Heilsueflandi samfélög í uppsveitum Árnessýslu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. september 2020 07:51 Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri Grímsnes og Grafningshrepps og Alma D. Möller, Landlæknir skrifuðu undir samninginn í félagsheimilinu Borg. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Öll sveitarfélögin í uppsveitum Árnessýslu eru nú orðin heilsueflandi samfélög eftir að Grímsnes og Grafningshreppur og Skeiða og Gnúpverjahreppur bættust í hópinn. Samkvæmt nýrri könnun kemur í ljós að Sunnlendingar sofa allra mest af landsmönnum en góður svefn er eitt af grundvallaratriði góðrar heilsu. Alma D. Möller, landlæknir og Gígja Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri heilsueflandi samfélaga hjá embætti Landlæknis heimsóttu forsvarsmenn Skeiða og Gnúpverjahrepps og Grímsnes og Grafningshrepps í vikunni þar sem þær skrifuðu undir samning við heimamenn um að sveitarfélögin gerðust heilsueflandi sveitarfélög. Það þýðir að sveitarfélögin fjögur í uppsveitum Árnessýslu eru öll orðin heilsueflandi sveitarfélög eða samfélög. Gígja segir að í dag búi 93,5% landsmanna í heilsueflandi samfélögum enda gangi verkefnið ótrúlega vel. Nemendur og starfsmenn Kerhólsskóla í Grímsnes og Grafningshreppi fögnuðu tímamótunum eftir undirskrift samningsins og stilltu sér upp í hópmyndatöku, ásamt forsvarsfólki verkefnisins.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Já, við erum afskaplega ánægð og þakklát hvað það hefur hlotið góðar viðtökur en það byggist fyrst og fremst á því að það eru sveitarfélögin sjálf sem sækja um að taka þátt og eru jákvæð. Það eru að myndast góðir hópar alls staðar og ólíkir aðilar að vinna saman hjá sveitarfélögunum, félagasamtökum og svo framvegis, þannig að við erum bara gríðarlega ánægð og þakklát, það eru mikil sóknarfæri í þessu,“ segir Gígja. Gunnar Gunnarsson er verkefnisstjóri heilsueflandi sveitarfélaga í uppsveitum Árnessýslu. Hann er mjög ánægður með hvað verkefnið gengu vel. „Við gerum einhverskonar þarfagreiningu og finnum út hvað við viljum bæta í okkar samfélagi og eins að sýna hvað við gerum vel og segjum þá um leið, hvað gerir okkar samfélög aðlaðandi,“ segir Gunnar. Í nýrri könnun um svefn landsmanna kemur m.a. fram að Sunnlendingar sofa lengst og allra best en það er stórt lýðheilsumál. „Já, þið komið afskaplega vel út varðandi svefninn enda finnur maður vel að það er glatt fólk á Suðurlandi og kröftugt, þannig að það er augljóslega að skila sér,“ segir Gígja. Alma, Gunnar Gunnarsson og Gígja Gunnarsdóttir þegar undirritunin fór fram á Borg í Grímsnes og Grafningshreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Grímsnes- og Grafningshreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Heilsa Sveitarstjórnarmál Svefn Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Öll sveitarfélögin í uppsveitum Árnessýslu eru nú orðin heilsueflandi samfélög eftir að Grímsnes og Grafningshreppur og Skeiða og Gnúpverjahreppur bættust í hópinn. Samkvæmt nýrri könnun kemur í ljós að Sunnlendingar sofa allra mest af landsmönnum en góður svefn er eitt af grundvallaratriði góðrar heilsu. Alma D. Möller, landlæknir og Gígja Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri heilsueflandi samfélaga hjá embætti Landlæknis heimsóttu forsvarsmenn Skeiða og Gnúpverjahrepps og Grímsnes og Grafningshrepps í vikunni þar sem þær skrifuðu undir samning við heimamenn um að sveitarfélögin gerðust heilsueflandi sveitarfélög. Það þýðir að sveitarfélögin fjögur í uppsveitum Árnessýslu eru öll orðin heilsueflandi sveitarfélög eða samfélög. Gígja segir að í dag búi 93,5% landsmanna í heilsueflandi samfélögum enda gangi verkefnið ótrúlega vel. Nemendur og starfsmenn Kerhólsskóla í Grímsnes og Grafningshreppi fögnuðu tímamótunum eftir undirskrift samningsins og stilltu sér upp í hópmyndatöku, ásamt forsvarsfólki verkefnisins.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Já, við erum afskaplega ánægð og þakklát hvað það hefur hlotið góðar viðtökur en það byggist fyrst og fremst á því að það eru sveitarfélögin sjálf sem sækja um að taka þátt og eru jákvæð. Það eru að myndast góðir hópar alls staðar og ólíkir aðilar að vinna saman hjá sveitarfélögunum, félagasamtökum og svo framvegis, þannig að við erum bara gríðarlega ánægð og þakklát, það eru mikil sóknarfæri í þessu,“ segir Gígja. Gunnar Gunnarsson er verkefnisstjóri heilsueflandi sveitarfélaga í uppsveitum Árnessýslu. Hann er mjög ánægður með hvað verkefnið gengu vel. „Við gerum einhverskonar þarfagreiningu og finnum út hvað við viljum bæta í okkar samfélagi og eins að sýna hvað við gerum vel og segjum þá um leið, hvað gerir okkar samfélög aðlaðandi,“ segir Gunnar. Í nýrri könnun um svefn landsmanna kemur m.a. fram að Sunnlendingar sofa lengst og allra best en það er stórt lýðheilsumál. „Já, þið komið afskaplega vel út varðandi svefninn enda finnur maður vel að það er glatt fólk á Suðurlandi og kröftugt, þannig að það er augljóslega að skila sér,“ segir Gígja. Alma, Gunnar Gunnarsson og Gígja Gunnarsdóttir þegar undirritunin fór fram á Borg í Grímsnes og Grafningshreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Grímsnes- og Grafningshreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Heilsa Sveitarstjórnarmál Svefn Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira