Hannes Þór Halldórsson: Það var mikið gólað, gargað og gjammað á hliðarlínunni Atli Arason skrifar 17. september 2020 07:15 Hannes Þór, markvörður Vals og íslenska landsliðsins. Mynd/Stöð 2 Sport Hannes Þór Halldórsson var fullur sjálfstrausts í leikslok eftir 4-2 sigur Vals gegn ÍA á Akranesi í gær í Pepsi Max deild karla. „Mér líður ótrúlega vel. Þetta var mikilvægur og erfiður sigur fyrir okkur. Skagamenn eru með mjög flottan mannskap og það er erfitt að koma hingað. Það var mikið gólað, gargað og gjammað á hliðarlínunni í dag en það skilaði þeim ekki neinu inn á vellinum í dag og við kláruðum þetta og erum mjög ánægðir með það,“ sagði glaður Hannes Þór Halldórsson í viðtali eftir leik. Gólið, gargið og gjammið sem Hannes minnist á var sérstaklega hávært þegar Skagamenn töldu sig eiga að fá vítaspyrnu á 90 mínútu leiksins í stöðunni 2-3. Hannes telur að Guðmundur Ársæll, dómari leiksins, hafi tekið rétta ákvörðun. „Ég er ekki viss um að ég hafi verið með besta útsýnið af því að frá mér séð þá hendir hann sér bara fyrir boltann með skrokkinn og mér sýnist boltinn enda í maganum á honum. Besta útsýnið hefur sennilega verið hinu megin frá því hann snýr baki í mig en frá mér séð þá var þetta aldrei hendi,“ sagði Hannes Þór um atvikið umdeilda. Sigurinn í gær er sá áttundi í röð hjá Valsmönnum sem hafa nú átta stiga forskot á toppi deildarinnar. Aðspurður að því hvað það væri sem skóp þennan sigur í gær sagði Hannes: „Það er ýmislegt. Við erum með einstaklingsgæði þarna framarlega á vellinum en síðan erum við orðnir vanir því að vinna núna og erum með mikið sjálfstraust og þannig getum við siglt sigrum heim. Svo er þetta líka smá seigla því Skagamennirnir komu á okkur í lokin en við náum að standa það af okkur.“ Hannes lagði upp annað mark leiksins með þó smá aðstoð frá Skagamönnum sem flikka löngum bolta Hannesar áfram á Sigurð Egill sem skorar markið. Markvörðurinn reyndi var ekki í neinum vafa að hann ætti að fá stoðsendinguna skráða á sig. „Jú við verðum að gera það. Við lærðum þetta af Jóa Kalla, þetta er Skagaleiðinn. Langur bolti fram frá markmanni sem setur einhvern í gegn og skorar mark,“ sagði skælbrosandi Hannes Þór Halldórsson að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Jóhannes Karl: Virkilega svektur með frammistöðu dómarans í leiknum Jóhannes Karl, þjálfari ÍA, var allt annað en sáttur í viðtali eftir 4-2 tap Skagamanna gegn toppliði Vals í kvöld. 17. september 2020 21:30 Leikmaður ÍA jós fúkyrðum yfir dómara á samfélagsmiðli eftir svekkjandi tap Arnar Már Guðjónsson, leikmaður ÍA, kallaði dómara leiks Skagamanna og Val öllum í kvöld illum nöfnum á Twitter eftir að leik lauk. 17. september 2020 20:10 Tryggvi Hrafn: Ég mun renna út af samning og svo ætla ég að sjá hvað kemur upp eftir það Tryggvi Hrafn var svekktur með 2-4 tap gegn Val á Akranesi fyrr í dag í há dramatískum fótboltaleik. 17. september 2020 18:45 Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Valur 2-4 | Valur hefndi fyrir tapið á Hlíðarenda Topplið Vals lagði ÍA á Akranesi í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í kvöld, lokatölur 2-4. 