Með hagsmuni barna að leiðarljósi Sigrún Edda Eðvarðsdóttir skrifar 18. september 2020 13:30 Foreldraverðlaun Heimilis og skóla voru afhent í Þjóðmenningarhúsinu á 28 ára afmælisdegi samtakanna 17. september 2020 í 25. sinn. Alla jafna eru Foreldraverðlaun Heimilis og skóla afhent í maí en aðstæður í þjóðfélaginu urðu til þess að afhendingu var frestað. Fjölmörg verkefni í áranna rás Foreldraverðlaun Heimilis og skóla hafa verið veitt síðan árið 1996. Þau eru því orðin fjölmörg verkefnin, stór sem smá, sem hlotið hafa verðskuldaða viðurkenningu á þessum 25 árum. Eitt helsta markmið þeirra er að veita gróskumiklu starfi jákvæða athygli hvort sem það er unnið á leik-, grunn- eða framhaldsskólastigi. Verkefni sem hafa með einum eða öðrum hætti stuðlað að öflugra samstarfi heimila, skóla og nærsamfélags með hagsmuni barnanna okkar að leiðarljósi. Stöndum vörð um menntakerfið okkar Það er óhætt að segja að síðustu mánuðir og vikur hafi verið skrítnir. Með undraverðum hætti náðum við sem þjóð engu að síður að standa vörð um eina af grunnstoðum samfélagsins, menntakerfið okkar og halda skólum landsins gangandi en í breyttri mynd. Það gerðum við með samstöðu og samvinnu fagaðila innan, leik-, grunn-, framhalds- og háskólans sem og nemenda, foreldra og annarra sem mynda skólasamfélagið á hverjum tíma. Óhætt er því að segja að hér hafi allir lagst á eitt um að lágmarka það samfélagslega og efnahagslega tjón sem við höfum öll fundið fyrir með einum eða öðrum hætti. Mismunandi aðstæður fjölskyldna Aðstæður hafa í senn verið mjög krefjandi og miserfiðar enda geta aðstæður fjölskyldna og heimila verið mjög ólíkar líkt og við þekkjum. Hjá framhalds- og háskólanemum hafa mörg heimili landsins breyst í kennslustofur þar sem stór hluti sinnir í dag námi sínu í fjarnámi þar sem góð og hröð nettenging er farin að skipta miklu máli sem og viðeigandi tækja- og tæknibúnaður. Fjarlægðarmörk og sóttvarnarsjónarmið hafa orðið til þess að framhaldsskólanemendum hefur verið skipt upp í hópa og sóttvarnarhólf. Félagsleg samskipti eru í algjöru lágmarki eða lítil sem engin og félagsþorstinn er farinn að segja til sín.Foreldrastarf í grunnskólum landsins er að sama skapi hálflamað, enda aðgangur foreldra að skólum sem og annarra verið takmarkaður auk þess sem fjöldatakmarkanir og fjarlægðarreglur hafa sett strik í reikninginn. Í öllu þessu leiðindarástandi hefur óneitanlega skapast dýrmæt þekking og reynsla sem við sem samfélag eigum eftir að draga ákveðinn lærdóm af. Þar sem eitt er gott og annað slæmt og sumt má eflaust gera betur. Samstaða, samvinna og samhugur samfélagsins Við höfum séð á þróun mála að til að ná árangri þarf samstöðu, samvinnu og samhug allra í samfélaginu. Þessi lykilhugtök þekkjum við foreldrar mjög vel. Því þetta eru sömu lykilatriðin sem einkenna mikilvægt og gott foreldrastarf í skólum landsins. Þess vegna er mikilvægt að við foreldrar sem myndum skólasamfélagið á hverjum tíma, ásamt nemendum og kennurum, hugum strax í upphafi skólagöngu barnanna okkar að dýrmætu og uppbyggilegu samstarfi allra þessara aðila. Við viljum öll að börnunum okkar vegni vel og að þeim líði vel. Þau eignist góða vini og gangi vel í skólanum. Skólasamfélagið taki vel á móti þeim og mæti þörfum þeirra og hver og einn sé þar metinn að verðleikum. Mikilvægi góðs skóla- og bekkjarbrags Rannsóknir hafa sýnt að góður skólabragur getur haft mikil áhrif á andlega og líkamlega heilsu nemenda þar sem hann stuðlar að öruggum og heilbrigðum samskiptum. Hann verður hins vegar ekki til af sjálfu sér frekar en góður bekkjarandi. Það krefst samstarfs heimila og skóla enda getur góður bekkjarbragur seint verið eingöngu á hendi umsjónarkennara frekar en að góður skólabragur með velferð og vellíðan nemenda að leiðarljósi getur eingöngu verið á hendi skólastjórnenda eða foreldra. Á þessum grunnskólaárum er svo margt innan sem utan skóla sem getur haft áhrif á daglegt skólastarf og líðan nemenda og því vandasamt að draga mörkin eingöngu við veggi skólans eða skólastofunnar. Því skiptir jákvætt viðhorf og gott samstarf allra þeirra sem mynda skólasamfélagið á hverjum tíma, miklu máli. Áherslur foreldrastarfs Hingað til hafa áherslur foreldrastarfs endurspeglast í því að huga vel að verndandi þáttum eins og samveru og samverustundum, þar sem m.a. bekkjarfélagar og foreldrar sameinast í leik og starfi þar sem lagður er grunnur að vináttu og virðingu, og ekki síður að samstarfi og samskiptum. Lögð er áhersla á að foreldrar hittist og kynnist, ræði saman og sameinist um ákveðin grunngildi til að vel takist til. Þannig vörðum við í samstarfi við skólann, leiðina að því bekkjar- og skólasamfélagi sem við viljum taka þátt í að skapa börnunum okkar. Í stuttu máli má segja að Foreldraverðlaun Heimilis og skóla hafi varðað þessa leið síðustu 25 ár. Enda eru þau fjölmörg og fjölbreytt verkefnin sem úr grasrótinni hafa sprottið en sum eiga sér djúpar rætur og lifa enn góðu lífi. Þegar tilnefnd eru metnaðarfull verkefni og dugnaðarforkar til Foreldraverðlauna Heimilis og skóla fyllist maður bjartsýni og von við að sjá gróskuna í grasrótinni. Verkefni sem endurspegla öll á sinn hátt, samveru, samvinnu, viðburði, forvarnir, fjáraflanir og fræðslu svo eitthvað sé nefnt. Verkefni sem hafa það að markmiði að stuðla að jöfnuði og gera gott skólasamfélag betra með hag barnanna okkar að leiðarljósi. Höfundur er formaður Heimilis og skóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Sigrún Edda Eðvarðsdóttir Mest lesið Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Foreldraverðlaun Heimilis og skóla voru afhent í Þjóðmenningarhúsinu á 28 ára afmælisdegi samtakanna 17. september 2020 í 25. sinn. Alla jafna eru Foreldraverðlaun Heimilis og skóla afhent í maí en aðstæður í þjóðfélaginu urðu til þess að afhendingu var frestað. Fjölmörg verkefni í áranna rás Foreldraverðlaun Heimilis og skóla hafa verið veitt síðan árið 1996. Þau eru því orðin fjölmörg verkefnin, stór sem smá, sem hlotið hafa verðskuldaða viðurkenningu á þessum 25 árum. Eitt helsta markmið þeirra er að veita gróskumiklu starfi jákvæða athygli hvort sem það er unnið á leik-, grunn- eða framhaldsskólastigi. Verkefni sem hafa með einum eða öðrum hætti stuðlað að öflugra samstarfi heimila, skóla og nærsamfélags með hagsmuni barnanna okkar að leiðarljósi. Stöndum vörð um menntakerfið okkar Það er óhætt að segja að síðustu mánuðir og vikur hafi verið skrítnir. Með undraverðum hætti náðum við sem þjóð engu að síður að standa vörð um eina af grunnstoðum samfélagsins, menntakerfið okkar og halda skólum landsins gangandi en í breyttri mynd. Það gerðum við með samstöðu og samvinnu fagaðila innan, leik-, grunn-, framhalds- og háskólans sem og nemenda, foreldra og annarra sem mynda skólasamfélagið á hverjum tíma. Óhætt er því að segja að hér hafi allir lagst á eitt um að lágmarka það samfélagslega og efnahagslega tjón sem við höfum öll fundið fyrir með einum eða öðrum hætti. Mismunandi aðstæður fjölskyldna Aðstæður hafa í senn verið mjög krefjandi og miserfiðar enda geta aðstæður fjölskyldna og heimila verið mjög ólíkar líkt og við þekkjum. Hjá framhalds- og háskólanemum hafa mörg heimili landsins breyst í kennslustofur þar sem stór hluti sinnir í dag námi sínu í fjarnámi þar sem góð og hröð nettenging