Spáin fyrir Domino´s deild karla 2020-21: Bestu liðin dreymir bæði um að vinna þann stóra í fyrsta sinn (1.-3. sæti) Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. október 2020 12:00 Það er búið að vera gaman hjá Stjörnumönnumn þangað til í mars á síðustu tveimur tímabilum. Stjarnan hefur unnið tvo deildarmeistaratitla og tvo bikartitla á síðustu tveimur tímabilum. Liðið bíður enn eftir fyrsta Íslandsmeistaratitlinum. Vísir/Daníel Þór Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Domino´s deild karla í körfubolta en keppni í deildinni hefst á fimmtudaginn. Við byrjuðum á því að skoða fallbaráttuna á mánudaginn, við fjölluðum um baráttuna um tvö síðustu sætin inn í úrslitakeppnina á þriðjudaginn og í gær skoðuðum við liðin sem berjast um heimavallarrétt í úrslitakeppninni. Nú er komið að baráttunni um deildarmeistaratitilinn. Toppbaráttan ætti að vera mjög spennandi eins og baráttan annars staðar í deildinni. Við nefnum til þrjú lið sem eru að okkar mati líklegust til að berjast um deildarmeistaratitilinn í vetur. Það er samt alveg eins líklegt að eitthvað að hinum liðunum komi á óvart og blandi sér í baráttuna alveg eins og Keflavík í fyrra. Stjarnan og Tindastóll hafa oft verið með meistaralið í höndunum á síðustu árum en bæði félög eiga enn eftir að vinna þann stóra sem hefur átt lögheimili í Frostaskjólinu undanfarin sex ár. Nú hafa KR-ingar gefið eftir og gefið um leið öðrum félögum færi á að komast að Íslandsbikarnum. Það má búast við því fyrir fram að Stjarnan og Tindastóll séu með sterkustu liðin í deildinni en það má heldur ekki gleyma Keflvíkingum sem voru með frábært lið í fyrra. Keflvíkingar veðja mikið á sömu menn í vetur og það verður fróðlegt að sjá hvað það skilar þeim. Stjarnan og Tindastóll hafa bæði sett saman lið sem eru með sterkan og reyndan íslenska kjarna og þá hafa þeir einnig sótt sér öfluga erledna leikmenn. Það er í raun allt til alls á báðum stöðum til að fara alla leið. Hörður Axel Vilhjálmsson verður áfram í aðalhlutverki hjá Keflavíkurliðinu.Vísir/Daníel Þór Keflavík í 3. sæti: Lítið breytt lið en miklu meiri pressa Keflvíkingar verða áfram í toppbaráttunni en geta ekki lengur komið neinum á óvart. Keflvíkingar voru spútniklið síðasta tímabils. Væntingarnar voru minni en oft áður í Keflavík og fáir vissu hvað nýr þjálfari ætlaði að bjóða upp á. Niðurstaðan var aftur á móti frábært lið undir stjórn Hjalta Þórs Vilhjálmssonar sem var líklegt til afreka þegar keppnistímabilinu var aflýst vegna kórónuveirunnar. Frábærir útlendingar sýndu hvað góðir hlutir geta gerst þegar þeir vinna vel saman og passa vel við íslensku leikmennina. Keflvíkingar fengu nánast fullt hús fyrir val sitt á erlendu leikmönnum sínum í fyrra og tveir þeirra snúa aftur í ár. Keflvíkingar náðu snemma sumars samningum við þá Dominykas Milka og Deane Williams og það er greinilega á áætlun að byggja ofan á liðið sem gerði svo góða hluti síðasta vetur. Dominykas Milka og Deane Williams voru í hópi allra bestu leikmanna deildarinnar síðasta vetur og Milka kom sterklega til greina sem leikmaður ársins. Dominykas Milka var með 20,9 stig, 12,1 frákast og 3,1 stoðsendingu að meðaltali í leik. Deane Williams bætti við 15,6 stigum og 9,9 fráköstum í leik. Varnarlega lokuðu þeir teig Keflvíkinga og í sókninni unnu þeir einnig vel saman. Nú sjáum við til hvernig ár númer tvö verður. Liðin þekkja nú orðið meira inn á þessa tvo leikmenn og það gæti orðið erfiðara fyrir þá að hafa sömu áhrif og á síðasta tímabili. Keflvíkingar taka inn nýjan bandarískan bakvörð og hann gæti bæði passað vel eða illa með þeim Milka og Williams. CJ Burks er enginn meðalmaður enda á að hann að baki tuttugu stiga tímabil í bandaríska háskólaboltanum með Marshall háskólaliðinu. CJ Burks spilaði á Ítalíu eftir háskólaferilinn en var látinn fara snemma á síðasta tímabili eftir að hann fótbrotnaði. Hann fær nú tækifæri til að koma ferli sínum aftur í gang og hjálpa um leið Keflavíkurliðinu. CJ Burks er spennandi leikmaður og allt önnur og kraftmeiri týpa en Khalil Ullah sem spilaði með liðinu í fyrra. Hörður Axel Vilhjálmsson er áfram í risastóru hlutverki í Keflavíkurliðinu á báðum endum vallarins. Hörður Axel skoraði minna en tímabilið á undan en var með 9,0 stoðsendingar að meðaltali í leik. Það efast fáir um það að til að halda leiknum á þeim stað þar sem þeir Dominykas Milka og Deane Williams nýtast best þá þarftu góða leikstjórn. Keflvíkingar eru meira segja búnir að bæta við á því sviði því nú spilar Valur Orri Valsson allt tímabilið. Valur Orri var rétt að komst inn í hlutina síðasta vor þegar tímabilið var flautað af. Reynsluboltarnir Guðmundur Jónsson og Reggie Dupree munu áfram skila mikilvægum mínútum og þá hafa Keflvíkingar endurheimt Arnór Sveinsson sem hefur verið að spila í Njarðvík síðustu ár. Hafi Njarðvíkingar þurft að bíða í þrettán ár eftir titli þá eru árin orðin átta hjá nágrönnum þeirra í Keflavík hefur ekki unnið Íslandsmeistaratitilinn síðan árið 2008 eða í tólf ár. Hvort að besta tækifæri Keflvíkinga á að enda þá bið hafi runnið frá þeim þegar tímabilinu var aflýst í vor verður að koma í ljós en Keflvíkingar hafa að minnsta kosti lið sem mun blanda sér í toppbaráttuna. Dominykas Milka var magnður með Keflavíkurliðinu í fyrra og mörg félög hafa gert ráðstafanir til að eiga svör á móti honum í vetur.Vísir/Daníel Þór Verður að eiga gott tímabil: Dominykas Milka Maðurinn sem breytti svo miklu fyrir Keflavíkurliðið síðast vetur var Dominykas Milka. Milka var að mörgum talinn vera besti leikmaður deildarinnar og það var enginn vafi á því að hann var sá besti fyrir áramót. Dominykas Milka var með yfir 30 framlagsstig að meðaltali í leik fyrir áramót og Keflavík vann sjö af átta leikjum þar sem hann var með meira en 30 í framlagi. Dominykas Milka spilaði ekki alveg eins vel eftir áramót og það stórsá á Keflavíkurliðinu um leið og hann gaf aðeins eftir. Dominykas Milka er enn bara 28 ára gamall og ætti því að eiga nóg eftir í annað frábært tímabil. Liðin voru farin að læra aðeins á hann í fyrra og miklu fleiri eru með mann sem geta dekkað hann í vetur. Mikilvægi Milka fyrir Keflavíkurliðið er því gríðarlega mikið. Hvort hin liðin séu farin að átta sig betur á hans veikleikum verður að koma betur í ljós en spili Dominykas Milka jafnvel og fyrir áramót í fyrra þá eru Keflvíkingum allir vegir færir. Hermann Hauksson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi, um lið Keflavíkur í vetur. Klippa: Sérfræðingurinn um lið Keflavíkur í Domino´s deild karla í vetur Komnir: Arnór Sveinsson frá Njarðvík CJ Burks frá Pallacanestro Orzinuovi (Ítalíu) Almar Stefán Guðbrandsson frá Reyni S. Farnir: Veigar Áki Hlynsson til KR Callum Lawson til Þór Þ Khalid Ahman Magnús Már Traustason til Reynis S. Hversu langt síðan að Keflavík ... . .. varð Íslandsmeistari: 12 ár (2008) ... varð deildarmeistari: 12 ár (2008) ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 0 ár (2020) ... varð bikarmeistari: 8 ár (2012) ... komst í bikarúrslit: 8 ár (2012) ... komst í bikarúrslitaviku: Aldrei ... komst í úrslitakeppni: 1 ár (2019) ... komst í lokaúrslit: 10 ár (2010) ... féll úr deildinni: 36 ár (1984) ... kom upp í deildina: 35 ár (1985) Gengi Keflavíkur í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 2. sæti í deildinni 2018-19 4. sæti í deildinni 2017-18 8. sæti í deildinni 2016-17 6. sæti í deildinni 2015-16 3. sæti í deildinni 2014-15 6. sæti í deildinni 2013-14 2. sæti í deildinni 2012-13 5. sæti í deildinni 2011-12 5. sæti í deildinni Tölur Keflavíkur frá tímabilinu 2019-20: - Sóknarleikur - Stig skoruð í leik: 2. sæti (89,6) Skotnýting: 1. sæti (47,7%) 3ja stiga skotnýting: 2. sæti (35,9%) Þristar í leik: 6. sæti (9,7) Vítanýting: 4. sæti (75,8%) - Varnarleikur - Stig fengin á sig í leik: 2. sæti (79,8) Stolnir boltar í leik: 6. sæti (7,7) Varin skot í leik: 6. sæti (3,1) Skotnýting mótherja: 2. sæti (42,0%) Hlutfall frákasta: 3. sæti (53,1%) - Grimmd, breidd og barátta - Stig af bekk í leik: 8. sæti (16,1) Hraðaupphlaupsstig í leik: 4. sæti (11,8) Stig í teig í leik: 5. sæti (38,6) Stólarnir eru búnir að vera lengi með frábært lið en þeir eru enn að bíða eftir þeim stóra.Vísir/Bára Tindastóll í 2. sæti: Baldur árinu ríkari og með sterkari erlenda leikmenn Tindastólsmenn hafa verið með augun á Íslandsbikarnum allar götur síðan þeir komu upp úr 1. deildinni með látum haustið 2014. Síðan þá hafa Stólarnir lagt mikið í liðið sitt og hafa stefnt á titilinn á hverju ári. Tindastóll komst í lokaúrslitin bæði 2015 og 2018 en þurfti að sætta sig silfur í bæði skiptin. Stólarnir hafa verið í toppbaráttunni undanfarin tímabil fyrir utan smá vandræði eftir nýliðaárið og það verður krafan áfram. Væntingar heimamanna og annarra til liðsins eru ávallt miklar og liðið í vetur gefur fullt tilefni til mikillar bjartsýni. Sólarnir hafa verið mjög vel mannaðir undanfarin ár og oftast bætt við sig sterkum leikmanni sem hafði sannað sig í deildinni. Gott dæmi um það eru Sigtryggur Arnar Björnsson, Danero Thomas, Brynjar Björnsson og Jaka Brodnik sem hafa allir hafa unnið sér inn samning á Króknum. Nú sóttur Tindastólsmenn Nikolas Tomsick til Stjörnunnar. Baldur Þór Ragnarsson er nú á sínu öðru ári sem þjálfari liðsins og um leið og hann ætti að vera farinn að þekkja betur inn á leikmenn Tindastóls þá ættu leikmennirnir líka að vera farnir að þekkja betur inn á hann og hans sýn á körfuboltann. Stólarnir voru búnir að vera með erlenda þjálfara í fimm tímabil þegar Baldur mætti á Krókinn nýbúinn að klára mikið ævintýratímabil í Þorlákshöfn. Það tímabil var líka það fyrsta hjá Baldri sem þjálfara í Domino´s deildinni. Baldur tók með sér Jaka Brodnik úr Þór í fyrra sumar og nú sækir hann Nikolas Tomsick sem var í stóru hlutverki hjá honum á Þórstímabilinu. Þessa tvo leikmenn þekkir hann því mjög vel. Í viðbót hefur Baldur síðan sótt tvo öfluga leikmenn og heilt yfir þá ætti útlendingahersveit liðsins að vera sterkari í ár en í fyrra. Bandaríkjamaðurinn Shawn Glover er kraftframherji sem gerði það gott hjá danska félaginu Bakken Bears 2015-16 tímabilið en hefur spilað undanfarnar leiktíðir í Úrúgvæ. Hinn er Litháinn Antanas Udras sem er annar stór leikmaður. Það er ljóst að með þessum tveimur leikmönnum þá ætla Stólarnir að fá eitthvað undir körfunni sem vantaði talsvert upp á í fyrra. Stólarnir vörðu sem dæmi fæst skot allra liða í deildinni og voru bara í áttunda sæti í stigum úr teignum. Varnarleikur liðsins var hins vegar ekkert vandamál. Aðeins tvö lið fengu á sig færri stig í deildinni (Njarðvík og Keflavík) og mótherjar Stólanna hittu líka verst allra. Með þessa fjóra öflugu erlendu leikmenn í viðbót við reynslumikinn kjarna að heimamönnum þá er óhætt að vera bjartsýnn á gengi Tindastólsliðsins á komandi tímabili. Pétur Rúnar Birgisson verður líklega eini heimamaðurinn í stjörnuhlutverki í liðinu í vetur en hinir þurfa að sætta sig við minni en engu að síður mikilvæg hlutverk. Fyrirliðinn Helgi Rafn Viggósson er orðinn leikjahæsti leikmaður í sögu félagsins í úrvalsdeild og Axel Kárason ætti að ná tvö hundraðasta leiknum fyrir Stólanna í úrvalsdeildinni í vetur. Báðir leggja þeir mikið til liðsins í baráttu og varnarleik. Það væri líka mjög gott fyrir liðið að yngri leikmenn eins og Viðar Ágústsson og Hannes Ingi Másson myndu ná sér að strik og skila mikilvægum mínútum af bekknum. Það er búið að bíða lengi eftir fyrsta Íslandsmeistaratitlinum á Sauðárkróki og Tindastólsliðið gæti auðveldlega átt möguleika á því að enda þá bið núna. Pétur Rúnar Birgisson og Nikolas Tomsick verða samherjar í vetur en hér fer Pétur framhjá hinum í fyrra.Vísir/Bára Verður að eiga gott tímabil: Pétur Rúnar Birgisson Pétur Rúnar Birgisson er mikilvægasti íslenski leikmaður Stólanna og sá heimamaður sem mun væntanlega skipa byrjunarlið liðsins ásamt útlendingunum fjórum. Pétur Rúnar náði ekki að njóta sín nægilega vel í fyrravetur en ætti að gera myndað mjög skemmtilegt bakvarðarpar með Nikolas Tomsick í vetur. Það verður ekkert grín að eiga við þá tvo nái þeir vel saman. Pétur hefur verið á smá niðurleið síðustu tvö tímabil en orðið á götunni er að hann hafi notað COVID-19 fríið til að snúa við blaðinu og vinna vel í sínum málum. Pétur er líka það klókur körfuboltamaður að með meiri ógn í öðrum sóknarmönnum liðsins þá ætti hann að geta fundið sér gott pláss til að sprengja upp varnir mótherjanna. Það er ljóst að ef við fáum aftur að sjá Pétur Rúnar Birgisson frá 2017-18 tímabilinu þegar hann var með 15,6 stig og 6,5 stoðsendingar í leik þá eru Stólarnir í frábærum málum. Hermann Hauksson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi, um lið Tindastóls í vetur. Klippa: Sérfræðingurinn um lið Tindstóls í Domino´s deild karla í vetur Komnir: Nick Tomsick frá Stjörnunni Shawn Glover frá Club Malvin (Úrúgvæ) Antanas Udras frá Siauliai (Litháen) Farnir: Gerel Simmons til Douane (Senegal) Sinisa Bilic til Vals Jasmin Perkovic til Hrunamanna Eyþór Lár Bárðarson til Hamars Hlynur Freyr Einarsson til Þór Ak Deremy Geiger til Hispano Americano de Rio Gallegos (Argentína) Hversu langt síðan að Tindastóll ... ... varð Íslandsmeistari: Aldrei ... varð deildarmeistari: Aldrei ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 0 ár (2020) ... varð bikarmeistari: 2 ár (2018) ... komst í bikarúrslit: 2 ár (2018) ... komst í bikarúrslitaviku: 0 ár (2020) ... komst í úrslitakeppni: 1 ár (2019) ... komst í lokaúrslit: 2 ár (2018) ... féll úr deildinni: 15 ár (2005) ... kom upp í deildina: 14 ár (2006) Gengi Tindastóls í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 3. sæti í deildinni 2018-19 3. sæti í deildinni 2017-18 3. sæti í deildinni 2016-17 3. sæti í deildinni 2015-16 6. sæti í deildinni 2014-15 2. sæti í deildinni 2013-14 B-deild (1. sæti) 2012-13 11. sæti í deildinni 2011-12 7. sæti í deildinni Tölur Tindastóls frá tímabilinu 2019-20: - Sóknarleikur - Stig skoruð í leik: 5. sæti (87,1) Skotnýting: 7. sæti (43,4%) 3ja stiga skotnýting: 6. sæti (33,2%) Þristar í leik: 3. sæti (10,6) Vítanýting: 1. sæti (78,5%) - Varnarleikur - Stig fengin á sig í leik: 3. sæti (82,2) Stolnir boltar í leik: 8. sæti (6,9) Varin skot í leik: 12. sæti (1,6) Skotnýting mótherja: 1. sæti (41,4%) Hlutfall frákasta: 5. sæti (51,9%) - Grimmd, breidd og barátta - Stig af bekk í leik: 7. sæti (16,4) Hraðaupphlaupsstig í leik: 11. sæti (9,8) Stig í teig í leik: 8. sæti (35,0) Stjörnumenn hafa unnið þrjá síðustu bikara í boði en hér eru þeir eftir sigurinn í Meistarakeppni KKÍ.Vísir/Elín Björg Stjarnan í 1. sæti: Verður allt þegar þrennt er með Íslandsmeistaradrauma Stjörnumanna? Stjörnumenn hafa af öðrum ólöstuðum verið með besta liðið yfir undanfarin tvö tímabil en Garðbæingar hafa samt misst af Íslandsmeistaratitlinum bæði árin. Fyrra árið fraus Stjörnuliðið í úrslitakeppninni og svo var úrslitakeppnin flautuð af síðasta vor. Bæði þessi tímabil urðu Stjörnumenn deildarmeistarar og unnu líka bikarúrslitaleikinn í Laugardalshöllinni. Stjarnan hefur því unnið fjóra titla á síðustu tveimur titlum en þrátt fyrir það var niðurstaða þessara tveggja tímabila vonbrigði. Stóra markmiðið hefur enn ekki náðst. Alla Stjörnumenn dreymir um að vinna loksins Íslandsmeistaratitilinn og það sást á rólegum og yfirveguðum fagnaðarlátum leikmanna Stjörnuliðsins eftir bikarúrslitaleikinn í febrúar síðastliðnum að tímabilið snérist um það að vinna Íslandsbikarinn. Það varð hins vegar ekkert að því að Stjörnumenn fengju tækifæri til að bæta fyrir klúðrið sitt vorið 2019. Garðbæingar eru aftur á móti einu sinni enn með efni í besta lið deildarinnar. Ofurmennirnir Hlynur Bæringsson og Ægir Þór Steinarsson eru enn í fararbroddi og Arnar Guðjónsson þjálfari hefur fundið þrjá sterka erlenda leikmenn í Bandaríkjamanninum RJ Williams, Svíanum Alexander Lindqvist og Slóvenanum Mirza Sarajlija. Mirza Sarajlija sýndi með sjö þristum í leiknum í Meistarakeppninni að þar er frábær skytta en Stjörnumenn vilja væntanlega fá miklu meira frá Lindqvist sem klikkaði á 2 af 9 skotum sínum í leiknum. Það er líka í góðu lagi að vera spenntur fyrir RJ Williams sem átti flottan háskólaferil með Boise State. RJ Williams tók reyndar bara eitt þriggja stiga skot á 734 mínútum á lokaári sínu með Boise State en þetta er hraustur strákur sem vill vinna sína vinnu í kringum körfuna. RJ Williams ætti að fá flotta þjónustu frá Hlyni Bæringssyni og Ægi Þór Steinarssyni sem eru með þeim klókari í deildinni og ávallt tilbúnir að spila upp liðsfélaga sína. Stjarnan missti landsliðsframherjann Tómas Þórð Hilmarsson út í atvinnumennsku og Nikolas Tomsick er farinn á Sauðárkrók. Gunnar Ólagsson er aftur á móti búinn að fá heilt undirbúningstímabil og ætti að vera meira með hlutverkið sitt á hreinu. Þá fengu Stjörnumenn tvíburana efnilegu Huga og Hilmi Hallgrímssyni frá Vestra og bætast þeir í hóp margra efnilegra körfuboltastráka í leikmannahópnum. Arnþór Freyr Guðmundsson spilar líka áfram mikilvægt hlutverk í liðinu. Arnar Guðjónsson er ekki í þessu til að eignast vini heldur til að vinna. Það sést vel á viðtölum hans og hegðun á hliðarlínunni sem fer í taugarnar á mörgum. Hann ætlar sér að verða fyrsti þjálfarinn til að gera Stjörnuna að Íslandsmeisturum. Það hefur ekki vantað mikið upp á síðustu tímabil. Að þessu sinni er hann kominn með margfaldan Íslandsmeistaraþjálfara í teymið því Ingi Þór Steinþórsson verður honum til halds og trausts í vetur. Það verður líka athyglisvert að sjá hvað Danielle Rodriguez kemur með inn í liðið en hún verður með þeim Arnari og Inga Þór. Ingi Þór hefur gert bæði Snæfell og KR að Íslandsmeisturum og er enn síðasti þjálfarinn sem gerði lið að Íslandsmeisturum. Ingi Þór var hent út úr Vesturbænum í vor og ætlar sér örugglega að vera maðurinn sem hjálpar Arnari og Stjörnumönnum að komast á toppinn í fyrsta sinn. Ægir Þór Steinarsson var frábær á síðasta tímabili og mun áfram fara fyrir Stjörnuliðinu í vetur.Vísir/Daníel Þór Verður að eiga gott tímabil: Ægir Þór Steinarsson Ægir Þór Steinarsson er ásamt Hlyni Bæringssyni mikilvægasti leikmaður Stjörnuliðsins enda orkubolti liðsins á báðum endum vallarins. Ægir Þór á það sameiginlegt með Stjörnunni að hafa aldrei náð að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Hann var með KR á einu Íslandsmeistaratímabilinu en fór út í atvinnumennsku eftir bikarúrslitaleikinn og var ekki með í úrslitakeppninni. Sé einhver hungraður í Íslandsmeistaratitilinn þá er það því maður að nafni Ægir Þór Steinarsson. Ægir er að byrja sitt áttunda alvöru tímabil í úrvalsdeildinni en hefur enn ekki fengið að handleika þann stóra. Nú gæti loksins verið komið að því. Ægir Þór Steinarsson var mjög góður á fyrsta tímabili sínu með Stjörnunni en enn betri í fyrra þegar væri vel hægt að færa rök fyrir því að hann væri besti leikmaður tímabilsins. Þau verðlaun voru hins vegar ekki afhent ekkiert frekar en Íslandsbikarinn. Ægir Þór var með 13,3 stig og 7,8 stoðsendingar að meðaltali í leik og Stjörnuliðið vann leikina með 11,1 stigi að meðaltali þegar hann var inn á vellinum. Það er líka svo mikið í hans leik og þá sérstaklega varnarleik sem kemur ekki fram í tölfræðinni. Með Ægir Þór Steinarsson á sömu ferð og í fyrra þá eru Stjörnumenn líklegir til að vinna loksins Íslandsmeistaratitilinn. Hermann Hauksson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi, um lið Stjörnunnar í vetur. Klippa: Sérfræðingurinn um lið Stjörnunnar í Domino´s deild karla í vetur Komnir: Mirza Sarajlija frá Koroivos (Grikklandi Alexander Lindqvist frá Bahía San Agustín (Spánn) Hugi Hallgrímsson frá Vestra Hilmir Hallgrímsson frá Vestra Farnir: Nick Tomsick til Tindastóls Kyle Johnson til Fraser Valley (Kanada) Tómas Þórður Hilmarsson til Aquimisa Carbajosa (Spáni) Ingimundur Orri Jóhannsson til Þór Þ Hversu langt síðan að Stjarnan ... . .. varð Íslandsmeistari: Aldrei ... varð deildarmeistari: 0 ár (2020) ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 0 ár (2020) ... varð bikarmeistari: 0 ár (2020) ... komst í bikarúrslit: 0 ár (2020) ... komst í bikarúrslitaviku: 0 ár (2020) ... komst í úrslitakeppni: 1 ár (2019) ... komst í lokaúrslit: 7 ár (2013) ... féll úr deildinni: 18 ár (2002) ... kom upp í deildina: 13 ár (2007) Gengi Stjörnunnar í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 Deildarmeistari 2018-19 Deildarmeistari 2017-18 7. sæti í deildinni 2016-17 2. sæti í deildinni 2015-16 2. sæti í deildinni 2014-15 5. sæti í deildinni 2013-14 7. sæti í deildinni 2012-13 4. sæti í deildinni 2011-12 4. sæti í deildinni Tölur Stjörnunnar frá tímabilinu 2019-20: - Sóknarleikur - Stig skoruð í leik: 1. sæti (91,2) Skotnýting: 3. sæti (45,7%) 3ja stiga skotnýting: 7. sæti (32,8%) Þristar í leik: 10. sæti (9,4) Vítanýting: 3. sæti (76,1%) - Varnarleikur - Stig fengin á sig í leik: 5. sæti (83,0) Stolnir boltar í leik: 9. sæti (6,9) Varin skot í leik: 9. sæti (2,5) Skotnýting mótherja: 4. sæti (42,2%) Hlutfall frákasta: 1. sæti (55,7%) - Grimmd, breidd og barátta - Stig af bekk í leik: 5. sæti (17,6) Hraðaupphlaupsstig í leik: 1. sæti (14,4) Stig í teig í leik: 2. sæti (40,6) Dominos-deild karla Keflavík ÍF Tindastóll Stjarnan Tengdar fréttir Spáin fyrir Domino´s deild karla 2020-21: Grasið nú grænna hinum megin við lækinn (4.-6. sæti) Valsmenn hafa sótt sér þjálfara og sterka leikmenn úr KR-fjölskyldunni og nú er að sjá hvort þeir geti farið að fagna titlum í körfunni eftir næstum því fjögurra áratuga bið. Vísir skoðar í dag sæti fjögur til sex í spánni. 30. september 2020 12:01 Spáin fyrir Domino´s deild karla 2020-21: Baráttan um síðasta sætið í úrslitakeppninni verður hörð (7.-9. sæti) Vísir heldur áfram að spá í spilin fyrir komandi tímabil í Domino´s deild karla og í dag ætlum við að skoða liðin sem berjast um síðustu sætin inn í úrslitakeppnina. 29. september 2020 12:00 Spáin fyrir Domino´s deild karla 2020-21: Þrjú lið sem berjast fyrir lífi sínu í vetur (10.-12. sæti) Fallbaráttan í Domino´s deild karla verður hörð eins og oft áður. Vísir er að spá fyrir um lokaröð liðanna og í dag er komið að þremur neðstu sætunum. 28. september 2020 12:00 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Domino´s deild karla í körfubolta en keppni í deildinni hefst á fimmtudaginn. Við byrjuðum á því að skoða fallbaráttuna á mánudaginn, við fjölluðum um baráttuna um tvö síðustu sætin inn í úrslitakeppnina á þriðjudaginn og í gær skoðuðum við liðin sem berjast um heimavallarrétt í úrslitakeppninni. Nú er komið að baráttunni um deildarmeistaratitilinn. Toppbaráttan ætti að vera mjög spennandi eins og baráttan annars staðar í deildinni. Við nefnum til þrjú lið sem eru að okkar mati líklegust til að berjast um deildarmeistaratitilinn í vetur. Það er samt alveg eins líklegt að eitthvað að hinum liðunum komi á óvart og blandi sér í baráttuna alveg eins og Keflavík í fyrra. Stjarnan og Tindastóll hafa oft verið með meistaralið í höndunum á síðustu árum en bæði félög eiga enn eftir að vinna þann stóra sem hefur átt lögheimili í Frostaskjólinu undanfarin sex ár. Nú hafa KR-ingar gefið eftir og gefið um leið öðrum félögum færi á að komast að Íslandsbikarnum. Það má búast við því fyrir fram að Stjarnan og Tindastóll séu með sterkustu liðin í deildinni en það má heldur ekki gleyma Keflvíkingum sem voru með frábært lið í fyrra. Keflvíkingar veðja mikið á sömu menn í vetur og það verður fróðlegt að sjá hvað það skilar þeim. Stjarnan og Tindastóll hafa bæði sett saman lið sem eru með sterkan og reyndan íslenska kjarna og þá hafa þeir einnig sótt sér öfluga erledna leikmenn. Það er í raun allt til alls á báðum stöðum til að fara alla leið. Hörður Axel Vilhjálmsson verður áfram í aðalhlutverki hjá Keflavíkurliðinu.Vísir/Daníel Þór Keflavík í 3. sæti: Lítið breytt lið en miklu meiri pressa Keflvíkingar verða áfram í toppbaráttunni en geta ekki lengur komið neinum á óvart. Keflvíkingar voru spútniklið síðasta tímabils. Væntingarnar voru minni en oft áður í Keflavík og fáir vissu hvað nýr þjálfari ætlaði að bjóða upp á. Niðurstaðan var aftur á móti frábært lið undir stjórn Hjalta Þórs Vilhjálmssonar sem var líklegt til afreka þegar keppnistímabilinu var aflýst vegna kórónuveirunnar. Frábærir útlendingar sýndu hvað góðir hlutir geta gerst þegar þeir vinna vel saman og passa vel við íslensku leikmennina. Keflvíkingar fengu nánast fullt hús fyrir val sitt á erlendu leikmönnum sínum í fyrra og tveir þeirra snúa aftur í ár. Keflvíkingar náðu snemma sumars samningum við þá Dominykas Milka og Deane Williams og það er greinilega á áætlun að byggja ofan á liðið sem gerði svo góða hluti síðasta vetur. Dominykas Milka og Deane Williams voru í hópi allra bestu leikmanna deildarinnar síðasta vetur og Milka kom sterklega til greina sem leikmaður ársins. Dominykas Milka var með 20,9 stig, 12,1 frákast og 3,1 stoðsendingu að meðaltali í leik. Deane Williams bætti við 15,6 stigum og 9,9 fráköstum í leik. Varnarlega lokuðu þeir teig Keflvíkinga og í sókninni unnu þeir einnig vel saman. Nú sjáum við til hvernig ár númer tvö verður. Liðin þekkja nú orðið meira inn á þessa tvo leikmenn og það gæti orðið erfiðara fyrir þá að hafa sömu áhrif og á síðasta tímabili. Keflvíkingar taka inn nýjan bandarískan bakvörð og hann gæti bæði passað vel eða illa með þeim Milka og Williams. CJ Burks er enginn meðalmaður enda á að hann að baki tuttugu stiga tímabil í bandaríska háskólaboltanum með Marshall háskólaliðinu. CJ Burks spilaði á Ítalíu eftir háskólaferilinn en var látinn fara snemma á síðasta tímabili eftir að hann fótbrotnaði. Hann fær nú tækifæri til að koma ferli sínum aftur í gang og hjálpa um leið Keflavíkurliðinu. CJ Burks er spennandi leikmaður og allt önnur og kraftmeiri týpa en Khalil Ullah sem spilaði með liðinu í fyrra. Hörður Axel Vilhjálmsson er áfram í risastóru hlutverki í Keflavíkurliðinu á báðum endum vallarins. Hörður Axel skoraði minna en tímabilið á undan en var með 9,0 stoðsendingar að meðaltali í leik. Það efast fáir um það að til að halda leiknum á þeim stað þar sem þeir Dominykas Milka og Deane Williams nýtast best þá þarftu góða leikstjórn. Keflvíkingar eru meira segja búnir að bæta við á því sviði því nú spilar Valur Orri Valsson allt tímabilið. Valur Orri var rétt að komst inn í hlutina síðasta vor þegar tímabilið var flautað af. Reynsluboltarnir Guðmundur Jónsson og Reggie Dupree munu áfram skila mikilvægum mínútum og þá hafa Keflvíkingar endurheimt Arnór Sveinsson sem hefur verið að spila í Njarðvík síðustu ár. Hafi Njarðvíkingar þurft að bíða í þrettán ár eftir titli þá eru árin orðin átta hjá nágrönnum þeirra í Keflavík hefur ekki unnið Íslandsmeistaratitilinn síðan árið 2008 eða í tólf ár. Hvort að besta tækifæri Keflvíkinga á að enda þá bið hafi runnið frá þeim þegar tímabilinu var aflýst í vor verður að koma í ljós en Keflvíkingar hafa að minnsta kosti lið sem mun blanda sér í toppbaráttuna. Dominykas Milka var magnður með Keflavíkurliðinu í fyrra og mörg félög hafa gert ráðstafanir til að eiga svör á móti honum í vetur.Vísir/Daníel Þór Verður að eiga gott tímabil: Dominykas Milka Maðurinn sem breytti svo miklu fyrir Keflavíkurliðið síðast vetur var Dominykas Milka. Milka var að mörgum talinn vera besti leikmaður deildarinnar og það var enginn vafi á því að hann var sá besti fyrir áramót. Dominykas Milka var með yfir 30 framlagsstig að meðaltali í leik fyrir áramót og Keflavík vann sjö af átta leikjum þar sem hann var með meira en 30 í framlagi. Dominykas Milka spilaði ekki alveg eins vel eftir áramót og það stórsá á Keflavíkurliðinu um leið og hann gaf aðeins eftir. Dominykas Milka er enn bara 28 ára gamall og ætti því að eiga nóg eftir í annað frábært tímabil. Liðin voru farin að læra aðeins á hann í fyrra og miklu fleiri eru með mann sem geta dekkað hann í vetur. Mikilvægi Milka fyrir Keflavíkurliðið er því gríðarlega mikið. Hvort hin liðin séu farin að átta sig betur á hans veikleikum verður að koma betur í ljós en spili Dominykas Milka jafnvel og fyrir áramót í fyrra þá eru Keflvíkingum allir vegir færir. Hermann Hauksson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi, um lið Keflavíkur í vetur. Klippa: Sérfræðingurinn um lið Keflavíkur í Domino´s deild karla í vetur Komnir: Arnór Sveinsson frá Njarðvík CJ Burks frá Pallacanestro Orzinuovi (Ítalíu) Almar Stefán Guðbrandsson frá Reyni S. Farnir: Veigar Áki Hlynsson til KR Callum Lawson til Þór Þ Khalid Ahman Magnús Már Traustason til Reynis S. Hversu langt síðan að Keflavík ... . .. varð Íslandsmeistari: 12 ár (2008) ... varð deildarmeistari: 12 ár (2008) ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 0 ár (2020) ... varð bikarmeistari: 8 ár (2012) ... komst í bikarúrslit: 8 ár (2012) ... komst í bikarúrslitaviku: Aldrei ... komst í úrslitakeppni: 1 ár (2019) ... komst í lokaúrslit: 10 ár (2010) ... féll úr deildinni: 36 ár (1984) ... kom upp í deildina: 35 ár (1985) Gengi Keflavíkur í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 2. sæti í deildinni 2018-19 4. sæti í deildinni 2017-18 8. sæti í deildinni 2016-17 6. sæti í deildinni 2015-16 3. sæti í deildinni 2014-15 6. sæti í deildinni 2013-14 2. sæti í deildinni 2012-13 5. sæti í deildinni 2011-12 5. sæti í deildinni Tölur Keflavíkur frá tímabilinu 2019-20: - Sóknarleikur - Stig skoruð í leik: 2. sæti (89,6) Skotnýting: 1. sæti (47,7%) 3ja stiga skotnýting: 2. sæti (35,9%) Þristar í leik: 6. sæti (9,7) Vítanýting: 4. sæti (75,8%) - Varnarleikur - Stig fengin á sig í leik: 2. sæti (79,8) Stolnir boltar í leik: 6. sæti (7,7) Varin skot í leik: 6. sæti (3,1) Skotnýting mótherja: 2. sæti (42,0%) Hlutfall frákasta: 3. sæti (53,1%) - Grimmd, breidd og barátta - Stig af bekk í leik: 8. sæti (16,1) Hraðaupphlaupsstig í leik: 4. sæti (11,8) Stig í teig í leik: 5. sæti (38,6) Stólarnir eru búnir að vera lengi með frábært lið en þeir eru enn að bíða eftir þeim stóra.Vísir/Bára Tindastóll í 2. sæti: Baldur árinu ríkari og með sterkari erlenda leikmenn Tindastólsmenn hafa verið með augun á Íslandsbikarnum allar götur síðan þeir komu upp úr 1. deildinni með látum haustið 2014. Síðan þá hafa Stólarnir lagt mikið í liðið sitt og hafa stefnt á titilinn á hverju ári. Tindastóll komst í lokaúrslitin bæði 2015 og 2018 en þurfti að sætta sig silfur í bæði skiptin. Stólarnir hafa verið í toppbaráttunni undanfarin tímabil fyrir utan smá vandræði eftir nýliðaárið og það verður krafan áfram. Væntingar heimamanna og annarra til liðsins eru ávallt miklar og liðið í vetur gefur fullt tilefni til mikillar bjartsýni. Sólarnir hafa verið mjög vel mannaðir undanfarin ár og oftast bætt við sig sterkum leikmanni sem hafði sannað sig í deildinni. Gott dæmi um það eru Sigtryggur Arnar Björnsson, Danero Thomas, Brynjar