Allir í fjarkennslu vegna smits í MR Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. september 2020 10:47 Nemendur við Menntaskólann í Reykjavík þurfa að vera í fjarnámi út þessa viku vegna smits sem fékkst staðfest hjá einum kennaranum á mánudagskvöld. Vísir/vilhelm Kennari við Menntaskólann í Reykjavík greindist með kórónuveiruna á mánudagskvöld. Þrjátíu sem útsettir þóttu fyrir smiti hafa verið sendir í sóttkví. Mbl.is greindi fyrst frá. „Við höfum verið mjög heppin. Það hefur ekki verið neitt smit hjá okkur þangað til bara núna,“ segir Elísabet Siemsen, rektor skólans sem hefur tekið málið föstum tökum. „Ég hef ekki heyrt að neitt af okkar fólki sé veikt með einkenni. Það eru tilviljanir sem allt í einu verða til þess að þetta kemst upp,“ segir Elísabet sem mærir árvekni umrædds kennara. Elísabet tók ákvörðun um að allir nemendur þyrftu að fara í fjarkennslu í kjölfar smitsins á meðan á sóttkví hinna þrjátíu stendur yfir. „Í framhaldi af því [smiti kennarans] þá var staðan orðin sú að það voru margir kennarar farnir að óska þess að vinna, allavega um einhverja hríð, heima út af undirliggjandi sjúkdómum eða sjúkdómum heima fyrir og þá var tekin ákvörðun um að létta aðeins á kerfinu því þetta hefur verið mjög flókið hjá okkur.“ Af sóttvarnarástæðum hafa kennarar í MR þurft að vinna jöfnum höndum í skólanum og í gegnum fjarkennslu. Helmingur hvers bekkjar hefur verið í fjarkennslu á meðan hinir hafa fengið að mæta. „Frá og með hausti hefur kennslan verið flókin því við höfum reynt að leggja á það áherslu að fá nemendur sem mest inn í skólana en út af húsnæðismálum og nándarreglu höfum við ekki geta haft nema hálfan bekk inn í stofunni í einu.“ Eftir helgi geta nemendur mætt í skólann að nýju en þá hefur sóttkví lokið hjá hópnum. „Það er alltaf ákveðið áfall þegar smit kemur inn í skóla, þó það sé svona seint í ferlinu og í rauninni ekki fleiri undir en þetta en þá er það ákveðið áfall,“ segir Elísabet. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Fleiri fréttir Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Sjá meira
Kennari við Menntaskólann í Reykjavík greindist með kórónuveiruna á mánudagskvöld. Þrjátíu sem útsettir þóttu fyrir smiti hafa verið sendir í sóttkví. Mbl.is greindi fyrst frá. „Við höfum verið mjög heppin. Það hefur ekki verið neitt smit hjá okkur þangað til bara núna,“ segir Elísabet Siemsen, rektor skólans sem hefur tekið málið föstum tökum. „Ég hef ekki heyrt að neitt af okkar fólki sé veikt með einkenni. Það eru tilviljanir sem allt í einu verða til þess að þetta kemst upp,“ segir Elísabet sem mærir árvekni umrædds kennara. Elísabet tók ákvörðun um að allir nemendur þyrftu að fara í fjarkennslu í kjölfar smitsins á meðan á sóttkví hinna þrjátíu stendur yfir. „Í framhaldi af því [smiti kennarans] þá var staðan orðin sú að það voru margir kennarar farnir að óska þess að vinna, allavega um einhverja hríð, heima út af undirliggjandi sjúkdómum eða sjúkdómum heima fyrir og þá var tekin ákvörðun um að létta aðeins á kerfinu því þetta hefur verið mjög flókið hjá okkur.“ Af sóttvarnarástæðum hafa kennarar í MR þurft að vinna jöfnum höndum í skólanum og í gegnum fjarkennslu. Helmingur hvers bekkjar hefur verið í fjarkennslu á meðan hinir hafa fengið að mæta. „Frá og með hausti hefur kennslan verið flókin því við höfum reynt að leggja á það áherslu að fá nemendur sem mest inn í skólana en út af húsnæðismálum og nándarreglu höfum við ekki geta haft nema hálfan bekk inn í stofunni í einu.“ Eftir helgi geta nemendur mætt í skólann að nýju en þá hefur sóttkví lokið hjá hópnum. „Það er alltaf ákveðið áfall þegar smit kemur inn í skóla, þó það sé svona seint í ferlinu og í rauninni ekki fleiri undir en þetta en þá er það ákveðið áfall,“ segir Elísabet.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Fleiri fréttir Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Sjá meira