Ballarin skoðar réttarstöðu sína eftir hlutafjárútboð Icelandair Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. september 2020 06:35 Michelle Ballarin tók þátt í hlutafjárútboði Icelandair en stjórn félagsins tók ekki tilboðinu. Ballarin hyggst leita réttar síns. Vísir Bandaríski fjárfestirinn Michelle Ballarin skoðar nú réttarstöðu sína í kjölfar þess að tilboði hennar í hlutafjárútboði Icelandair, sem lauk í liðinni viku, var ekki tekið. Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður Ballarin hér á landi, telur að hún hafi verið beitt mismunun í útboðinu og að líklega hafi aðrir þættir en fjárhagslegir hagsmunir ráðið afstöðu til tilboðsins. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag. Það vakti töluverða athygli þegar Ballarin kom til landsins í síðustu viku til þess að taka þátt í útboðinu. Tilboð hennar hljóðaði upp á sjö milljarða króna en á föstudag greindu fjölmiðlar frá því að stjórn Icelandair hefði hafnað tilboði Ballarin. Páll Ágúst segir í viðtali við Fréttablaðið að það sé ekki einu sinni hægt að segja að tilboði Ballarin hafi verið hafnað. „Því var einfaldlega ekki svarað,“ segir hann. Það hafi komið honum á óvart hversu ófaglega málsmeðferð Ballarin fékk í útboðinu. „Ég þori að fullyrða að aðrir sjö þúsund þátttakendur í útboðinu hafi ekki verið krafðir um sams konar sönnun fyrir fjármögnun og hún,“ segir Páll Ágúst sem efast um að afstaða Icelandair til tilboðsins hafi aðeins byggt á fjárhagslegum forsendum. Varðandi hina meintu mismunun segir hann nauðsynlegt að upplýsa hvort umbjóðandi hans hafi setið við sama borð og aðrir sem þátt tóku í útboðinu. Þá þurfi þessi ákvörðun Icelandair, sem sé eitt stærsta fyrirtæki landsins og skráð á opinberan markað, að vera hafin yfir vafa. „Ég held að hér hafi bæði haft áhrif að umbjóðandi minn hefur skoðanir á flugrekstri og hefur tjáð sig um hvað henni finnst mega betur fara hjá fyrirtækinu og mögulega hugnast forsvarsmönnum fyrirtækisins ekki að stórir hluthafar þess hafi slíkar skoðanir. Okkur var einfaldlega ekkert svigrúm gefið til þess að sýna fram á greiðslugetu og í skjóli nætur eftir að útboðinu lauk var henni einfaldlega hent út ef marka má það sem við lásum í fjölmiðlum morguninn eftir,“ segir Páll Ágúst. Ekki er ljóst á þessari stundu hver næstu skref verða en lögmaðurinn segir réttarstöðu Ballarin til skoðunar og líklegt sé að hún muni sækja rétt sinn í takti við það sem lög leyfa. Icelandair Fréttir af flugi Markaðir Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Viðskipti innlent Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Sjá meira
Bandaríski fjárfestirinn Michelle Ballarin skoðar nú réttarstöðu sína í kjölfar þess að tilboði hennar í hlutafjárútboði Icelandair, sem lauk í liðinni viku, var ekki tekið. Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður Ballarin hér á landi, telur að hún hafi verið beitt mismunun í útboðinu og að líklega hafi aðrir þættir en fjárhagslegir hagsmunir ráðið afstöðu til tilboðsins. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag. Það vakti töluverða athygli þegar Ballarin kom til landsins í síðustu viku til þess að taka þátt í útboðinu. Tilboð hennar hljóðaði upp á sjö milljarða króna en á föstudag greindu fjölmiðlar frá því að stjórn Icelandair hefði hafnað tilboði Ballarin. Páll Ágúst segir í viðtali við Fréttablaðið að það sé ekki einu sinni hægt að segja að tilboði Ballarin hafi verið hafnað. „Því var einfaldlega ekki svarað,“ segir hann. Það hafi komið honum á óvart hversu ófaglega málsmeðferð Ballarin fékk í útboðinu. „Ég þori að fullyrða að aðrir sjö þúsund þátttakendur í útboðinu hafi ekki verið krafðir um sams konar sönnun fyrir fjármögnun og hún,“ segir Páll Ágúst sem efast um að afstaða Icelandair til tilboðsins hafi aðeins byggt á fjárhagslegum forsendum. Varðandi hina meintu mismunun segir hann nauðsynlegt að upplýsa hvort umbjóðandi hans hafi setið við sama borð og aðrir sem þátt tóku í útboðinu. Þá þurfi þessi ákvörðun Icelandair, sem sé eitt stærsta fyrirtæki landsins og skráð á opinberan markað, að vera hafin yfir vafa. „Ég held að hér hafi bæði haft áhrif að umbjóðandi minn hefur skoðanir á flugrekstri og hefur tjáð sig um hvað henni finnst mega betur fara hjá fyrirtækinu og mögulega hugnast forsvarsmönnum fyrirtækisins ekki að stórir hluthafar þess hafi slíkar skoðanir. Okkur var einfaldlega ekkert svigrúm gefið til þess að sýna fram á greiðslugetu og í skjóli nætur eftir að útboðinu lauk var henni einfaldlega hent út ef marka má það sem við lásum í fjölmiðlum morguninn eftir,“ segir Páll Ágúst. Ekki er ljóst á þessari stundu hver næstu skref verða en lögmaðurinn segir réttarstöðu Ballarin til skoðunar og líklegt sé að hún muni sækja rétt sinn í takti við það sem lög leyfa.
Icelandair Fréttir af flugi Markaðir Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Viðskipti innlent Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Sjá meira
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent