Tólffaldur meistari á Opna franska, Rafael Nadal, segir að mótið í ár gæti orðið það erfiðasta sem hann hefur tekið þátt í.
Mótið hefst í París á morgun og stendur yfir allt þangað til 11. október. Yfirleitt fer mótið fram yfir sumarið en nú hefur því verið seinkað vegna kórónuveirunnar.
„Það er svo, svo kalt. Þetta gerir þetta erfitt fyrir alla,“ sagði Nadal og hélt áfram. „Aðstæðurnar eru ótrúlegar til þess að spila utandyra.“
„Aðstæðurnar hérna eru þær erfiðustu sem ég hef komist í kynni við af mörgum ástæðum.
Boltinn er öðruvísi. Hann er hægur og þungur. Það er mjög kalt. Undirbúningurinn hefur verið minni en áður af eðlilegum ástæðum.“
Það verður því fróðlegt að fylgjast með Nadal á leirnum en spáð er þrettán stiga hita á morgun og næstu viku fer hitastigið hæst í átján stig samkvæmt veðurspám.
"The weather is so, so cold."
— BBC Sport (@BBCSport) September 26, 2020
Twelve-time champion Rafael Nadal says this year's #FrenchOpen could be the "toughest" he has taken part in.
Full story: https://t.co/nETythAxxd#bbctennis #RolandGarros pic.twitter.com/2nn9wIOdKV