Forsætisráðherra hyggst funda með aðilum vinnumarkaðarins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. september 2020 08:49 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ætlar að funda með aðilum vinnumarkaðarins vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í tengslum við forsendur lífskjarasamninganna og mat á því hvort þær séu brostnar eða ekki. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hyggst funda með aðilum vinnumarkaðarins til þess að fara yfir stöðuna. Þetta staðfestir hún í samtali við Vísi en segir ekki liggja fyrir hvenær fundurinn fer fram. Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands greinir á um hvort að forsendur lífskjarasamninganna séu brostnar eða ekki. SA líta svo á að forsendurnar hafi ekki haldið í ljósi þeirrar kreppu sem kórónuveirufaraldurinn hefur valdið. Því þurfi samningsaðilar að bregðast við. ASÍ telur aftur á móti að forsendurnar hafi haldið. SA mun því boða til allsherjaratkvæðagreiðslu á meðal aðildarfyrirtækja sinna um afstöðu þeirra til uppsagnar kjarasamninganna, sem taki þá gildi þann 1. október. Forsætisráðherra segir í viðtali við Morgunblaðið í dag að það sé ljóst að ef það stefni í átök á vinnumarkaði þá sé það mikið áhyggjuefni í þeirri stöðu sem blasir við í samfélaginu vegna faraldursins og afleiðinga hans. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði í fréttum Stöðvar 2 í vikunni að efnahagslegar forsendur fyrir kjarabata launþega væru foknar út í veður og vind. Kanna þyrfti hvort nauðsynlegt væri að fresta launahækkunum. Aðspurð hvort það sé ekki afstaða stjórnvalda að forsendur kjarasamninga séu brostnar segir Katrín við Morgunblaðið að sé aðilanna sjálfra að meta forsendurnar sín á milli: „Það liggur algjörlega fyrir að hvað stjórnvöld varðar þá teljum við okkur hafa staðið við allar þær yfirlýsingar sem við gáfum í tengslum við kjarasamninga. Við höfum lagt áherslu á það, að allt það sem við gáfum yfirlýsingu um hefur annaðhvort gengið eftir á samningstímanum eða er í vinnslu. En síðan er það auðvitað aðilanna sjálfra að meta forsendurnar sín á milli.“ Kjaramál Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hyggst funda með aðilum vinnumarkaðarins til þess að fara yfir stöðuna. Þetta staðfestir hún í samtali við Vísi en segir ekki liggja fyrir hvenær fundurinn fer fram. Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands greinir á um hvort að forsendur lífskjarasamninganna séu brostnar eða ekki. SA líta svo á að forsendurnar hafi ekki haldið í ljósi þeirrar kreppu sem kórónuveirufaraldurinn hefur valdið. Því þurfi samningsaðilar að bregðast við. ASÍ telur aftur á móti að forsendurnar hafi haldið. SA mun því boða til allsherjaratkvæðagreiðslu á meðal aðildarfyrirtækja sinna um afstöðu þeirra til uppsagnar kjarasamninganna, sem taki þá gildi þann 1. október. Forsætisráðherra segir í viðtali við Morgunblaðið í dag að það sé ljóst að ef það stefni í átök á vinnumarkaði þá sé það mikið áhyggjuefni í þeirri stöðu sem blasir við í samfélaginu vegna faraldursins og afleiðinga hans. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði í fréttum Stöðvar 2 í vikunni að efnahagslegar forsendur fyrir kjarabata launþega væru foknar út í veður og vind. Kanna þyrfti hvort nauðsynlegt væri að fresta launahækkunum. Aðspurð hvort það sé ekki afstaða stjórnvalda að forsendur kjarasamninga séu brostnar segir Katrín við Morgunblaðið að sé aðilanna sjálfra að meta forsendurnar sín á milli: „Það liggur algjörlega fyrir að hvað stjórnvöld varðar þá teljum við okkur hafa staðið við allar þær yfirlýsingar sem við gáfum í tengslum við kjarasamninga. Við höfum lagt áherslu á það, að allt það sem við gáfum yfirlýsingu um hefur annaðhvort gengið eftir á samningstímanum eða er í vinnslu. En síðan er það auðvitað aðilanna sjálfra að meta forsendurnar sín á milli.“
Kjaramál Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira