Opna ísbúð á Granda: Mitt á milli deserts og bragðarefs Atli Ísleifsson skrifar 24. september 2020 13:52 Kjartan Gíslason, súkkulaðigerðarmaður hjá Omnom, segir hugmyndina um ísbúð hafa verið lengi á teikniborðinu. Vísir/Vilhelm „Við ákváðum að láta verða af hugmynd sem við höfum verið með á teikniborðinu ansi lengi. Það var svo kannski Covid-ástandið sem varð til þess að við settum í fjórða gír með þetta verkefni.“ Þetta segir Kjartan Gíslason, súkkulaðigerðarmaður og annar stofnandi súkkulaðigerðarinnar Omnom, en til stendur að opna ísbúð í rýminu fyrir framan súkkulaðigerðina við Hólmaslóð á Granda í Reykjavík á morgun, Kjartan segir að Omnom hafi verið með verslun við Hólmaslóð allt frá því að súkkulaðigerðin flutti þangað árið 2016. „Síðan í maí hefur henni hins vegar verið sjálflokað þar sem það hefur ekki verið neinn straumur hingað niður eftir. Þá fórum við að ræða það, við félagarnir, að núna væri kannski rétti tíminn til að skella í eina ísbúð.“ Frestuðu opnun vegna annarrar bylgjunnar Kjartan segir að forsvarsmenn súkkulaðigerðarinnar hafi opnað „pop-up“ ísbúð á þjóðhátíðardeginn 17. júní, meðal annars til að kanna hver viðbrögðin yrðu og þá hafi hafi verið um 500 manns fyrir utan. „Við ætluðum svo að opna í kringum verslunarmannahelgi, í kringum Pride, en svo kom bakslag í allt aftur svo við ákváðum að bíða aðeins með þetta. En síðustu tvær helgar höfum við verið með svona „mjúka opnun“ og verðum með aftur núna um helgina. Svo verðum við vonandi komin á fullt fjör frá og með næstu viku.“ Kjartan Gíslason og Hildur Halldórsdóttir, rekstrarstjóri Omnom.Vísir/vilhelm Mitt á milli deserts á veitingastað og bragðarefs Kjartan segir hugmyndina hafa verið að vera með ísbúð og vera með ísrétti. „Við erum kannski ekki að bjóða upp á þetta klassíska sem flestar ísbúðir eru að bjóða uppi, heldur verðum við einhvers staðar á bilinu veitingaeftirréttur og yfir í bragðaref. Eins og staðan er nú þá erum við ekki að framleiða ísinn sjálf en stefnum á að gera það þegar fram í sækir. Það er draumurinn að geta fiktað aðeins meira með hann. Núna erum við aðallega að búa til sósur, kurl og sælgæti til að seta ofan á. Þetta verða þá réttir sem eru innblásnir af súkkulaðistykkjunum okkar.“ Kjartan segir að síðustu „mjúku opnanirnar“ verði á morgun frá 16 til 22 og svo aftur um helgina, frá 14 til 22. „Svo verðum við fyrst með eftirmiðdagsopnanir á meðan við erum að koma okkur af stað,“ segir Kjartan. Verslun Veitingastaðir Ís Matur Reykjavík Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
„Við ákváðum að láta verða af hugmynd sem við höfum verið með á teikniborðinu ansi lengi. Það var svo kannski Covid-ástandið sem varð til þess að við settum í fjórða gír með þetta verkefni.“ Þetta segir Kjartan Gíslason, súkkulaðigerðarmaður og annar stofnandi súkkulaðigerðarinnar Omnom, en til stendur að opna ísbúð í rýminu fyrir framan súkkulaðigerðina við Hólmaslóð á Granda í Reykjavík á morgun, Kjartan segir að Omnom hafi verið með verslun við Hólmaslóð allt frá því að súkkulaðigerðin flutti þangað árið 2016. „Síðan í maí hefur henni hins vegar verið sjálflokað þar sem það hefur ekki verið neinn straumur hingað niður eftir. Þá fórum við að ræða það, við félagarnir, að núna væri kannski rétti tíminn til að skella í eina ísbúð.“ Frestuðu opnun vegna annarrar bylgjunnar Kjartan segir að forsvarsmenn súkkulaðigerðarinnar hafi opnað „pop-up“ ísbúð á þjóðhátíðardeginn 17. júní, meðal annars til að kanna hver viðbrögðin yrðu og þá hafi hafi verið um 500 manns fyrir utan. „Við ætluðum svo að opna í kringum verslunarmannahelgi, í kringum Pride, en svo kom bakslag í allt aftur svo við ákváðum að bíða aðeins með þetta. En síðustu tvær helgar höfum við verið með svona „mjúka opnun“ og verðum með aftur núna um helgina. Svo verðum við vonandi komin á fullt fjör frá og með næstu viku.“ Kjartan Gíslason og Hildur Halldórsdóttir, rekstrarstjóri Omnom.Vísir/vilhelm Mitt á milli deserts á veitingastað og bragðarefs Kjartan segir hugmyndina hafa verið að vera með ísbúð og vera með ísrétti. „Við erum kannski ekki að bjóða upp á þetta klassíska sem flestar ísbúðir eru að bjóða uppi, heldur verðum við einhvers staðar á bilinu veitingaeftirréttur og yfir í bragðaref. Eins og staðan er nú þá erum við ekki að framleiða ísinn sjálf en stefnum á að gera það þegar fram í sækir. Það er draumurinn að geta fiktað aðeins meira með hann. Núna erum við aðallega að búa til sósur, kurl og sælgæti til að seta ofan á. Þetta verða þá réttir sem eru innblásnir af súkkulaðistykkjunum okkar.“ Kjartan segir að síðustu „mjúku opnanirnar“ verði á morgun frá 16 til 22 og svo aftur um helgina, frá 14 til 22. „Svo verðum við fyrst með eftirmiðdagsopnanir á meðan við erum að koma okkur af stað,“ segir Kjartan.
Verslun Veitingastaðir Ís Matur Reykjavík Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira