Dómaraefni Trump tilheyrir trúarhópi sem er sagður kúga konur Kjartan Kjartansson skrifar 29. september 2020 11:38 Barrett, sem er heittrúaður kaþólikki, hefur fullyrt að hún muni ekki láta persónulegar trúarskoðanir sínar hafa áhrif á hvernig hún túlkar stjórnarskrá Bandaríkjanna sem hæstaréttardómari. AP/Alex Brandon Amy Coney Barrett, áfrýjunardómari sem Donald Trump Bandaríkjaforseti tilnefndi til hæstaréttar um helgina, er sögð tilheyra kristnum trúarhópi sem fyrrverandi félagar fullyrða að kenni að konur verði að vera undirgefnar eiginmönnum sínum. Stjórnendur hópsins neita að staðfesta hvort að Barrett og eiginmaður hennar séu félagar eða ekki. Trump forseti og aðrir repúblikanar hafa sakað demókrata um fordóma gegn kaþólikkum vegna þeirrar athygli sem trúarskoðanir Barrett hafa fengið í kringum tilnefningu hennar, fyrst sem áfrýjunardómara árið 2017 og nú sem æviskipað hæstaréttardómara. Barrett er strangtrúaður kaþólikki og andsnúin rétti kvenna til þungunarrofs. Við Notre Dame-háskólann þar sem Barrett var lagaprófessor tilheyrði hún hópi sem kallaði sig „Háskóladeild hlynnt lífi“ og skrifaði undir bréf til kaþólskra biskupa um „gildi mannlegs lífs frá getnaði til náttúrulegs dauða“ árið 2015. AP-fréttastofan segir nú frá því að Barrett hafi náin tengsl við kristinn trúarhóp sem nefnir sig „Lofsöngsfólkið“ [e. People of Praise]. Á meðal kennisetninga hópsins er að karlmenn séu skipaðir af guði sem „höfuð“ fjölskyldunnar og trúarinnar. Konum beri að vera eiginmönnum sínum undirgefnar, að sögn fyrrverandi félaga í hópnum. Lofsöngsfólkið er sagt byggja á kaþólskum grunni undir áhrifum frá hvítasunnusöfnuðum. Hópurinn leggi áherslu á persónulegt samband félaga við Jesús. Félagar eigi það til að tala í tungum. Mynd sem birtist af Barrett í tímariti Lofsöngsfólksins árið 2016. Hún var þá stödd á leiðtogaráðstefnu hópsins fyrir konur. Barrett hefur ekki tjáð sig um aðild sína að hópnum og talsmaður hans vill ekki staðfesta hvort hún sé félagi.AP/Lofsöngsfólkið Útskúfa fyrri félögum og ráðskast með líf fólks Talsmaður Lofsöngsfólksins vildi ekki staðfesta við AP að Barrett væri félagi. Náin tengsl hennar við hópinn benda þó til þess að hún tilheyri honum. Fjölskylda Barrett hefur rík tengsl við Lofsöngsfólkið og hún var sjálf stjórnarmaður í skóla á vegum hópsins árið 2017. Aðeins félagar í hópnum sitja í stjórn skólans. Tímarit um innra starf trúarhópsins hefur birt myndir og tilkynningar og minnst á Barrett og eiginmann hennar, Jesse, ítrekað undanfarin fimmtán ár. Fjölskylda eiginmanns hennar hefur verið virk í starfi hópsins í fjóra áratugi. AP segir að öll tölublöð tímaritsins hafi verið fjarlægð af vefsíðu hópsins á föstudag. Núverandi félagar sem AP ræddi við segja hópinn misskilinn. Hann gangi út á að byggja upp samfélag og sé einhvers konar „fjölskylda fjölskyldna“ sem veiti hver annarri stuðning í gegnum lífið. Aðrir sem hafa sagt skilið við hópinn draga upp dekkri mynd af honum. Innan hans ríki stíf stigskipting og alræðishyggja þar sem eiginmenn drottni yfir eiginkonum sínum og leiðtogar hópsins ráðskist til um líf félaga. Þeir sem yfirgefi hópinn séu útskúfaðir. Hæstiréttur tæki skarpa hægribeygju Barrett gat þess ekki að hún væri félagi í hópnum þegar hún var tilnefnd sem alríkisdómari árið 2017. Hún brást ekki við spurningum AP eða beiðnum um viðtal. Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings ætla sér að staðfesta Barrett í embætti fyrir kjördag. Búist er við því að umfjöllun dómsmálanefndar hennar um tilnefninguna hefjist um miðjan október og taki innan við viku. Íhaldsmenn við Hæstarétt Bandaríkjanna kæmust í afgerandi meirihluta með skipan Barrett. Þeir væru þá sex gegn þremur frjálslyndari dómurum. Líklegt er að skipan Barrett, sem er aðeins 48 ára gömul, sveigði hugmyndafræði réttarins verulega til hægri til næstu áratuganna. Hæstiréttur Bandaríkjanna Trúmál Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hugsanlegt að Roe gegn Wade verði tekið fyrir af Hæstarétti að nýju Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt að það sé hugsanlegt að dómurinn Roe gegn Wade frá árinu 1973 verði tekinn upp að nýju hjá Hæstarétti verði Amy Coney Barrett, tilnefning hans til Hæstaréttar, kosin til dómsins af öldungadeild Bandaríkjanna. 27. september 2020 21:42 Mesta íhaldssveifla í hæstaréttinum í áratugi Hugmyndafræði Hæstaréttar Bandaríkjanna er líklegt til að taka skarpa hægribeygju til næstu áratuganna eftir að Donald Trump forseti tilnefndi Amy Coney Barrett, íhaldssaman áfrýjunardómara, til að taka sæti Ruth Bader Ginsburg í gær. 27. september 2020 10:06 Barrett tilnefnd til Hæstaréttar Bandaríkjanna Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti rétt í þessu tilnefningu sína til Hæstaréttar Bandaríkjanna. 26. september 2020 21:09 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Amy Coney Barrett, áfrýjunardómari sem Donald Trump Bandaríkjaforseti tilnefndi til hæstaréttar um helgina, er sögð tilheyra kristnum trúarhópi sem fyrrverandi félagar fullyrða að kenni að konur verði að vera undirgefnar eiginmönnum sínum. Stjórnendur hópsins neita að staðfesta hvort að Barrett og eiginmaður hennar séu félagar eða ekki. Trump forseti og aðrir repúblikanar hafa sakað demókrata um fordóma gegn kaþólikkum vegna þeirrar athygli sem trúarskoðanir Barrett hafa fengið í kringum tilnefningu hennar, fyrst sem áfrýjunardómara árið 2017 og nú sem æviskipað hæstaréttardómara. Barrett er strangtrúaður kaþólikki og andsnúin rétti kvenna til þungunarrofs. Við Notre Dame-háskólann þar sem Barrett var lagaprófessor tilheyrði hún hópi sem kallaði sig „Háskóladeild hlynnt lífi“ og skrifaði undir bréf til kaþólskra biskupa um „gildi mannlegs lífs frá getnaði til náttúrulegs dauða“ árið 2015. AP-fréttastofan segir nú frá því að Barrett hafi náin tengsl við kristinn trúarhóp sem nefnir sig „Lofsöngsfólkið“ [e. People of Praise]. Á meðal kennisetninga hópsins er að karlmenn séu skipaðir af guði sem „höfuð“ fjölskyldunnar og trúarinnar. Konum beri að vera eiginmönnum sínum undirgefnar, að sögn fyrrverandi félaga í hópnum. Lofsöngsfólkið er sagt byggja á kaþólskum grunni undir áhrifum frá hvítasunnusöfnuðum. Hópurinn leggi áherslu á persónulegt samband félaga við Jesús. Félagar eigi það til að tala í tungum. Mynd sem birtist af Barrett í tímariti Lofsöngsfólksins árið 2016. Hún var þá stödd á leiðtogaráðstefnu hópsins fyrir konur. Barrett hefur ekki tjáð sig um aðild sína að hópnum og talsmaður hans vill ekki staðfesta hvort hún sé félagi.AP/Lofsöngsfólkið Útskúfa fyrri félögum og ráðskast með líf fólks Talsmaður Lofsöngsfólksins vildi ekki staðfesta við AP að Barrett væri félagi. Náin tengsl hennar við hópinn benda þó til þess að hún tilheyri honum. Fjölskylda Barrett hefur rík tengsl við Lofsöngsfólkið og hún var sjálf stjórnarmaður í skóla á vegum hópsins árið 2017. Aðeins félagar í hópnum sitja í stjórn skólans. Tímarit um innra starf trúarhópsins hefur birt myndir og tilkynningar og minnst á Barrett og eiginmann hennar, Jesse, ítrekað undanfarin fimmtán ár. Fjölskylda eiginmanns hennar hefur verið virk í starfi hópsins í fjóra áratugi. AP segir að öll tölublöð tímaritsins hafi verið fjarlægð af vefsíðu hópsins á föstudag. Núverandi félagar sem AP ræddi við segja hópinn misskilinn. Hann gangi út á að byggja upp samfélag og sé einhvers konar „fjölskylda fjölskyldna“ sem veiti hver annarri stuðning í gegnum lífið. Aðrir sem hafa sagt skilið við hópinn draga upp dekkri mynd af honum. Innan hans ríki stíf stigskipting og alræðishyggja þar sem eiginmenn drottni yfir eiginkonum sínum og leiðtogar hópsins ráðskist til um líf félaga. Þeir sem yfirgefi hópinn séu útskúfaðir. Hæstiréttur tæki skarpa hægribeygju Barrett gat þess ekki að hún væri félagi í hópnum þegar hún var tilnefnd sem alríkisdómari árið 2017. Hún brást ekki við spurningum AP eða beiðnum um viðtal. Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings ætla sér að staðfesta Barrett í embætti fyrir kjördag. Búist er við því að umfjöllun dómsmálanefndar hennar um tilnefninguna hefjist um miðjan október og taki innan við viku. Íhaldsmenn við Hæstarétt Bandaríkjanna kæmust í afgerandi meirihluta með skipan Barrett. Þeir væru þá sex gegn þremur frjálslyndari dómurum. Líklegt er að skipan Barrett, sem er aðeins 48 ára gömul, sveigði hugmyndafræði réttarins verulega til hægri til næstu áratuganna.
Hæstiréttur Bandaríkjanna Trúmál Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hugsanlegt að Roe gegn Wade verði tekið fyrir af Hæstarétti að nýju Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt að það sé hugsanlegt að dómurinn Roe gegn Wade frá árinu 1973 verði tekinn upp að nýju hjá Hæstarétti verði Amy Coney Barrett, tilnefning hans til Hæstaréttar, kosin til dómsins af öldungadeild Bandaríkjanna. 27. september 2020 21:42 Mesta íhaldssveifla í hæstaréttinum í áratugi Hugmyndafræði Hæstaréttar Bandaríkjanna er líklegt til að taka skarpa hægribeygju til næstu áratuganna eftir að Donald Trump forseti tilnefndi Amy Coney Barrett, íhaldssaman áfrýjunardómara, til að taka sæti Ruth Bader Ginsburg í gær. 27. september 2020 10:06 Barrett tilnefnd til Hæstaréttar Bandaríkjanna Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti rétt í þessu tilnefningu sína til Hæstaréttar Bandaríkjanna. 26. september 2020 21:09 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Hugsanlegt að Roe gegn Wade verði tekið fyrir af Hæstarétti að nýju Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt að það sé hugsanlegt að dómurinn Roe gegn Wade frá árinu 1973 verði tekinn upp að nýju hjá Hæstarétti verði Amy Coney Barrett, tilnefning hans til Hæstaréttar, kosin til dómsins af öldungadeild Bandaríkjanna. 27. september 2020 21:42
Mesta íhaldssveifla í hæstaréttinum í áratugi Hugmyndafræði Hæstaréttar Bandaríkjanna er líklegt til að taka skarpa hægribeygju til næstu áratuganna eftir að Donald Trump forseti tilnefndi Amy Coney Barrett, íhaldssaman áfrýjunardómara, til að taka sæti Ruth Bader Ginsburg í gær. 27. september 2020 10:06
Barrett tilnefnd til Hæstaréttar Bandaríkjanna Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti rétt í þessu tilnefningu sína til Hæstaréttar Bandaríkjanna. 26. september 2020 21:09