Diego Jota gerði sér lítið fyrir og skoraði í sínum fyrsta leik fyrir Englandsmeistara Liverpool er liðið lagði Arsenal 3-1 í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.
Englandsmeistarar Liverpool unnu öruggan 3-1 sigur á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Þrátt fyrir að lenda undir þá var sigur Liverpool í raun aldrei í hættu enda jöfnuðu þeir metin aðeins 147 sekúndum eftir að Alexandre Lacazette kom Skyttunum yfir.
Varamaðurinn Diego Jota skoraði sitt fyrsta mark í treyju Liverpool í sínum fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni fyrir félagið. Þar með varð portúgalski vængmaðurinn 13. leikmaður í sögu félagsins til að skora í sínum fyrsta úrvalsdeildarleik.
13 - Diogo Jota is the 13th player to score on his Premier League debut for Liverpool, and second to do so in a match against Arsenal, after Sadio Mane. Sweet. pic.twitter.com/1X4uWXQbwO
— OptaJoe (@OptaJoe) September 28, 2020
Síðustu tveir til að freka það eru þeir Mohamed Salah og Sadio Mané. Salah skoraði er hann spilaði við Watford í ágúst árið 2017. Ári áður skoraði Mané sitt fyrta mark fyrir félagið en það kom einnig gegn Arsenal.
The last three players to score on their Premier League debut for Liverpool:
— WhoScored.com (@WhoScored) September 28, 2020
1 ( )
2 Mohamed Salah vs Watford (Aug 2017)
3 Sadio Mane vs Arsenal (Aug 2016) pic.twitter.com/SpI9kvw6nj
Þegar þrjár umferðir eru búnar í ensku úrvalsdeildinni eru Liverpool með fullt hús stiga og ljóst að Englandsmeistararnir ætla sér ekki að gefa titilinn svo glatt frá sér.