Hefurðu þyngst? Farðu varlega, það sést! Þóranna Hrönn Þórsdóttir skrifar 24. september 2020 11:30 Trúið mér, ég var mjög ánægð þegar ég sá að inn á Sjónvarp Símans Premium hafði verið settur fjöldinn allur af teiknimyndum. Ein af þeim er K3, teiknimynd leyfð öllum aldurshópum sem fjallar um 3 söngkonur sem lenda í ýmsum ævintýrum þegar þær eru ekki að halda tónleika... OK, ekki alveg teiknimynd að mínu skapi en ég fagnaði því að þarna væri komin teiknimynd með 3 stelpum í aðalhlutverkum. Sonur minn sá alla litina, tónlistina og gleðina í auglýsingu þáttanna og vildi ólmur horfa á þetta. Þar sem hann er 5 ára, þá horfir hann yfirleitt ekki á þætti í neinni sérstakri röð og stillti fyrst á þátt númer 12. Gott og vel. Ég gaf þessu ekki mikinn gaum í fyrstu en þegar aðalpersónan var við það að ná að bjarga flugvél frá því að hrapa, en tók pásu í miðjum klíðum til að naglalakka sig (!!), þá fór ég að fylgjast með þættinum af meiri alvöru. Þáttur 13 byrjaði strax í kjölfarið og mér gersamlega blöskraði. Í upphafi þáttarins má sjá tvær aðalpersónanna borða súkkulaðibitakökur og segja við þriðju aðalpersónuna sem situr fýld með fullan disk af agúrkum: „Heyrðu Kim, ert‘ekkert orðin þreytt á því að borða hrátt grænmeti í öll mál?“ Og Kim svarar „Oooohh, jú en ég þyngist um 5 kíló ef ég borða köku“. Strax á eftir er skipt yfir á hávaxna, sterkbyggða lífvörðinn þeirra sem heldur á ís í brauðformi og segir „Ég fitna aldrei!“. Þátturinn líður svo áfram með athugasemdum á borð við þessar: Leyniþjónustumaður við lífvörðinn: „Hefurðu þyngst? Farðu varlega, það sést!“ og „Komdu sæll X, sjá þig þú hefur grennst!“ Þar sem þetta er engan veginn í lagi skrifaði ég stutta ábendingu og sendi til Símans þar sem ég spurði hvort ekkert eftirlit væri með nýju barnaefni, ekki við innkaup, þýðingu, talsetningu hjá Myndform eða dagskrársetningu og bað þau að taka þættina úr sýningu. Samtímis lét ég Samtök um líkamsvirðingu vita sem tóku vel í þessa ábendingu frá mér. Svarið sem ég fékk svo frá Símanum var stutt og mér lofað að þetta yrði skoðað með dagskrárdeildinni. Síðan hafa liðið tæpar 3 vikur, serían er enn inni og líka þáttur 13 svo ég búin að gefast upp. Ég krefst þess því aftur, nú opinberlega, að Síminn taki seríuna K3 alfarið úr sýningu. Til vara krefst ég þess að starfsfólk Símans endurskoði alla 52 þættina af K3 og taki út alla þá sem innihalda niðrandi tal, fitufordóma, líkamsfyrirlitningu og annað sem getur skaðað unga áhorfendur. Ábending mín til Símans 5. september sl.: „Ég vil benda á hræðilegar fyrirmyndir sem persónurnar eru í K3 teiknimyndunum sem þið tókuð nýlega í sýningu. 3 kvenhetjur - frábært! En þetta litla sem ég hef horft á þetta með syni mínum hefur sýnt hversu óvandað barnaefni þetta er. Einn þáttur (13) hefst t.d. á atriði þar sem tvær þeirra eru að gæða sér á köku og sú þriðja er voðalega óhamingjusöm að borða gúrku og segir „ég þyngist um 5 kíló ef ég fæ mér köku!“ Í þætti 12 eru þær að bjarga flugvél sem er að hrapa, en ekki fyrr en ein er búin að naglalakka sig... Í þætti 13 segir einn maður við annan „Hefurðu þyngst? Gættu þín, það sést.“ Dæmin eru óteljandi og eina ástæðan fyrir að ég horfi á þetta er því 5 ára sonur minn elskar þetta en ég treysti honum ekki til að horfa á þetta einum. Ég hreinlega skil ekki að árið 2020 sé verið að velja svona efni. Er enginn sem staldrar við í talsetningunni eða eitthvað? Ég óska þess að þið takið þættina úr Sjónvarpi Símans. Svar til mín frá Símanum 7. september sl.: Sæl Þóranna, Kærar þakkir fyrir góða og gilda ábendingu varðandi barnaefnið K3. Við munum skoða þetta vel með dagskrárdeildinni okkar. Bestu kveðjur, Ingibjörg Ég ákvað síðan að taka stikkprufur, tvo þætti í sitthvorum endanum á seríunni og ástandið er ekki mikið skárra þar. Ég hef það bara ekki í mér að horfa á fleiri þætti. Þáttur 1: Ein af þremur aðalpersónum raular lag en fattar ekki alveg hvaðan hún þekkir það. Henni er þá bent á að þetta sé eitt af K3-karókílögunum og segir: „Guð, heimskulegt af mér.“ K3 er boðið á þjóðlagahátíð í Transylvaníu og ein svarar: „Í Transylvaníu? Klæða strákar sig eins og stelpur þar?“ Þáttur 45: Þátturinn heitir „Með tvo í takinu“ Tveir strákar úr hljómsveitinni 2D eru báðir skotnir í Kötu í K3. Berjast um hylli hennar og ást. Hún vill ekkert með þá hafa meðan hinar stelpurnar í K3 sjá ekki sólina fyrir þeim. Lífvörðurinn segir, „þessir tveir eru hættulegir Kötu“ og Kim segir: „mér finnst þetta sætt“. Þær gera síðan lítið úr Kötu til að reyna að losa hana við strákana með því að segja þeim að uppáhaldsbókin hennar sé skammtafræði og sýna myndir af henni tannbursta sig og hnerra. En Davíð elskar hana „þó að hún sé ljót“... Svo „læknast“ hann af ástsýkinni og segir glætan að hann sé ennþá hrifinn af Kötu, „þú veist ég er hrifnari af ljóskum“. Höfundur er móðir. Uppfært: Eftirfarandi skilaboð bárust Þórunni frá upplýsingafulltrúa Símans í kjölfar skrifa hennar. Hæ Þóranna og takk fyrir ábendinguna og að ýta aftur við okkur. Þetta er hárrétt ábending sem við höfum tekið til okkar og efnið er nú farið út úr Sjónvarpi Símans. Þættirnir innihalda orðfæri sem ekki á erindi til ungra og áhrifagjarna áhorfenda og því höfum við tekið þá úr sýningu. kveðja, Guðmundur hjá Símanum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bíó og sjónvarp Börn og uppeldi Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Trúið mér, ég var mjög ánægð þegar ég sá að inn á Sjónvarp Símans Premium hafði verið settur fjöldinn allur af teiknimyndum. Ein af þeim er K3, teiknimynd leyfð öllum aldurshópum sem fjallar um 3 söngkonur sem lenda í ýmsum ævintýrum þegar þær eru ekki að halda tónleika... OK, ekki alveg teiknimynd að mínu skapi en ég fagnaði því að þarna væri komin teiknimynd með 3 stelpum í aðalhlutverkum. Sonur minn sá alla litina, tónlistina og gleðina í auglýsingu þáttanna og vildi ólmur horfa á þetta. Þar sem hann er 5 ára, þá horfir hann yfirleitt ekki á þætti í neinni sérstakri röð og stillti fyrst á þátt númer 12. Gott og vel. Ég gaf þessu ekki mikinn gaum í fyrstu en þegar aðalpersónan var við það að ná að bjarga flugvél frá því að hrapa, en tók pásu í miðjum klíðum til að naglalakka sig (!!), þá fór ég að fylgjast með þættinum af meiri alvöru. Þáttur 13 byrjaði strax í kjölfarið og mér gersamlega blöskraði. Í upphafi þáttarins má sjá tvær aðalpersónanna borða súkkulaðibitakökur og segja við þriðju aðalpersónuna sem situr fýld með fullan disk af agúrkum: „Heyrðu Kim, ert‘ekkert orðin þreytt á því að borða hrátt grænmeti í öll mál?“ Og Kim svarar „Oooohh, jú en ég þyngist um 5 kíló ef ég borða köku“. Strax á eftir er skipt yfir á hávaxna, sterkbyggða lífvörðinn þeirra sem heldur á ís í brauðformi og segir „Ég fitna aldrei!“. Þátturinn líður svo áfram með athugasemdum á borð við þessar: Leyniþjónustumaður við lífvörðinn: „Hefurðu þyngst? Farðu varlega, það sést!“ og „Komdu sæll X, sjá þig þú hefur grennst!“ Þar sem þetta er engan veginn í lagi skrifaði ég stutta ábendingu og sendi til Símans þar sem ég spurði hvort ekkert eftirlit væri með nýju barnaefni, ekki við innkaup, þýðingu, talsetningu hjá Myndform eða dagskrársetningu og bað þau að taka þættina úr sýningu. Samtímis lét ég Samtök um líkamsvirðingu vita sem tóku vel í þessa ábendingu frá mér. Svarið sem ég fékk svo frá Símanum var stutt og mér lofað að þetta yrði skoðað með dagskrárdeildinni. Síðan hafa liðið tæpar 3 vikur, serían er enn inni og líka þáttur 13 svo ég búin að gefast upp. Ég krefst þess því aftur, nú opinberlega, að Síminn taki seríuna K3 alfarið úr sýningu. Til vara krefst ég þess að starfsfólk Símans endurskoði alla 52 þættina af K3 og taki út alla þá sem innihalda niðrandi tal, fitufordóma, líkamsfyrirlitningu og annað sem getur skaðað unga áhorfendur. Ábending mín til Símans 5. september sl.: „Ég vil benda á hræðilegar fyrirmyndir sem persónurnar eru í K3 teiknimyndunum sem þið tókuð nýlega í sýningu. 3 kvenhetjur - frábært! En þetta litla sem ég hef horft á þetta með syni mínum hefur sýnt hversu óvandað barnaefni þetta er. Einn þáttur (13) hefst t.d. á atriði þar sem tvær þeirra eru að gæða sér á köku og sú þriðja er voðalega óhamingjusöm að borða gúrku og segir „ég þyngist um 5 kíló ef ég fæ mér köku!“ Í þætti 12 eru þær að bjarga flugvél sem er að hrapa, en ekki fyrr en ein er búin að naglalakka sig... Í þætti 13 segir einn maður við annan „Hefurðu þyngst? Gættu þín, það sést.“ Dæmin eru óteljandi og eina ástæðan fyrir að ég horfi á þetta er því 5 ára sonur minn elskar þetta en ég treysti honum ekki til að horfa á þetta einum. Ég hreinlega skil ekki að árið 2020 sé verið að velja svona efni. Er enginn sem staldrar við í talsetningunni eða eitthvað? Ég óska þess að þið takið þættina úr Sjónvarpi Símans. Svar til mín frá Símanum 7. september sl.: Sæl Þóranna, Kærar þakkir fyrir góða og gilda ábendingu varðandi barnaefnið K3. Við munum skoða þetta vel með dagskrárdeildinni okkar. Bestu kveðjur, Ingibjörg Ég ákvað síðan að taka stikkprufur, tvo þætti í sitthvorum endanum á seríunni og ástandið er ekki mikið skárra þar. Ég hef það bara ekki í mér að horfa á fleiri þætti. Þáttur 1: Ein af þremur aðalpersónum raular lag en fattar ekki alveg hvaðan hún þekkir það. Henni er þá bent á að þetta sé eitt af K3-karókílögunum og segir: „Guð, heimskulegt af mér.“ K3 er boðið á þjóðlagahátíð í Transylvaníu og ein svarar: „Í Transylvaníu? Klæða strákar sig eins og stelpur þar?“ Þáttur 45: Þátturinn heitir „Með tvo í takinu“ Tveir strákar úr hljómsveitinni 2D eru báðir skotnir í Kötu í K3. Berjast um hylli hennar og ást. Hún vill ekkert með þá hafa meðan hinar stelpurnar í K3 sjá ekki sólina fyrir þeim. Lífvörðurinn segir, „þessir tveir eru hættulegir Kötu“ og Kim segir: „mér finnst þetta sætt“. Þær gera síðan lítið úr Kötu til að reyna að losa hana við strákana með því að segja þeim að uppáhaldsbókin hennar sé skammtafræði og sýna myndir af henni tannbursta sig og hnerra. En Davíð elskar hana „þó að hún sé ljót“... Svo „læknast“ hann af ástsýkinni og segir glætan að hann sé ennþá hrifinn af Kötu, „þú veist ég er hrifnari af ljóskum“. Höfundur er móðir. Uppfært: Eftirfarandi skilaboð bárust Þórunni frá upplýsingafulltrúa Símans í kjölfar skrifa hennar. Hæ Þóranna og takk fyrir ábendinguna og að ýta aftur við okkur. Þetta er hárrétt ábending sem við höfum tekið til okkar og efnið er nú farið út úr Sjónvarpi Símans. Þættirnir innihalda orðfæri sem ekki á erindi til ungra og áhrifagjarna áhorfenda og því höfum við tekið þá úr sýningu. kveðja, Guðmundur hjá Símanum
„Ég vil benda á hræðilegar fyrirmyndir sem persónurnar eru í K3 teiknimyndunum sem þið tókuð nýlega í sýningu. 3 kvenhetjur - frábært! En þetta litla sem ég hef horft á þetta með syni mínum hefur sýnt hversu óvandað barnaefni þetta er. Einn þáttur (13) hefst t.d. á atriði þar sem tvær þeirra eru að gæða sér á köku og sú þriðja er voðalega óhamingjusöm að borða gúrku og segir „ég þyngist um 5 kíló ef ég fæ mér köku!“ Í þætti 12 eru þær að bjarga flugvél sem er að hrapa, en ekki fyrr en ein er búin að naglalakka sig... Í þætti 13 segir einn maður við annan „Hefurðu þyngst? Gættu þín, það sést.“ Dæmin eru óteljandi og eina ástæðan fyrir að ég horfi á þetta er því 5 ára sonur minn elskar þetta en ég treysti honum ekki til að horfa á þetta einum. Ég hreinlega skil ekki að árið 2020 sé verið að velja svona efni. Er enginn sem staldrar við í talsetningunni eða eitthvað? Ég óska þess að þið takið þættina úr Sjónvarpi Símans.
Sæl Þóranna, Kærar þakkir fyrir góða og gilda ábendingu varðandi barnaefnið K3. Við munum skoða þetta vel með dagskrárdeildinni okkar. Bestu kveðjur, Ingibjörg
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun