Slíðruðu sverðin í dómsal eftir sérstaklega hættulega líkamsárás Sylvía Hall skrifar 21. september 2020 22:04 Dómur var kveðinn upp í héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vísir/Vilhelm Sautján ára drengur var í dag dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi í héraðsdómi Reykjavíkur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Drengurinn stakk jafnaldra sinn eftir átök hverfahópa í Breiðholti í apríl á þessu ári. Árásin átti sér stað síðdegis fimmtudaginn 23. apríl. Árásarmaðurinn stakk brotaþola með hníf í vinstri öxl og hægra megin í brjóstkassa með þeim afleiðingum að hann hlaut skurði og lífshættulega áverka á lifur með blæðingu í kvið. Bæði árásarmaðurinn og brotaþoli eru sautján ára gamlir og voru þeir elstir af þeim sem tóku þátt í átökunum. Við meðferð málsins í héraði eru drengirnir þó sagðir hafa rætt saman og „slíðrað sverðin“ svo hvorki kæmi til frekari átaka milli þeirra né hópanna. Hamar, hnífur og hasskaup Að sögn ákærða hafði hann farið upp í Breiðholt til þess að kaupa hass ásamt öðrum drengjum. Í kjölfarið hafi brotaþoli komið á vespu og ráðist á hann ásamt öðrum dreng með hamri. Þá hafi ákærði tekið upp hníf til þess að verja sig. Hann kvaðst áður hafa orðið fyrir árás af hálfu brotaþola og þess vegna haft hníf meðferðis. Einhver illindi hafi verið á milli þeirra eftir að brotaþoli hafi beðið ákærða um símanúmer sem hann neitaði að gefa upp. Brotaþoli hafnaði því að hamar hefði komið við sögu og sagðist ekki hafa haft vopn meðferðis. Hann þekkti vissulega til árásarmannsins og þeir hefðu átt í deilum sín á milli, en engar líkamsárásir hefðu átt sér stað fyrr en þarna. Þá sagði hann ákærða hafa átt frumkvæðið að árásinni þegar hann reyndi tilefnislaust að stinga hnífnum í hálsinn á sér. Mikill fjöldi fólks var á vettvangi þegar lögreglu bar að garði eftir árásina. Þar á meðal var móðir drengsins sem hafði verið stunginn og hélt hún handklæði að kvið hans þar sem hann hafði verið stunginn. Drengurinn var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild. Drengurinn hlaut alvarlega áverka.Vísir/Vilhelm Handtekinn næsta dag Fjölmörg vitni lýstu atburðarásinni og sögðust hafa séð hóp drengja í átökum. Félagsmiðstöðvarstarfsmaður í hverfinu varð vitni að árásinni eftir að hann heyrði öskur og leit út. Þar hafi hann séð nokkra drengi í slagsmálum og einn þeirra hafi veist að öðrum með felgujárni eða harmi. Hann kannaðist þó ekki við þá sem tóku þátt í slagsmálunum en gerði lögreglu viðvart. Hjón sem keyrðu nærri vettvangi höfðu séð tvo drengi koma á vespu á miklum hraða inn á bílastæði. Ljóst væri að um tvo drengjahópa væri að ræða, hávær köll hafi borist frá þeim og mikil heift í samskiptunum. Einnig sáu þau dreng halda á hamri og sagði konan að um klaufhamar væri að ræða. Lögreglumaður sem gaf skýrslu fyrir dómi sagði lögreglu hafa lýst eftir drengnum eftir árásina. Hann hafi verið handtekinn næsta dag en rannsókn hafi leitt í ljós að árásina mætti rekja til átaka milli þessara hópa. Við meðferð málsins var litið til þess að ákærði er fæddur árið 2003 og hafði ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Árásin hafi þó verið sérstaklega hættuleg en ekki þótti unnt að slá því föstu að árásarmanninum hafi verið ljóst að líklegt væri að brotaþoli myndi hljóta bana af stungunni. Dómsmál Tengdar fréttir Pilturinn úrskurðaður í gæsluvarðhald Sautján ára piltur var úrskurðaður í sex daga gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í kvöld. 24. apríl 2020 20:30 Sautján ára piltur annan mánuð í gæsluvarðhaldi Sautján ára piltur, sem grunaður er um alvarlega líkamsárás, mun þurfa að sæta gæsluvarðhaldi til 25. júní næstkomandi. 28. maí 2020 16:16 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira
Sautján ára drengur var í dag dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi í héraðsdómi Reykjavíkur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Drengurinn stakk jafnaldra sinn eftir átök hverfahópa í Breiðholti í apríl á þessu ári. Árásin átti sér stað síðdegis fimmtudaginn 23. apríl. Árásarmaðurinn stakk brotaþola með hníf í vinstri öxl og hægra megin í brjóstkassa með þeim afleiðingum að hann hlaut skurði og lífshættulega áverka á lifur með blæðingu í kvið. Bæði árásarmaðurinn og brotaþoli eru sautján ára gamlir og voru þeir elstir af þeim sem tóku þátt í átökunum. Við meðferð málsins í héraði eru drengirnir þó sagðir hafa rætt saman og „slíðrað sverðin“ svo hvorki kæmi til frekari átaka milli þeirra né hópanna. Hamar, hnífur og hasskaup Að sögn ákærða hafði hann farið upp í Breiðholt til þess að kaupa hass ásamt öðrum drengjum. Í kjölfarið hafi brotaþoli komið á vespu og ráðist á hann ásamt öðrum dreng með hamri. Þá hafi ákærði tekið upp hníf til þess að verja sig. Hann kvaðst áður hafa orðið fyrir árás af hálfu brotaþola og þess vegna haft hníf meðferðis. Einhver illindi hafi verið á milli þeirra eftir að brotaþoli hafi beðið ákærða um símanúmer sem hann neitaði að gefa upp. Brotaþoli hafnaði því að hamar hefði komið við sögu og sagðist ekki hafa haft vopn meðferðis. Hann þekkti vissulega til árásarmannsins og þeir hefðu átt í deilum sín á milli, en engar líkamsárásir hefðu átt sér stað fyrr en þarna. Þá sagði hann ákærða hafa átt frumkvæðið að árásinni þegar hann reyndi tilefnislaust að stinga hnífnum í hálsinn á sér. Mikill fjöldi fólks var á vettvangi þegar lögreglu bar að garði eftir árásina. Þar á meðal var móðir drengsins sem hafði verið stunginn og hélt hún handklæði að kvið hans þar sem hann hafði verið stunginn. Drengurinn var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild. Drengurinn hlaut alvarlega áverka.Vísir/Vilhelm Handtekinn næsta dag Fjölmörg vitni lýstu atburðarásinni og sögðust hafa séð hóp drengja í átökum. Félagsmiðstöðvarstarfsmaður í hverfinu varð vitni að árásinni eftir að hann heyrði öskur og leit út. Þar hafi hann séð nokkra drengi í slagsmálum og einn þeirra hafi veist að öðrum með felgujárni eða harmi. Hann kannaðist þó ekki við þá sem tóku þátt í slagsmálunum en gerði lögreglu viðvart. Hjón sem keyrðu nærri vettvangi höfðu séð tvo drengi koma á vespu á miklum hraða inn á bílastæði. Ljóst væri að um tvo drengjahópa væri að ræða, hávær köll hafi borist frá þeim og mikil heift í samskiptunum. Einnig sáu þau dreng halda á hamri og sagði konan að um klaufhamar væri að ræða. Lögreglumaður sem gaf skýrslu fyrir dómi sagði lögreglu hafa lýst eftir drengnum eftir árásina. Hann hafi verið handtekinn næsta dag en rannsókn hafi leitt í ljós að árásina mætti rekja til átaka milli þessara hópa. Við meðferð málsins var litið til þess að ákærði er fæddur árið 2003 og hafði ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Árásin hafi þó verið sérstaklega hættuleg en ekki þótti unnt að slá því föstu að árásarmanninum hafi verið ljóst að líklegt væri að brotaþoli myndi hljóta bana af stungunni.
Dómsmál Tengdar fréttir Pilturinn úrskurðaður í gæsluvarðhald Sautján ára piltur var úrskurðaður í sex daga gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í kvöld. 24. apríl 2020 20:30 Sautján ára piltur annan mánuð í gæsluvarðhaldi Sautján ára piltur, sem grunaður er um alvarlega líkamsárás, mun þurfa að sæta gæsluvarðhaldi til 25. júní næstkomandi. 28. maí 2020 16:16 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira
Pilturinn úrskurðaður í gæsluvarðhald Sautján ára piltur var úrskurðaður í sex daga gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í kvöld. 24. apríl 2020 20:30
Sautján ára piltur annan mánuð í gæsluvarðhaldi Sautján ára piltur, sem grunaður er um alvarlega líkamsárás, mun þurfa að sæta gæsluvarðhaldi til 25. júní næstkomandi. 28. maí 2020 16:16