Horfðu til sóttvarna á líkamsræktarstöðvum við mat á hve margir fóru í sóttkví Birgir Olgeirsson skrifar 23. september 2020 11:03 Talsverður munur var á hve margir fóru í sóttkví eftir líkamsræktarferð á Akranesi og í World Class. Chase Kinney Hjúkrunarfræðingur smitrakningateymisins segir að horfa verða til hvernig sóttvörnum er háttað þegar lagt er mat á það hve margir þurfa að fara í sóttkví. Þetta segir hjúkrunarfræðingurinn vegna tveggja atvika í líkamsræktarstöðvum þar sem smitaður einstaklingur hafði verið. Annars vegar atvik þar sem smitaður einstaklingur fór í líkamsræktarsal á Akranesi fyrir viku. Setja þurfti 175 í sóttkví. Á föstudag reyndist smitaður einstaklingur hafa verið í líkamsræktartíma í World Class í Laugum. Vegna sóttvarna á stöðinni þótti smitrakningateyminu ekki ástæða til að senda starfsfólk eða iðkendur í sóttkví fyrir utan félaga sem áttu í samskiptum utan líkamsræktartímans. „Við horfum til margra þátta,“ segir Þorbjörg Inga Þorsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá smitrakningateyminu, spurð út í hvernig staðið er að mati á hversu margir þurfa að fara í sóttkví. „Við horfum sérstaklega til þess hvernig sóttvörnum er háttað innan staðarins og hvort þeim sé fylgt eftir og svo framvegis,“ segir Þorbjörg. Hún vildi ekki tjá sig um einstaka mál, en sagði þó að ef setja þyrfti marga í sóttkví vegna smits þá hafi ýmislegt vantað upp á varðandi sóttvarnir. „Aðgengi að sprittbrúsum og slíku kannski ekki nægjanlegt. Kannski eru of margir á sama stað í of litlu rými, margir sameiginlegir snertifletir og ekki vel þrifið á milli einstaklinga og svo framvegis,“ segir Þorbjörg. Hún segir smitrakningateymið einnig byggja mat sitt á samtali við rekstraraðila. „Við setjum fleiri í sóttkví ef okkur finnst eitthvað ábótavant. Við erum líka komin með ákveðna reynslu og þekkingu sem við horfum til.“ Hún segir samtölin við rekstraraðila hafa gengið vel. „Þeir skilja alveg tilganginn með þessu og vinna þetta verkefni með okkur af heilum hug.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Líkamsræktarstöðvar Reykjavík Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Hjúkrunarfræðingur smitrakningateymisins segir að horfa verða til hvernig sóttvörnum er háttað þegar lagt er mat á það hve margir þurfa að fara í sóttkví. Þetta segir hjúkrunarfræðingurinn vegna tveggja atvika í líkamsræktarstöðvum þar sem smitaður einstaklingur hafði verið. Annars vegar atvik þar sem smitaður einstaklingur fór í líkamsræktarsal á Akranesi fyrir viku. Setja þurfti 175 í sóttkví. Á föstudag reyndist smitaður einstaklingur hafa verið í líkamsræktartíma í World Class í Laugum. Vegna sóttvarna á stöðinni þótti smitrakningateyminu ekki ástæða til að senda starfsfólk eða iðkendur í sóttkví fyrir utan félaga sem áttu í samskiptum utan líkamsræktartímans. „Við horfum til margra þátta,“ segir Þorbjörg Inga Þorsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá smitrakningateyminu, spurð út í hvernig staðið er að mati á hversu margir þurfa að fara í sóttkví. „Við horfum sérstaklega til þess hvernig sóttvörnum er háttað innan staðarins og hvort þeim sé fylgt eftir og svo framvegis,“ segir Þorbjörg. Hún vildi ekki tjá sig um einstaka mál, en sagði þó að ef setja þyrfti marga í sóttkví vegna smits þá hafi ýmislegt vantað upp á varðandi sóttvarnir. „Aðgengi að sprittbrúsum og slíku kannski ekki nægjanlegt. Kannski eru of margir á sama stað í of litlu rými, margir sameiginlegir snertifletir og ekki vel þrifið á milli einstaklinga og svo framvegis,“ segir Þorbjörg. Hún segir smitrakningateymið einnig byggja mat sitt á samtali við rekstraraðila. „Við setjum fleiri í sóttkví ef okkur finnst eitthvað ábótavant. Við erum líka komin með ákveðna reynslu og þekkingu sem við horfum til.“ Hún segir samtölin við rekstraraðila hafa gengið vel. „Þeir skilja alveg tilganginn með þessu og vinna þetta verkefni með okkur af heilum hug.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Líkamsræktarstöðvar Reykjavík Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira