„Nýsköpun er leiðin fram á við“ er yfirskrift Iðnþings Samtaka iðnaðarins sem verður í beinni útsendingu frá Silfurbergi í Hörpu milli klukkan 13 og 14:30 í dag. Hægt verður að fylgjast með útsendingunni á Vísi.
Í tilkynningu frá Samtökum iðnaðarins segir að vegna samkomutakmarkana verði Iðnþing að þessu sinni í beinni útsendingu í stað fjölmenns viðburðar.

„Samtök iðnaðarins vilja leggja sitt af mörkum til að hvetja til nýsköpunar á öllum sviðum atvinnulífsins nú þegar þörf er á viðspyrnu í efnahagslífinu.
Á Iðnþingi 2020 verður kastljósinu beint að því hvernig við mætum áskorunum um fjölgun nýrra starfa. Þar gegnir nýsköpun veigamiklu hlutverki, hvort heldur er í rótgrónum fyrirtækjum eða nýjum sprotafyrirtækjum.
Tækifærin liggja víða og á þinginu verður horft til þess hvernig nýsköpun getur drifið vöxt framtíðar.“
Hægt er að fylgjast með útsendingunni í spilaranum að neðan.
Dagskrá
- Fundarstjórn – Logi Bergmann
- Ávarp – Árni Sigurjónsson, formaður Samtaka iðnaðarins
- Áskorun um fjölgun nýrra starfa – Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI, og Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs SI
- Ávarp – Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
- Umræður I – Þórður Magnússon, stjórnarformaður Eyris, Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir, aðstoðarforstjóri CRI, Sigurður Ragnarsson, forstjóri ÍAV
- Umræður II – Sesselja Ómarsdóttir, framkvæmdastjóri lyfjagreiningardeildar Alvotech, Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri Kerecis, og Ágústa Guðmundsdóttir, annar tveggja stofnenda Zymetech
- Samantekt – Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI
Á milli dagskrárliða er vitnað til orða nokkurra forkólfa í íslenskum iðnaði.