17. september 2020 18:25 Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson var fullur sjálfstrausts í leikslok eftir 4-2 sigur Vals gegn ÍA á Akranesi í gær í Pepsi Max deild karla. „Mér líður ótrúlega vel. Þetta var mikilvægur og erfiður sigur fyrir okkur. Skagamenn eru með mjög flottan mannskap og það er erfitt að koma hingað. Það var mikið gólað, gargað og gjammað á hliðarlínunni í dag en það skilaði þeim ekki neinu inn á vellinum í dag og við kláruðum þetta og erum mjög ánægðir með það,“ sagði glaður Hannes Þór Halldórsson í viðtali eftir leik. Gólið, gargið og gjammið sem Hannes minnist á var sérstaklega hávært þegar Skagamenn töldu sig eiga að fá vítaspyrnu á 90 mínútu leiksins í stöðunni 2-3. Hannes telur að Guðmundur Ársæll, dómari leiksins, hafi tekið rétta ákvörðun. „Ég er ekki viss um að ég hafi verið með besta útsýnið af því að frá mér séð þá hendir hann sér bara fyrir boltann með skrokkinn og mér sýnist boltinn enda í maganum á honum. Besta útsýnið hefur sennilega verið hinu megin frá því hann snýr baki í mig en frá mér séð þá var þetta aldrei hendi,“ sagði Hannes Þór um atvikið umdeilda. Sigurinn í gær er sá áttundi í röð hjá Valsmönnum sem hafa nú átta stiga forskot á toppi deildarinnar. Aðspurður að því hvað það væri sem skóp þennan sigur í gær sagði Hannes: „Það er ýmislegt. Við erum með einstaklingsgæði þarna framarlega á vellinum en síðan erum við orðnir vanir því að vinna núna og erum með mikið sjálfstraust og þannig getum við siglt sigrum heim. Svo er þetta líka smá seigla því Skagamennirnir komu á okkur í lokin en við náum að standa það af okkur.“ Hannes lagði upp annað mark leiksins með þó smá aðstoð frá Skagamönnum sem flikka löngum bolta Hannesar áfram á Sigurð Egill sem skorar markið. Markvörðurinn reyndi var ekki í neinum vafa að hann ætti að fá stoðsendinguna skráða á sig. „Jú við verðum að gera það. Við lærðum þetta af Jóa Kalla, þetta er Skagaleiðinn. Langur bolti fram frá markmanni sem setur einhvern í gegn og skorar mark,“ sagði skælbrosandi Hannes Þór Halldórsson að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Jóhannes Karl: Virkilega svektur með frammistöðu dómarans í leiknum Jóhannes Karl, þjálfari ÍA, var allt annað en sáttur í viðtali eftir 4-2 tap Skagamanna gegn toppliði Vals í kvöld. 17. september 2020 21:30 Leikmaður ÍA jós fúkyrðum yfir dómara á samfélagsmiðli eftir svekkjandi tap Arnar Már Guðjónsson, leikmaður ÍA, kallaði dómara leiks Skagamanna og Val öllum í kvöld illum nöfnum á Twitter eftir að leik lauk. 17. september 2020 20:10 Tryggvi Hrafn: Ég mun renna út af samning og svo ætla ég að sjá hvað kemur upp eftir það Tryggvi Hrafn var svekktur með 2-4 tap gegn Val á Akranesi fyrr í dag í há dramatískum fótboltaleik. 17. september 2020 18:45 Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Valur 2-4 | Valur hefndi fyrir tapið á Hlíðarenda Topplið Vals lagði ÍA á Akranesi í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í kvöld, lokatölur 2-4. 17. september 2020 18:25 Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira
Jóhannes Karl: Virkilega svektur með frammistöðu dómarans í leiknum Jóhannes Karl, þjálfari ÍA, var allt annað en sáttur í viðtali eftir 4-2 tap Skagamanna gegn toppliði Vals í kvöld. 17. september 2020 21:30
Leikmaður ÍA jós fúkyrðum yfir dómara á samfélagsmiðli eftir svekkjandi tap Arnar Már Guðjónsson, leikmaður ÍA, kallaði dómara leiks Skagamanna og Val öllum í kvöld illum nöfnum á Twitter eftir að leik lauk. 17. september 2020 20:10
Tryggvi Hrafn: Ég mun renna út af samning og svo ætla ég að sjá hvað kemur upp eftir það Tryggvi Hrafn var svekktur með 2-4 tap gegn Val á Akranesi fyrr í dag í há dramatískum fótboltaleik. 17. september 2020 18:45
Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Valur 2-4 | Valur hefndi fyrir tapið á Hlíðarenda Topplið Vals lagði ÍA á Akranesi í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í kvöld, lokatölur 2-4. 17. september 2020 18:25