Björnsson og Jaka Brodnik sem hafa allir hafa unnið sér inn samning á Króknum. Nú sóttur Tindastólsmenn Nikolas Tomsick til Stjörnunnar. Baldur Þór Ragnarsson er nú á sínu öðru ári sem þjálfari liðsins og um leið og hann ætti að vera farinn að þekkja betur inn á leikmenn Tindastóls þá ættu leikmennirnir líka að vera farnir að þekkja betur inn á hann og hans sýn á körfuboltann. Stólarnir voru búnir að vera með erlenda þjálfara í fimm tímabil þegar Baldur mætti á Krókinn nýbúinn að klára mikið ævintýratímabil í Þorlákshöfn. Það tímabil var líka það fyrsta hjá Baldri sem þjálfara í Domino´s deildinni. Baldur tók með sér Jaka Brodnik úr Þór í fyrra sumar og nú sækir hann Nikolas Tomsick sem var í stóru hlutverki hjá honum á Þórstímabilinu. Þessa tvo leikmenn þekkir hann því mjög vel. Í viðbót hefur Baldur síðan sótt tvo öfluga leikmenn og heilt yfir þá ætti útlendingahersveit liðsins að vera sterkari í ár en í fyrra. Bandaríkjamaðurinn Shawn Glover er kraftframherji sem gerði það gott hjá danska félaginu Bakken Bears 2015-16 tímabilið en hefur spilað undanfarnar leiktíðir í Úrúgvæ. Hinn er Litháinn Antanas Udras sem er annar stór leikmaður. Það er ljóst að með þessum tveimur leikmönnum þá ætla Stólarnir að fá eitthvað undir körfunni sem vantaði talsvert upp á í fyrra. Stólarnir vörðu sem dæmi fæst skot allra liða í deildinni og voru bara í áttunda sæti í stigum úr teignum. Varnarleikur liðsins var hins vegar ekkert vandamál. Aðeins tvö lið fengu á sig færri stig í deildinni (Njarðvík og Keflavík) og mótherjar Stólanna hittu líka verst allra. Með þessa fjóra öflugu erlendu leikmenn í viðbót við reynslumikinn kjarna að heimamönnum þá er óhætt að vera bjartsýnn á gengi Tindastólsliðsins á komandi tímabili. Pétur Rúnar Birgisson verður líklega eini heimamaðurinn í stjörnuhlutverki í liðinu í vetur en hinir þurfa að sætta sig við minni en engu að síður mikilvæg hlutverk. Fyrirliðinn Helgi Rafn Viggósson er orðinn leikjahæsti leikmaður í sögu félagsins í úrvalsdeild og Axel Kárason ætti að ná tvö hundraðasta leiknum fyrir Stólanna í úrvalsdeildinni í vetur. Báðir leggja þeir mikið til liðsins í baráttu og varnarleik. Það væri líka mjög gott fyrir liðið að yngri leikmenn eins og Viðar Ágústsson og Hannes Ingi Másson myndu ná sér að strik og skila mikilvægum mínútum af bekknum. Það er búið að bíða lengi eftir fyrsta Íslandsmeistaratitlinum á Sauðárkróki og Tindastólsliðið gæti auðveldlega átt möguleika á því að enda þá bið núna. Pétur Rúnar Birgisson og Nikolas Tomsick verða samherjar í vetur en hér fer Pétur framhjá hinum í fyrra.Vísir/Bára Verður að eiga gott tímabil: Pétur Rúnar Birgisson Pétur Rúnar Birgisson er mikilvægasti íslenski leikmaður Stólanna og sá heimamaður sem mun væntanlega skipa byrjunarlið liðsins ásamt útlendingunum fjórum. Pétur Rúnar náði ekki að njóta sín nægilega vel í fyrravetur en ætti að gera myndað mjög skemmtilegt bakvarðarpar með Nikolas Tomsick í vetur. Það verður ekkert grín að eiga við þá tvo nái þeir vel saman. Pétur hefur verið á smá niðurleið síðustu tvö tímabil en orðið á götunni er að hann hafi notað COVID-19 fríið til að snúa við blaðinu og vinna vel í sínum málum. Pétur er líka það klókur körfuboltamaður að með meiri ógn í öðrum sóknarmönnum liðsins þá ætti hann að geta fundið sér gott pláss til að sprengja upp varnir mótherjanna. Það er ljóst að ef við fáum aftur að sjá Pétur Rúnar Birgisson frá 2017-18 tímabilinu þegar hann var með 15,6 stig og 6,5 stoðsendingar í leik þá eru Stólarnir í frábærum málum. Hermann Hauksson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi, um lið Tindastóls í vetur. Klippa: Sérfræðingurinn um lið Tindstóls í Domino´s deild karla í vetur Komnir: Nick Tomsick frá Stjörnunni Shawn Glover frá Club Malvin (Úrúgvæ) Antanas Udras frá Siauliai (Litháen) Farnir: Gerel Simmons til Douane (Senegal) Sinisa Bilic til Vals Jasmin Perkovic til Hrunamanna Eyþór Lár Bárðarson til Hamars Hlynur Freyr Einarsson til Þór Ak Deremy Geiger til Hispano Americano de Rio Gallegos (Argentína) Hversu langt síðan að Tindastóll ... ... varð Íslandsmeistari: Aldrei ... varð deildarmeistari: Aldrei ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 0 ár (2020) ... varð bikarmeistari: 2 ár (2018) ... komst í bikarúrslit: 2 ár (2018) ... komst í bikarúrslitaviku: 0 ár (2020) ... komst í úrslitakeppni: 1 ár (2019) ... komst í lokaúrslit: 2 ár (2018) ... féll úr deildinni: 15 ár (2005) ... kom upp í deildina: 14 ár (2006) Gengi Tindastóls í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 3. sæti í deildinni 2018-19 3. sæti í deildinni 2017-18 3. sæti í deildinni 2016-17 3. sæti í deildinni 2015-16 6. sæti í deildinni 2014-15 2. sæti í deildinni 2013-14 B-deild (1. sæti) 2012-13 11. sæti í deildinni 2011-12 7. sæti í deildinni Tölur Tindastóls frá tímabilinu 2019-20: - Sóknarleikur - Stig skoruð í leik: 5. sæti (87,1) Skotnýting: 7. sæti (43,4%) 3ja stiga skotnýting: 6. sæti (33,2%) Þristar í leik: 3. sæti (10,6) Vítanýting: 1. sæti (78,5%) - Varnarleikur - Stig fengin á sig í leik: 3. sæti (82,2) Stolnir boltar í leik: 8. sæti (6,9) Varin skot í leik: 12. sæti (1,6) Skotnýting mótherja: 1. sæti (41,4%) Hlutfall frákasta: 5. sæti (51,9%) - Grimmd, breidd og barátta - Stig af bekk í leik: 7. sæti (16,4) Hraðaupphlaupsstig í leik: 11. sæti (9,8) Stig í teig í leik: 8. sæti (35,0) Stjörnumenn hafa unnið þrjá síðustu bikara í boði en hér eru þeir eftir sigurinn í Meistarakeppni KKÍ.Vísir/Elín Björg Stjarnan í 1. sæti: Verður allt þegar þrennt er með Íslandsmeistaradrauma Stjörnumanna? Stjörnumenn hafa af öðrum ólöstuðum verið með besta liðið yfir undanfarin tvö tímabil en Garðbæingar hafa samt misst af Íslandsmeistaratitlinum bæði árin. Fyrra árið fraus Stjörnuliðið í úrslitakeppninni og svo var úrslitakeppnin flautuð af síðasta vor. Bæði þessi tímabil urðu Stjörnumenn deildarmeistarar og unnu líka bikarúrslitaleikinn í Laugardalshöllinni. Stjarnan hefur því unnið fjóra titla á síðustu tveimur titlum en þrátt fyrir það var niðurstaða þessara tveggja tímabila vonbrigði. Stóra markmiðið hefur enn ekki náðst. Alla Stjörnumenn dreymir um að vinna loksins Íslandsmeistaratitilinn og það sást á rólegum og yfirveguðum fagnaðarlátum leikmanna Stjörnuliðsins eftir bikarúrslitaleikinn í febrúar síðastliðnum að tímabilið snérist um það að vinna Íslandsbikarinn. Það varð hins vegar ekkert að því að Stjörnumenn fengju tækifæri til að bæta fyrir klúðrið sitt vorið 2019. Garðbæingar eru aftur á móti einu sinni enn með efni í besta lið deildarinnar. Ofurmennirnir Hlynur Bæringsson og Ægir Þór Steinarsson eru enn í fararbroddi og Arnar Guðjónsson þjálfari hefur fundið þrjá sterka erlenda leikmenn í Bandaríkjamanninum RJ Williams, Svíanum Alexander Lindqvist og Slóvenanum Mirza Sarajlija. Mirza Sarajlija sýndi með sjö þristum í leiknum í Meistarakeppninni að þar er frábær skytta en Stjörnumenn vilja væntanlega fá miklu meira frá Lindqvist sem klikkaði á 2 af 9 skotum sínum í leiknum. Það er líka í góðu lagi að vera spenntur fyrir RJ Williams sem átti flottan háskólaferil með Boise State. RJ Williams tók reyndar bara eitt þriggja stiga skot á 734 mínútum á lokaári sínu með Boise State en þetta er hraustur strákur sem vill vinna sína vinnu í kringum körfuna. RJ Williams ætti að fá flotta þjónustu frá Hlyni Bæringssyni og Ægi Þór Steinarssyni sem eru með þeim klókari í deildinni og ávallt tilbúnir að spila upp liðsfélaga sína. Stjarnan missti landsliðsframherjann Tómas Þórð Hilmarsson út í atvinnumennsku og Nikolas Tomsick er farinn á Sauðárkrók. Gunnar Ólagsson er aftur á móti búinn að fá heilt undirbúningstímabil og ætti að vera meira með hlutverkið sitt á hreinu. Þá fengu Stjörnumenn tvíburana efnilegu Huga og Hilmi Hallgrímssyni frá Vestra og bætast þeir í hóp margra efnilegra körfuboltastráka í leikmannahópnum. Arnþór Freyr Guðmundsson spilar líka áfram mikilvægt hlutverk í liðinu. Arnar Guðjónsson er ekki í þessu til að eignast vini heldur til að vinna. Það sést vel á viðtölum hans og hegðun á hliðarlínunni sem fer í taugarnar á mörgum. Hann ætlar sér að verða fyrsti þjálfarinn til að gera Stjörnuna að Íslandsmeisturum. Það hefur ekki vantað mikið upp á síðustu tímabil. Að þessu sinni er hann kominn með margfaldan Íslandsmeistaraþjálfara í teymið því Ingi Þór Steinþórsson verður honum til halds og trausts í vetur. Það verður líka athyglisvert að sjá hvað Danielle Rodriguez kemur með inn í liðið en hún verður með þeim Arnari og Inga Þór. Ingi Þór hefur gert bæði Snæfell og KR að Íslandsmeisturum og er enn síðasti þjálfarinn sem gerði lið að Íslandsmeisturum. Ingi Þór var hent út úr Vesturbænum í vor og ætlar sér örugglega að vera maðurinn sem hjálpar Arnari og Stjörnumönnum að komast á toppinn í fyrsta sinn. Ægir Þór Steinarsson var frábær á síðasta tímabili og mun áfram fara fyrir Stjörnuliðinu í vetur.Vísir/Daníel Þór Verður að eiga gott tímabil: Ægir Þór Steinarsson Ægir Þór Steinarsson er ásamt Hlyni Bæringssyni mikilvægasti leikmaður Stjörnuliðsins enda orkubolti liðsins á báðum endum vallarins. Ægir Þór á það sameiginlegt með Stjörnunni að hafa aldrei náð að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Hann var með KR á einu Íslandsmeistaratímabilinu en fór út í atvinnumennsku eftir bikarúrslitaleikinn og var ekki með í úrslitakeppninni. Sé einhver hungraður í Íslandsmeistaratitilinn þá er það því maður að nafni Ægir Þór Steinarsson. Ægir er að byrja sitt áttunda alvöru tímabil í úrvalsdeildinni en hefur enn ekki fengið að handleika þann stóra. Nú gæti loksins verið komið að því. Ægir Þór Steinarsson var mjög góður á fyrsta tímabili sínu með Stjörnunni en enn betri í fyrra þegar væri vel hægt að færa rök fyrir því að hann væri besti leikmaður tímabilsins. Þau verðlaun voru hins vegar ekki afhent ekkiert frekar en Íslandsbikarinn. Ægir Þór var með 13,3 stig og 7,8 stoðsendingar að meðaltali í leik og Stjörnuliðið vann leikina með 11,1 stigi að meðaltali þegar hann var inn á vellinum. Það er líka svo mikið í hans leik og þá sérstaklega varnarleik sem kemur ekki fram í tölfræðinni. Með Ægir Þór Steinarsson á sömu ferð og í fyrra þá eru Stjörnumenn líklegir til að vinna loksins Íslandsmeistaratitilinn. Hermann Hauksson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi, um lið Stjörnunnar í vetur. Klippa: Sérfræðingurinn um lið Stjörnunnar í Domino´s deild karla í vetur Komnir: Mirza Sarajlija frá Koroivos (Grikklandi Alexander Lindqvist frá Bahía San Agustín (Spánn) Hugi Hallgrímsson frá Vestra Hilmir Hallgrímsson frá Vestra Farnir: Nick Tomsick til Tindastóls Kyle Johnson til Fraser Valley (Kanada) Tómas Þórður Hilmarsson til Aquimisa Carbajosa (Spáni) Ingimundur Orri Jóhannsson til Þór Þ Hversu langt síðan að Stjarnan ... . .. varð Íslandsmeistari: Aldrei ... varð deildarmeistari: 0 ár (2020) ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 0 ár (2020) ... varð bikarmeistari: 0 ár (2020) ... komst í bikarúrslit: 0 ár (2020) ... komst í bikarúrslitaviku: 0 ár (2020) ... komst í úrslitakeppni: 1 ár (2019) ... komst í lokaúrslit: 7 ár (2013) ... féll úr deildinni: 18 ár (2002) ... kom upp í deildina: 13 ár (2007) Gengi Stjörnunnar í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 Deildarmeistari 2018-19 Deildarmeistari 2017-18 7. sæti í deildinni 2016-17 2. sæti í deildinni 2015-16 2. sæti í deildinni 2014-15 5. sæti í deildinni 2013-14 7. sæti í deildinni 2012-13 4. sæti í deildinni 2011-12 4. sæti í deildinni Tölur Stjörnunnar frá tímabilinu 2019-20: - Sóknarleikur - Stig skoruð í leik: 1. sæti (91,2) Skotnýting: 3. sæti (45,7%) 3ja stiga skotnýting: 7. sæti (32,8%) Þristar í leik: 10. sæti (9,4) Vítanýting: 3. sæti (76,1%) - Varnarleikur - Stig fengin á sig í leik: 5. sæti (83,0) Stolnir boltar í leik: 9. sæti (6,9) Varin skot í leik: 9. sæti (2,5) Skotnýting mótherja: 4. sæti (42,2%) Hlutfall frákasta: 1. sæti (55,7%) - Grimmd, breidd og barátta - Stig af bekk í leik: 5. sæti (17,6) Hraðaupphlaupsstig í leik: 1. sæti (14,4) Stig í teig í leik: 2. sæti (40,6)
Komnir: Arnór Sveinsson frá Njarðvík CJ Burks frá Pallacanestro Orzinuovi (Ítalíu) Almar Stefán Guðbrandsson frá Reyni S. Farnir: Veigar Áki Hlynsson til KR Callum Lawson til Þór Þ Khalid Ahman Magnús Már Traustason til Reynis S.
Hversu langt síðan að Keflavík ... . .. varð Íslandsmeistari: 12 ár (2008) ... varð deildarmeistari: 12 ár (2008) ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 0 ár (2020) ... varð bikarmeistari: 8 ár (2012) ... komst í bikarúrslit: 8 ár (2012) ... komst í bikarúrslitaviku: Aldrei ... komst í úrslitakeppni: 1 ár (2019) ... komst í lokaúrslit: 10 ár (2010) ... féll úr deildinni: 36 ár (1984) ... kom upp í deildina: 35 ár (1985) Gengi Keflavíkur í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 2. sæti í deildinni 2018-19 4. sæti í deildinni 2017-18 8. sæti í deildinni 2016-17 6. sæti í deildinni 2015-16 3. sæti í deildinni 2014-15 6. sæti í deildinni 2013-14 2. sæti í deildinni 2012-13 5. sæti í deildinni 2011-12 5. sæti í deildinni Tölur Keflavíkur frá tímabilinu 2019-20: - Sóknarleikur - Stig skoruð í leik: 2. sæti (89,6) Skotnýting: 1. sæti (47,7%) 3ja stiga skotnýting: 2. sæti (35,9%) Þristar í leik: 6. sæti (9,7) Vítanýting: 4. sæti (75,8%) - Varnarleikur - Stig fengin á sig í leik: 2. sæti (79,8) Stolnir boltar í leik: 6. sæti (7,7) Varin skot í leik: 6. sæti (3,1) Skotnýting mótherja: 2. sæti (42,0%) Hlutfall frákasta: 3. sæti (53,1%) - Grimmd, breidd og barátta - Stig af bekk í leik: 8. sæti (16,1) Hraðaupphlaupsstig í leik: 4. sæti (11,8) Stig í teig í leik: 5. sæti (38,6)
Komnir: Nick Tomsick frá Stjörnunni Shawn Glover frá Club Malvin (Úrúgvæ) Antanas Udras frá Siauliai (Litháen) Farnir: Gerel Simmons til Douane (Senegal) Sinisa Bilic til Vals Jasmin Perkovic til Hrunamanna Eyþór Lár Bárðarson til Hamars Hlynur Freyr Einarsson til Þór Ak Deremy Geiger til Hispano Americano de Rio Gallegos (Argentína)
Hversu langt síðan að Tindastóll ... ... varð Íslandsmeistari: Aldrei ... varð deildarmeistari: Aldrei ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 0 ár (2020) ... varð bikarmeistari: 2 ár (2018) ... komst í bikarúrslit: 2 ár (2018) ... komst í bikarúrslitaviku: 0 ár (2020) ... komst í úrslitakeppni: 1 ár (2019) ... komst í lokaúrslit: 2 ár (2018) ... féll úr deildinni: 15 ár (2005) ... kom upp í deildina: 14 ár (2006) Gengi Tindastóls í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 3. sæti í deildinni 2018-19 3. sæti í deildinni 2017-18 3. sæti í deildinni 2016-17 3. sæti í deildinni 2015-16 6. sæti í deildinni 2014-15 2. sæti í deildinni 2013-14 B-deild (1. sæti) 2012-13 11. sæti í deildinni 2011-12 7. sæti í deildinni Tölur Tindastóls frá tímabilinu 2019-20: - Sóknarleikur - Stig skoruð í leik: 5. sæti (87,1) Skotnýting: 7. sæti (43,4%) 3ja stiga skotnýting: 6. sæti (33,2%) Þristar í leik: 3. sæti (10,6) Vítanýting: 1. sæti (78,5%) - Varnarleikur - Stig fengin á sig í leik: 3. sæti (82,2) Stolnir boltar í leik: 8. sæti (6,9) Varin skot í leik: 12. sæti (1,6) Skotnýting mótherja: 1. sæti (41,4%) Hlutfall frákasta: 5. sæti (51,9%) - Grimmd, breidd og barátta - Stig af bekk í leik: 7. sæti (16,4) Hraðaupphlaupsstig í leik: 11. sæti (9,8) Stig í teig í leik: 8. sæti (35,0)
Komnir: Mirza Sarajlija frá Koroivos (Grikklandi Alexander Lindqvist frá Bahía San Agustín (Spánn) Hugi Hallgrímsson frá Vestra Hilmir Hallgrímsson frá Vestra Farnir: Nick Tomsick til Tindastóls Kyle Johnson til Fraser Valley (Kanada) Tómas Þórður Hilmarsson til Aquimisa Carbajosa (Spáni) Ingimundur Orri Jóhannsson til Þór Þ
Hversu langt síðan að Stjarnan ... . .. varð Íslandsmeistari: Aldrei ... varð deildarmeistari: 0 ár (2020) ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 0 ár (2020) ... varð bikarmeistari: 0 ár (2020) ... komst í bikarúrslit: 0 ár (2020) ... komst í bikarúrslitaviku: 0 ár (2020) ... komst í úrslitakeppni: 1 ár (2019) ... komst í lokaúrslit: 7 ár (2013) ... féll úr deildinni: 18 ár (2002) ... kom upp í deildina: 13 ár (2007) Gengi Stjörnunnar í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 Deildarmeistari 2018-19 Deildarmeistari 2017-18 7. sæti í deildinni 2016-17 2. sæti í deildinni 2015-16 2. sæti í deildinni 2014-15 5. sæti í deildinni 2013-14 7. sæti í deildinni 2012-13 4. sæti í deildinni 2011-12 4. sæti í deildinni Tölur Stjörnunnar frá tímabilinu 2019-20: - Sóknarleikur - Stig skoruð í leik: 1. sæti (91,2) Skotnýting: 3. sæti (45,7%) 3ja stiga skotnýting: 7. sæti (32,8%) Þristar í leik: 10. sæti (9,4) Vítanýting: 3. sæti (76,1%) - Varnarleikur - Stig fengin á sig í leik: 5. sæti (83,0) Stolnir boltar í leik: 9. sæti (6,9) Varin skot í leik: 9. sæti (2,5) Skotnýting mótherja: 4. sæti (42,2%) Hlutfall frákasta: 1. sæti (55,7%) - Grimmd, breidd og barátta - Stig af bekk í leik: 5. sæti (17,6) Hraðaupphlaupsstig í leik: 1. sæti (14,4) Stig í teig í leik: 2. sæti (40,6)
Dominos-deild karla Keflavík ÍF Tindastóll Stjarnan Tengdar fréttir Spáin fyrir Domino´s deild karla 2020-21: Grasið nú grænna hinum megin við lækinn (4.-6. sæti) Valsmenn hafa sótt sér þjálfara og sterka leikmenn úr KR-fjölskyldunni og nú er að sjá hvort þeir geti farið að fagna titlum í körfunni eftir næstum því fjögurra áratuga bið. Vísir skoðar í dag sæti fjögur til sex í spánni. 30. september 2020 12:01 Spáin fyrir Domino´s deild karla 2020-21: Baráttan um síðasta sætið í úrslitakeppninni verður hörð (7.-9. sæti) Vísir heldur áfram að spá í spilin fyrir komandi tímabil í Domino´s deild karla og í dag ætlum við að skoða liðin sem berjast um síðustu sætin inn í úrslitakeppnina. 29. september 2020 12:00 Spáin fyrir Domino´s deild karla 2020-21: Þrjú lið sem berjast fyrir lífi sínu í vetur (10.-12. sæti) Fallbaráttan í Domino´s deild karla verður hörð eins og oft áður. Vísir er að spá fyrir um lokaröð liðanna og í dag er komið að þremur neðstu sætunum. 28. september 2020 12:00 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Sjá meira
Spáin fyrir Domino´s deild karla 2020-21: Grasið nú grænna hinum megin við lækinn (4.-6. sæti) Valsmenn hafa sótt sér þjálfara og sterka leikmenn úr KR-fjölskyldunni og nú er að sjá hvort þeir geti farið að fagna titlum í körfunni eftir næstum því fjögurra áratuga bið. Vísir skoðar í dag sæti fjögur til sex í spánni. 30. september 2020 12:01
Spáin fyrir Domino´s deild karla 2020-21: Baráttan um síðasta sætið í úrslitakeppninni verður hörð (7.-9. sæti) Vísir heldur áfram að spá í spilin fyrir komandi tímabil í Domino´s deild karla og í dag ætlum við að skoða liðin sem berjast um síðustu sætin inn í úrslitakeppnina. 29. september 2020 12:00
Spáin fyrir Domino´s deild karla 2020-21: Þrjú lið sem berjast fyrir lífi sínu í vetur (10.-12. sæti) Fallbaráttan í Domino´s deild karla verður hörð eins og oft áður. Vísir er að spá fyrir um lokaröð liðanna og í dag er komið að þremur neðstu sætunum. 28. september 2020 12:00