstaklega von á því að það greinist fleiri með kórónuveiruna í dag heldur en greindust í gær. Það kæmi þó heldur ekki á óvart. 16. september 2020 22:09 Tveir nemendur við HR smitaðir Tveir nemendur við Háskólann í Reykjavík eru smitaðir af Covid-19. Þetta kemur fram í tölvupósti viðbragðsteymis skólans vegna Covid-19 til nemenda. 16. september 2020 16:46 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira
Gagnrýndi yfirmann sóttvarnastofnunar fyrir ummæli um grímur og bóluefni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt yfirmann Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) eftir að sá sagði að bóluefni við Covid-19 yrði ekki komið í almenna notkun fyrr en um mitt næsta ár og að grímur gætu verið skilvirkari en bóluefni. 17. september 2020 06:52
Kæmi ekki á óvart ef fleiri greindust með veiruna í dag en í gær Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, kveðst ekki eiga sérstaklega von á því að það greinist fleiri með kórónuveiruna í dag heldur en greindust í gær. Það kæmi þó heldur ekki á óvart. 16. september 2020 22:09
Tveir nemendur við HR smitaðir Tveir nemendur við Háskólann í Reykjavík eru smitaðir af Covid-19. Þetta kemur fram í tölvupósti viðbragðsteymis skólans vegna Covid-19 til nemenda. 16. september 2020 16:46