Það er nóg um að vera á sportstöðvum Stöðvar 2 í dag en alls verða átján beinar útsendingar í boði.
Fyrsta beina útsendingin verður frá Andorra þar sem MoraBanc Andorra fær Unicaja Malaga í heimsókn í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta.
Í kjölfarið tekur við fjölbreytt dagskrá. Sænskur kvennafótbolti, ítalskur karlafótbolti og evrópska mótaröðin í golfi sem fram fer í Dubai er á meðal dagskrárefnis.
Það er heil umferð í Pepsi-Max deild karla í dag og þrír leikir verða sýndir beint, KR-Fylkir, Grótta-KA og Valur-Breiðablik.