Ballarin skoðar réttarstöðu sína eftir hlutafjárútboð Icelandair Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. september 2020 06:35 Michelle Ballarin tók þátt í hlutafjárútboði Icelandair en stjórn félagsins tók ekki tilboðinu. Ballarin hyggst leita réttar síns. Vísir Bandaríski fjárfestirinn Michelle Ballarin skoðar nú réttarstöðu sína í kjölfar þess að tilboði hennar í hlutafjárútboði Icelandair, sem lauk í liðinni viku, var ekki tekið. Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður Ballarin hér á landi, telur að hún hafi verið beitt mismunun í útboðinu og að líklega hafi aðrir þættir en fjárhagslegir hagsmunir ráðið afstöðu til tilboðsins. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag. Það vakti töluverða athygli þegar Ballarin kom til landsins í síðustu viku til þess að taka þátt í útboðinu. Tilboð hennar hljóðaði upp á sjö milljarða króna en á föstudag greindu fjölmiðlar frá því að stjórn Icelandair hefði hafnað tilboði Ballarin. Páll Ágúst segir í viðtali við Fréttablaðið að það sé ekki einu sinni hægt að segja að tilboði Ballarin hafi verið hafnað. „Því var einfaldlega ekki svarað,“ segir hann. Það hafi komið honum á óvart hversu ófaglega málsmeðferð Ballarin fékk í útboðinu. „Ég þori að fullyrða að aðrir sjö þúsund þátttakendur í útboðinu hafi ekki verið krafðir um sams konar sönnun fyrir fjármögnun og hún,“ segir Páll Ágúst sem efast um að afstaða Icelandair til tilboðsins hafi aðeins byggt á fjárhagslegum forsendum. Varðandi hina meintu mismunun segir hann nauðsynlegt að upplýsa hvort umbjóðandi hans hafi setið við sama borð og aðrir sem þátt tóku í útboðinu. Þá þurfi þessi ákvörðun Icelandair, sem sé eitt stærsta fyrirtæki landsins og skráð á opinberan markað, að vera hafin yfir vafa. „Ég held að hér hafi bæði haft áhrif að umbjóðandi minn hefur skoðanir á flugrekstri og hefur tjáð sig um hvað henni finnst mega betur fara hjá fyrirtækinu og mögulega hugnast forsvarsmönnum fyrirtækisins ekki að stórir hluthafar þess hafi slíkar skoðanir. Okkur var einfaldlega ekkert svigrúm gefið til þess að sýna fram á greiðslugetu og í skjóli nætur eftir að útboðinu lauk var henni einfaldlega hent út ef marka má það sem við lásum í fjölmiðlum morguninn eftir,“ segir Páll Ágúst. Ekki er ljóst á þessari stundu hver næstu skref verða en lögmaðurinn segir réttarstöðu Ballarin til skoðunar og líklegt sé að hún muni sækja rétt sinn í takti við það sem lög leyfa. Icelandair Fréttir af flugi Markaðir Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira
Bandaríski fjárfestirinn Michelle Ballarin skoðar nú réttarstöðu sína í kjölfar þess að tilboði hennar í hlutafjárútboði Icelandair, sem lauk í liðinni viku, var ekki tekið. Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður Ballarin hér á landi, telur að hún hafi verið beitt mismunun í útboðinu og að líklega hafi aðrir þættir en fjárhagslegir hagsmunir ráðið afstöðu til tilboðsins. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag. Það vakti töluverða athygli þegar Ballarin kom til landsins í síðustu viku til þess að taka þátt í útboðinu. Tilboð hennar hljóðaði upp á sjö milljarða króna en á föstudag greindu fjölmiðlar frá því að stjórn Icelandair hefði hafnað tilboði Ballarin. Páll Ágúst segir í viðtali við Fréttablaðið að það sé ekki einu sinni hægt að segja að tilboði Ballarin hafi verið hafnað. „Því var einfaldlega ekki svarað,“ segir hann. Það hafi komið honum á óvart hversu ófaglega málsmeðferð Ballarin fékk í útboðinu. „Ég þori að fullyrða að aðrir sjö þúsund þátttakendur í útboðinu hafi ekki verið krafðir um sams konar sönnun fyrir fjármögnun og hún,“ segir Páll Ágúst sem efast um að afstaða Icelandair til tilboðsins hafi aðeins byggt á fjárhagslegum forsendum. Varðandi hina meintu mismunun segir hann nauðsynlegt að upplýsa hvort umbjóðandi hans hafi setið við sama borð og aðrir sem þátt tóku í útboðinu. Þá þurfi þessi ákvörðun Icelandair, sem sé eitt stærsta fyrirtæki landsins og skráð á opinberan markað, að vera hafin yfir vafa. „Ég held að hér hafi bæði haft áhrif að umbjóðandi minn hefur skoðanir á flugrekstri og hefur tjáð sig um hvað henni finnst mega betur fara hjá fyrirtækinu og mögulega hugnast forsvarsmönnum fyrirtækisins ekki að stórir hluthafar þess hafi slíkar skoðanir. Okkur var einfaldlega ekkert svigrúm gefið til þess að sýna fram á greiðslugetu og í skjóli nætur eftir að útboðinu lauk var henni einfaldlega hent út ef marka má það sem við lásum í fjölmiðlum morguninn eftir,“ segir Páll Ágúst. Ekki er ljóst á þessari stundu hver næstu skref verða en lögmaðurinn segir réttarstöðu Ballarin til skoðunar og líklegt sé að hún muni sækja rétt sinn í takti við það sem lög leyfa.
Icelandair Fréttir af flugi Markaðir Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira