Telur erfiðan vetur framundan þrátt fyrir að stillt hafi verið til friðar Tryggvi Páll Tryggvason og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 29. september 2020 18:58 Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. vísir/vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur fullvíst að erfiður vetur sé framundan hjá fyrirtækjum landsins, þrátt fyrir að stillt hafi verið til friðar á vinnumarkaði með aðgerðum ríkistjórnarinnar sem kynntar voru í dag. Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins ákvað í dag að standa áfram við lífskjarasamninginn sem undirritaður var í vor, eftir að ríkisstjórnin kynnti átta aðgerðir sem grípa á til svo tryggja megi frið á vinnumarkaði. Aðgerðirnar litu dagsins ljós í dag eftir viðræður stjórnvalda við Samtök atvinnulífsins undanfarna daga, en samtökin höfðu áður sagt að forsendur Lífskjarasamningsins væru brostnar og höfðu þau boðað til atkvæðagreiðslu um hvort segja ætti samningnum upp. Segist ekki hafa trú á því að stilla fólki upp við vegg Eftir að tillögurnar voru kynntar í adg tilkynntu samtökin um að atkvæðagreiðslan hafi verið slegin af. Forsvarsmenn verkalýðshreyfingarinnar hafa hins vegar lýst yfir vonbrigðum með aðgerðir ríkistjórnarinnar og gagnrýndi Drífa Snædal meðal annars framgöngu Samtaka atvinnulífsins undanfarna daga í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sagði hún samtökin vera í „herferð gegn launahækkunum til lægstu hópana.“ Halldór Benjamín var spurður út í þessi orð Drífu í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar í kvöld. „Okkar fyrsti, annar og þriðji valkostur var að ná upp samtali við Alþýðusamband Íslands. Þau höfnuðu því í öllum þremur liðum, bæði Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld voru sammála um að það væri ástæða til þess að bregðast við breyttum forsendum í samfélaginu og hagkerfinu. Við áttum einfaldlega mjög uppbyggilegt samtal við stjórnvöld sem náði hápunkti núna um helgina og í gær,“ sagði Halldór. Stilltuð þið stjórnvöldum upp við vegg? „Ég hef ekki trú á því að stilla fólki upp við vegg en ég hef mikla trú á því að ræða lausnir við aðsteðjandi vanda. Ég hef sagt að Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld ákváðu að axla í sameiningu ábyrgð á þessari stöðu. Ég tel að ákvörðun framkvæmdastasjórnar Samtaka atvinnulífsins í dag, að láta Lífskjarasamninginn halda gildi sínu, sé merki um það og sýni að við viljum reyna að varðveita þó þá stöðu sem við búum við hér um þessar mundir.“ Er þetta nóg, mun koma til uppsagna eða gjaldþrota? „Því miður óttast ég og tel raunar fullvíst að það sé erfiður vetur framundan, það síðasta sem myndi gera hann ennþá erfiðari væri upplausn á vinnumarkaði og það ber að skoða þessa ákvörðun sem tekin var í dag í því ljósi. Auðvitað eru aðstæður mjög misjafnar en heilt yfir sjáum við að atvinnuleysi í öllum atvinnugreinum, ekki bara ferðaþjónustunni, öllum atvinnugreinum, er á hraðri uppleið og það er líka þannig að þessar launahækkanir það er ekki innistæða fyrir þeim hjá fyrirtækjum landsins og því miður munu fyrirtæki landsins fyrirsjáanlega grípa til þeirra aðgerða sem þau geta til þess að hleypa þessu í gegn,“ sagði Halldór Benjamín. Einnig var rætt við Halldór Benjamín í Reykjavík síðdegis um sama mál. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Kjaramál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Fleiri fréttir Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Sjá meira
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur fullvíst að erfiður vetur sé framundan hjá fyrirtækjum landsins, þrátt fyrir að stillt hafi verið til friðar á vinnumarkaði með aðgerðum ríkistjórnarinnar sem kynntar voru í dag. Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins ákvað í dag að standa áfram við lífskjarasamninginn sem undirritaður var í vor, eftir að ríkisstjórnin kynnti átta aðgerðir sem grípa á til svo tryggja megi frið á vinnumarkaði. Aðgerðirnar litu dagsins ljós í dag eftir viðræður stjórnvalda við Samtök atvinnulífsins undanfarna daga, en samtökin höfðu áður sagt að forsendur Lífskjarasamningsins væru brostnar og höfðu þau boðað til atkvæðagreiðslu um hvort segja ætti samningnum upp. Segist ekki hafa trú á því að stilla fólki upp við vegg Eftir að tillögurnar voru kynntar í adg tilkynntu samtökin um að atkvæðagreiðslan hafi verið slegin af. Forsvarsmenn verkalýðshreyfingarinnar hafa hins vegar lýst yfir vonbrigðum með aðgerðir ríkistjórnarinnar og gagnrýndi Drífa Snædal meðal annars framgöngu Samtaka atvinnulífsins undanfarna daga í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sagði hún samtökin vera í „herferð gegn launahækkunum til lægstu hópana.“ Halldór Benjamín var spurður út í þessi orð Drífu í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar í kvöld. „Okkar fyrsti, annar og þriðji valkostur var að ná upp samtali við Alþýðusamband Íslands. Þau höfnuðu því í öllum þremur liðum, bæði Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld voru sammála um að það væri ástæða til þess að bregðast við breyttum forsendum í samfélaginu og hagkerfinu. Við áttum einfaldlega mjög uppbyggilegt samtal við stjórnvöld sem náði hápunkti núna um helgina og í gær,“ sagði Halldór. Stilltuð þið stjórnvöldum upp við vegg? „Ég hef ekki trú á því að stilla fólki upp við vegg en ég hef mikla trú á því að ræða lausnir við aðsteðjandi vanda. Ég hef sagt að Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld ákváðu að axla í sameiningu ábyrgð á þessari stöðu. Ég tel að ákvörðun framkvæmdastasjórnar Samtaka atvinnulífsins í dag, að láta Lífskjarasamninginn halda gildi sínu, sé merki um það og sýni að við viljum reyna að varðveita þó þá stöðu sem við búum við hér um þessar mundir.“ Er þetta nóg, mun koma til uppsagna eða gjaldþrota? „Því miður óttast ég og tel raunar fullvíst að það sé erfiður vetur framundan, það síðasta sem myndi gera hann ennþá erfiðari væri upplausn á vinnumarkaði og það ber að skoða þessa ákvörðun sem tekin var í dag í því ljósi. Auðvitað eru aðstæður mjög misjafnar en heilt yfir sjáum við að atvinnuleysi í öllum atvinnugreinum, ekki bara ferðaþjónustunni, öllum atvinnugreinum, er á hraðri uppleið og það er líka þannig að þessar launahækkanir það er ekki innistæða fyrir þeim hjá fyrirtækjum landsins og því miður munu fyrirtæki landsins fyrirsjáanlega grípa til þeirra aðgerða sem þau geta til þess að hleypa þessu í gegn,“ sagði Halldór Benjamín. Einnig var rætt við Halldór Benjamín í Reykjavík síðdegis um sama mál. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Kjaramál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Fleiri fréttir Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Sjá meira