er farin að skipta miklu máli sem og viðeigandi tækja- og tæknibúnaður. Fjarlægðarmörk og sóttvarnarsjónarmið hafa orðið til þess að framhaldsskólanemendum hefur verið skipt upp í hópa og sóttvarnarhólf. Félagsleg samskipti eru í algjöru lágmarki eða lítil sem engin og félagsþorstinn er farinn að segja til sín.Foreldrastarf í grunnskólum landsins er að sama skapi hálflamað, enda aðgangur foreldra að skólum sem og annarra verið takmarkaður auk þess sem fjöldatakmarkanir og fjarlægðarreglur hafa sett strik í reikninginn. Í öllu þessu leiðindarástandi hefur óneitanlega skapast dýrmæt þekking og reynsla sem við sem samfélag eigum eftir að draga ákveðinn lærdóm af. Þar sem eitt er gott og annað slæmt og sumt má eflaust gera betur. Samstaða, samvinna og samhugur samfélagsins Við höfum séð á þróun mála að til að ná árangri þarf samstöðu, samvinnu og samhug allra í samfélaginu. Þessi lykilhugtök þekkjum við foreldrar mjög vel. Því þetta eru sömu lykilatriðin sem einkenna mikilvægt og gott foreldrastarf í skólum landsins. Þess vegna er mikilvægt að við foreldrar sem myndum skólasamfélagið á hverjum tíma, ásamt nemendum og kennurum, hugum strax í upphafi skólagöngu barnanna okkar að dýrmætu og uppbyggilegu samstarfi allra þessara aðila. Við viljum öll að börnunum okkar vegni vel og að þeim líði vel. Þau eignist góða vini og gangi vel í skólanum. Skólasamfélagið taki vel á móti þeim og mæti þörfum þeirra og hver og einn sé þar metinn að verðleikum. Mikilvægi góðs skóla- og bekkjarbrags Rannsóknir hafa sýnt að góður skólabragur getur haft mikil áhrif á andlega og líkamlega heilsu nemenda þar sem hann stuðlar að öruggum og heilbrigðum samskiptum. Hann verður hins vegar ekki til af sjálfu sér frekar en góður bekkjarandi. Það krefst samstarfs heimila og skóla enda getur góður bekkjarbragur seint verið eingöngu á hendi umsjónarkennara frekar en að góður skólabragur með velferð og vellíðan nemenda að leiðarljósi getur eingöngu verið á hendi skólastjórnenda eða foreldra. Á þessum grunnskólaárum er svo margt innan sem utan skóla sem getur haft áhrif á daglegt skólastarf og líðan nemenda og því vandasamt að draga mörkin eingöngu við veggi skólans eða skólastofunnar. Því skiptir jákvætt viðhorf og gott samstarf allra þeirra sem mynda skólasamfélagið á hverjum tíma, miklu máli. Áherslur foreldrastarfs Hingað til hafa áherslur foreldrastarfs endurspeglast í því að huga vel að verndandi þáttum eins og samveru og samverustundum, þar sem m.a. bekkjarfélagar og foreldrar sameinast í leik og starfi þar sem lagður er grunnur að vináttu og virðingu, og ekki síður að samstarfi og samskiptum. Lögð er áhersla á að foreldrar hittist og kynnist, ræði saman og sameinist um ákveðin grunngildi til að vel takist til. Þannig vörðum við í samstarfi við skólann, leiðina að því bekkjar- og skólasamfélagi sem við viljum taka þátt í að skapa börnunum okkar. Í stuttu máli má segja að Foreldraverðlaun Heimilis og skóla hafi varðað þessa leið síðustu 25 ár. Enda eru þau fjölmörg og fjölbreytt verkefnin sem úr grasrótinni hafa sprottið en sum eiga sér djúpar rætur og lifa enn góðu lífi. Þegar tilnefnd eru metnaðarfull verkefni og dugnaðarforkar til Foreldraverðlauna Heimilis og skóla fyllist maður bjartsýni og von við að sjá gróskuna í grasrótinni. Verkefni sem endurspegla öll á sinn hátt, samveru, samvinnu, viðburði, forvarnir, fjáraflanir og fræðslu svo eitthvað sé nefnt. Verkefni sem hafa það að markmiði að stuðla að jöfnuði og gera gott skólasamfélag betra með hag barnanna okkar að leiðarljósi. Höfundur er formaður Heimilis og skóla.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun