Sleginn yfir því hvernig skipum er fargað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. september 2020 13:24 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. vísir/vilhelm Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segist vera sleginn vegna þess sem fram kom í þætti Kveiks í gær þar sem fjallað var um sölu og niðurrif tveggja skipa Eimskips á Indlandi. „Maður er náttúrulega sleginn yfir þessu, sleginn yfir því að fyrirtæki í hinum vestræna heimi í iðnríkjunum skuli nýta sér neyð fólks með þessum hætti í þróunarlöndum, þar sem að umhverfismál eru fótum troðin og mannréttindi þessa fólks“, sagði Guðmundur beðinn um viðbrögð vegna þess sem fram kom í þætti Kveiks í gær, eftir ríkisstjórnarfund í dag. Í þættinum hélt forsvarmaður Shipbreaking Foundation, samtaka sem berjast fyrir því að tryggt sé að skipum sé fargað á öruggan og umhverfisvænan hátt, því meðal annars fram að Eimskip hafi brotið evrópska úrgangslöggjöf þegar skipin voru seld, til fyrirtækis að nafni GMS, en Eimskip hefur sagt að það félag hafi tekið ákvörðun um að senda skipin í niðurrif til Indlands. Skipin voru send til niðurrifs við Alang-ströndina í Indlandi en í umfjöllun BBC um Alang-ströndina frá því í mars kom fram að öryggi starfsmanna og mengunvarnir við endurvinnslu skipa væri ábótavant. Getur beitt sektum eða vísað til lögreglu, valdi seinni kostinn Guðmundur segir að Umhverfisstofnun hafi vísað málinu til Héraðssaksóknara sem mun skoða málið frekar. „Hvað þetta einstaka mál varðar, Eimskipa, þá hefur Umhverfisstofnun vísað málinu til Héraðssaksóknara til frekari skoðunar þannig að málið er komið í ferli hvað þetta atriði varðar.“ Munt þú beita þér eitthvað sérstaklega vegna þessa máls? „Þetta er það ferli sem að stjórnsýslan gerir ráð fyrir að Umhverfisstofnun hefur þessar valdheimildir samkvæmt lögum um úrgangsmál, að annaðhvort beita stjórnsýslusektum eða vísa þeim til lögreglu og stofnunin hefur kosið seinni farveginn.“ Guðmundur ræddi við Birgi Olgeirsson fréttamann eftir ríkisstjórnarfund í dag, viðtalið má sjá hér að neðan. Umhverfismál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segist vera sleginn vegna þess sem fram kom í þætti Kveiks í gær þar sem fjallað var um sölu og niðurrif tveggja skipa Eimskips á Indlandi. „Maður er náttúrulega sleginn yfir þessu, sleginn yfir því að fyrirtæki í hinum vestræna heimi í iðnríkjunum skuli nýta sér neyð fólks með þessum hætti í þróunarlöndum, þar sem að umhverfismál eru fótum troðin og mannréttindi þessa fólks“, sagði Guðmundur beðinn um viðbrögð vegna þess sem fram kom í þætti Kveiks í gær, eftir ríkisstjórnarfund í dag. Í þættinum hélt forsvarmaður Shipbreaking Foundation, samtaka sem berjast fyrir því að tryggt sé að skipum sé fargað á öruggan og umhverfisvænan hátt, því meðal annars fram að Eimskip hafi brotið evrópska úrgangslöggjöf þegar skipin voru seld, til fyrirtækis að nafni GMS, en Eimskip hefur sagt að það félag hafi tekið ákvörðun um að senda skipin í niðurrif til Indlands. Skipin voru send til niðurrifs við Alang-ströndina í Indlandi en í umfjöllun BBC um Alang-ströndina frá því í mars kom fram að öryggi starfsmanna og mengunvarnir við endurvinnslu skipa væri ábótavant. Getur beitt sektum eða vísað til lögreglu, valdi seinni kostinn Guðmundur segir að Umhverfisstofnun hafi vísað málinu til Héraðssaksóknara sem mun skoða málið frekar. „Hvað þetta einstaka mál varðar, Eimskipa, þá hefur Umhverfisstofnun vísað málinu til Héraðssaksóknara til frekari skoðunar þannig að málið er komið í ferli hvað þetta atriði varðar.“ Munt þú beita þér eitthvað sérstaklega vegna þessa máls? „Þetta er það ferli sem að stjórnsýslan gerir ráð fyrir að Umhverfisstofnun hefur þessar valdheimildir samkvæmt lögum um úrgangsmál, að annaðhvort beita stjórnsýslusektum eða vísa þeim til lögreglu og stofnunin hefur kosið seinni farveginn.“ Guðmundur ræddi við Birgi Olgeirsson fréttamann eftir ríkisstjórnarfund í dag, viðtalið má sjá hér að neðan.
Umhverfismál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira