Romney tryggir meirihluta repúblikana fyrir dómaraefni Trump Kjartan Kjartansson skrifar 22. september 2020 14:40 Mitt Romney var talinn einn fárra repúblikana sem gæti lagst gegn því að staðfesta nýjan hæstaréttardómara fyrir kosningar. Hann var eini repúblikaninn sem greiddi atkvæði með því að Trump yrði sakfelldur fyrir embættisbrot í febrúar. AP/J. Scott Applewhite Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings virðast nú hafa tryggt sér atkvæði nógu margra þingmanna sinna til þess að geta staðfest dómaraefni Donalds Trump forseta til Hæstaréttar eftir að Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður frá Utah, sagði ætla að greiða atkvæði með því. Trump hefur þó enn ekki kynnt dómaraefni sitt. Augu allra voru á Romney sem var síðasti öldungadeildarþingmaður repúblikana sem mögulega var talinn geta lagst gegn því að nýr hæstaréttardómari yrði skipaður fyrir forsetakosningarnar 3. nóvember. Demókratar krefjast þess að beðið verði með það þar til eftir kosningar svo að kjósendur fái að hafa sitt að segja um ákvörðunina. Vísa þeir þar til þess að repúblikanar neituðu að greiða atkvæði um dómaraefni Baracks Obama, þáverandi forseta, þegar hæstaréttardómarasæti losnaði tíu mánuðum fyrir kosningarnar 2016 með þeim rökum að of skammt væri til kosninga. Susan Collins frá Maine og Lisa Murkowski frá Alaska höfðu lýst andstöðu við það en repúblikanar sem eiga í harðri baráttu um sæti sitt eins og Corey Garnder í Colorado og Chuck Grassley í Iowa styðja það. Repúblikanar eru með 53 þingmenn í öldungadeildinni gegn 47 demókrötum en einfaldur meirihluti dugir til þess að staðfesta hæstaréttardómara. Þeim dugir jafnframt fimmtíu atkvæði þar sem Mike Pence varaforseti getur greitt atkvæði ef pattstaða kemur upp. „Ef sá tilnefndi nær inn á gólf öldungadeildarinnar ætla ég mér að kjósa á grundvelli hæfni hans,“ sagði Romney í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag. Styðja dómaraefni sem ekki hefur verið tilnefnt AP-fréttastofan segir að þar með sé nær öruggt að Trump geti skipað nýjan hæstaréttardómara í stað Ruth Bader Ginsburg sem lést á föstudag. Íhaldsmenn verða þá með afgerandi meirihluta í réttinum, sex atkvæði gegn þremur frjálslyndari dómurum. Stefna Hæstaréttar, sem hefur mikil áhrif á bandarísk samfélagsmál, er þannig líkleg til að taka skarpa beygju til hægri til næstu áratuganna. Öldungadeildarþingmenn repúblikana hafa keppst við að lýsa því yfir að þeir muni greiða atkvæði með dómaraefni Trump jafnvel þó að enn liggi ekki fyrir hvert það verður. Forsetinn segist ætla að kynna það á laugardaginn og að hann ætli sér að velja konu. Fjórar til fimm konur eru sagðar koma til greina. Hæst ber þar nafn Amy Coney Barrett, alríkisdómara við áfrýjunardómstól 7. svæðis. Hún er aðeins 48 ára gömul og gæti því setið lífstíðarskipuð við Hæstarétt langt fram á þessa öld. Trump skipaði hana sem dómara árið 2017 en áður var hún lögfræðiprófessor við Notre Dame-háskóla. Hún er talin afar íhaldssöm og andstæðingur rétts kvenna til þungunarrofs. Trump er sagður hafa rætt um það hann væri að „geyma“ Barrett ef sæti Ginsburg opnaðist. Trump fundaði með Barret í Hvíta húsinu í gær en sagðist ætla að ræða við fleiri möguleg dómaraefni, þar á meðal Barböru Lagoa, dómara frá Flórída, sem einnig hefur verið nefnd oft sem mögulegur eftirmaður Ginsburg undanfarna daga. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Líklegt að Trump hafi nægan stuðning Repúblikana til að tilnefna í Hæstarétt Útlit er fyrir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hafi nægan stuðning Repúblikana í öldungadeildinni til þess að tilnefna nýjan dómara í Hæstarétt Bandaríkjanna eftir andlát Ruth Bader Ginsburg. 22. september 2020 08:22 Trump ætlar að tilnefna dómaraefni í þessari viku Dómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseti til að fylla autt sæti í Hæstarétti gæti verið kynnt þegar á föstudag eða laugardag, að sögn forsetans. 21. september 2020 14:37 Líklegur arftaki Ginsburg yrði með íhaldssömustu dómurunum Atkvæði nýs hæstaréttardómara í Bandaríkjunum gæti ráðið úrslitum í stórpólitískum málum, þar á meðal um réttinn til þungunarrofs og byssueignar, næstu áratugina. 21. september 2020 11:21 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings virðast nú hafa tryggt sér atkvæði nógu margra þingmanna sinna til þess að geta staðfest dómaraefni Donalds Trump forseta til Hæstaréttar eftir að Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður frá Utah, sagði ætla að greiða atkvæði með því. Trump hefur þó enn ekki kynnt dómaraefni sitt. Augu allra voru á Romney sem var síðasti öldungadeildarþingmaður repúblikana sem mögulega var talinn geta lagst gegn því að nýr hæstaréttardómari yrði skipaður fyrir forsetakosningarnar 3. nóvember. Demókratar krefjast þess að beðið verði með það þar til eftir kosningar svo að kjósendur fái að hafa sitt að segja um ákvörðunina. Vísa þeir þar til þess að repúblikanar neituðu að greiða atkvæði um dómaraefni Baracks Obama, þáverandi forseta, þegar hæstaréttardómarasæti losnaði tíu mánuðum fyrir kosningarnar 2016 með þeim rökum að of skammt væri til kosninga. Susan Collins frá Maine og Lisa Murkowski frá Alaska höfðu lýst andstöðu við það en repúblikanar sem eiga í harðri baráttu um sæti sitt eins og Corey Garnder í Colorado og Chuck Grassley í Iowa styðja það. Repúblikanar eru með 53 þingmenn í öldungadeildinni gegn 47 demókrötum en einfaldur meirihluti dugir til þess að staðfesta hæstaréttardómara. Þeim dugir jafnframt fimmtíu atkvæði þar sem Mike Pence varaforseti getur greitt atkvæði ef pattstaða kemur upp. „Ef sá tilnefndi nær inn á gólf öldungadeildarinnar ætla ég mér að kjósa á grundvelli hæfni hans,“ sagði Romney í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag. Styðja dómaraefni sem ekki hefur verið tilnefnt AP-fréttastofan segir að þar með sé nær öruggt að Trump geti skipað nýjan hæstaréttardómara í stað Ruth Bader Ginsburg sem lést á föstudag. Íhaldsmenn verða þá með afgerandi meirihluta í réttinum, sex atkvæði gegn þremur frjálslyndari dómurum. Stefna Hæstaréttar, sem hefur mikil áhrif á bandarísk samfélagsmál, er þannig líkleg til að taka skarpa beygju til hægri til næstu áratuganna. Öldungadeildarþingmenn repúblikana hafa keppst við að lýsa því yfir að þeir muni greiða atkvæði með dómaraefni Trump jafnvel þó að enn liggi ekki fyrir hvert það verður. Forsetinn segist ætla að kynna það á laugardaginn og að hann ætli sér að velja konu. Fjórar til fimm konur eru sagðar koma til greina. Hæst ber þar nafn Amy Coney Barrett, alríkisdómara við áfrýjunardómstól 7. svæðis. Hún er aðeins 48 ára gömul og gæti því setið lífstíðarskipuð við Hæstarétt langt fram á þessa öld. Trump skipaði hana sem dómara árið 2017 en áður var hún lögfræðiprófessor við Notre Dame-háskóla. Hún er talin afar íhaldssöm og andstæðingur rétts kvenna til þungunarrofs. Trump er sagður hafa rætt um það hann væri að „geyma“ Barrett ef sæti Ginsburg opnaðist. Trump fundaði með Barret í Hvíta húsinu í gær en sagðist ætla að ræða við fleiri möguleg dómaraefni, þar á meðal Barböru Lagoa, dómara frá Flórída, sem einnig hefur verið nefnd oft sem mögulegur eftirmaður Ginsburg undanfarna daga.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Líklegt að Trump hafi nægan stuðning Repúblikana til að tilnefna í Hæstarétt Útlit er fyrir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hafi nægan stuðning Repúblikana í öldungadeildinni til þess að tilnefna nýjan dómara í Hæstarétt Bandaríkjanna eftir andlát Ruth Bader Ginsburg. 22. september 2020 08:22 Trump ætlar að tilnefna dómaraefni í þessari viku Dómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseti til að fylla autt sæti í Hæstarétti gæti verið kynnt þegar á föstudag eða laugardag, að sögn forsetans. 21. september 2020 14:37 Líklegur arftaki Ginsburg yrði með íhaldssömustu dómurunum Atkvæði nýs hæstaréttardómara í Bandaríkjunum gæti ráðið úrslitum í stórpólitískum málum, þar á meðal um réttinn til þungunarrofs og byssueignar, næstu áratugina. 21. september 2020 11:21 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Líklegt að Trump hafi nægan stuðning Repúblikana til að tilnefna í Hæstarétt Útlit er fyrir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hafi nægan stuðning Repúblikana í öldungadeildinni til þess að tilnefna nýjan dómara í Hæstarétt Bandaríkjanna eftir andlát Ruth Bader Ginsburg. 22. september 2020 08:22
Trump ætlar að tilnefna dómaraefni í þessari viku Dómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseti til að fylla autt sæti í Hæstarétti gæti verið kynnt þegar á föstudag eða laugardag, að sögn forsetans. 21. september 2020 14:37
Líklegur arftaki Ginsburg yrði með íhaldssömustu dómurunum Atkvæði nýs hæstaréttardómara í Bandaríkjunum gæti ráðið úrslitum í stórpólitískum málum, þar á meðal um réttinn til þungunarrofs og byssueignar, næstu áratugina. 21. september 2020 11:21