Hertar aðgerðir ekki í kortunum eins og staðan er núna Kristín Ólafsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 1. október 2020 11:38 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ekki standi til að grípa til harðari kórónuveiruaðgerða eins og staðan er núna. Hann bendir á að ávinningur slíkra aðgerða myndi ekki skila sér fyrr en eftir um tvær vikur. Meðalaldur þeirra sem þurft hafa að leggjast inn á sjúkrahús vegna veirunnar fer hækkandi. 36 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tuttugu þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. Alls eru ellefu nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19, þar af tveir á gjörgæslu. Inntur eftir því hvað skýri það að spítalainnlögnum vegna veirunnar fjölgi nú nokkuð ört bendir Þórólfur á að toppur alvarlegra veikinda komi iðulega fram um viku eftir topp nýrra tilfella. Það taki þá sem sýkjast af veirunni um viku að fá alvarleg einkenni, ef þeir fá þau á annað borð. „Svo kann líka vel að vera að einstaklingar með undirliggjandi vandamál séu að veikjast núna. Ég get þó ekki sagt alveg fyrir um það, ég hef ekki kannað það sérstaklega, en þetta eru svona tvær helstu skýringarnar,“ segir Þórólfur. Fram hefur komið að þeir sem liggja inni á sjúkrahúsi nú vegna veirunnar séu frá þrítugsaldri til sjötugsaldurs. Þórólfur segir aðspurður að aldursdreifing sjúklinganna sé nú heldur að hækka. Þá stendur ekki til að skila inn minnisblaði með tillögum að breyttum sóttvarnaraðgerðum til heilbrigðisráðherra fyrir ríkisstjórnarfund á morgun, að sögn Þórólfs. Hann segist ekki munu leggja til harðari aðgerðir eins og staðan er núna. Slíkt sé þó alltaf í endurskoðun. „Eins og staðan er núna höfum við séð að kúrvan er hægt og bítandi að sigla niður á við. Það er líka verið að skoða þetta út frá getu heilbrigðiskerfisins og aðstöðunni á Landspítalanum til að taka á móti veikum einstaklingum. Þetta eru allt þættir sem spila inn í hvort grípa þurfi til harðari aðgerða. En ég minni á að harðari aðgerðir núna skila sér ekki fyrr en eftir kannski tvær vikur.“ Upplýsingafundur almannavarna vegna veirunnar verður haldinn klukkan þrjú í dag en ekki klukkan tvö eins og venjan er. Ástæða seinkunarinnar er setning Alþingis sem hefst klukkan 13:30. Upplýsingafundurinn verður að vanda í beinni útsendingu hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir 36 greindust innanlands og ellefu nú á sjúkrahúsi 36 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tuttugu þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. Fjögur virk smit greindust á landamærum. 1. október 2020 11:01 Telja að gen frá neanderdalsmanninum auki líkurnar á að veikjast alvarlega af Covid-19 Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að gen sem nútímamaðurinn erfði frá neanderdalsmanninum geti þrefaldað líkurnar á því að fólk veikist alvarlega af sjúkdómnum Covid-19. 1. október 2020 08:04 Sýkingin virðist byrjuð að berast í viðkvæmari hópa en áður Sóttvarnalæknir segir það áhyggjuefni hversu margir liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19. 30. september 2020 13:53 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ekki standi til að grípa til harðari kórónuveiruaðgerða eins og staðan er núna. Hann bendir á að ávinningur slíkra aðgerða myndi ekki skila sér fyrr en eftir um tvær vikur. Meðalaldur þeirra sem þurft hafa að leggjast inn á sjúkrahús vegna veirunnar fer hækkandi. 36 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tuttugu þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. Alls eru ellefu nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19, þar af tveir á gjörgæslu. Inntur eftir því hvað skýri það að spítalainnlögnum vegna veirunnar fjölgi nú nokkuð ört bendir Þórólfur á að toppur alvarlegra veikinda komi iðulega fram um viku eftir topp nýrra tilfella. Það taki þá sem sýkjast af veirunni um viku að fá alvarleg einkenni, ef þeir fá þau á annað borð. „Svo kann líka vel að vera að einstaklingar með undirliggjandi vandamál séu að veikjast núna. Ég get þó ekki sagt alveg fyrir um það, ég hef ekki kannað það sérstaklega, en þetta eru svona tvær helstu skýringarnar,“ segir Þórólfur. Fram hefur komið að þeir sem liggja inni á sjúkrahúsi nú vegna veirunnar séu frá þrítugsaldri til sjötugsaldurs. Þórólfur segir aðspurður að aldursdreifing sjúklinganna sé nú heldur að hækka. Þá stendur ekki til að skila inn minnisblaði með tillögum að breyttum sóttvarnaraðgerðum til heilbrigðisráðherra fyrir ríkisstjórnarfund á morgun, að sögn Þórólfs. Hann segist ekki munu leggja til harðari aðgerðir eins og staðan er núna. Slíkt sé þó alltaf í endurskoðun. „Eins og staðan er núna höfum við séð að kúrvan er hægt og bítandi að sigla niður á við. Það er líka verið að skoða þetta út frá getu heilbrigðiskerfisins og aðstöðunni á Landspítalanum til að taka á móti veikum einstaklingum. Þetta eru allt þættir sem spila inn í hvort grípa þurfi til harðari aðgerða. En ég minni á að harðari aðgerðir núna skila sér ekki fyrr en eftir kannski tvær vikur.“ Upplýsingafundur almannavarna vegna veirunnar verður haldinn klukkan þrjú í dag en ekki klukkan tvö eins og venjan er. Ástæða seinkunarinnar er setning Alþingis sem hefst klukkan 13:30. Upplýsingafundurinn verður að vanda í beinni útsendingu hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir 36 greindust innanlands og ellefu nú á sjúkrahúsi 36 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tuttugu þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. Fjögur virk smit greindust á landamærum. 1. október 2020 11:01 Telja að gen frá neanderdalsmanninum auki líkurnar á að veikjast alvarlega af Covid-19 Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að gen sem nútímamaðurinn erfði frá neanderdalsmanninum geti þrefaldað líkurnar á því að fólk veikist alvarlega af sjúkdómnum Covid-19. 1. október 2020 08:04 Sýkingin virðist byrjuð að berast í viðkvæmari hópa en áður Sóttvarnalæknir segir það áhyggjuefni hversu margir liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19. 30. september 2020 13:53 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Sjá meira
36 greindust innanlands og ellefu nú á sjúkrahúsi 36 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tuttugu þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. Fjögur virk smit greindust á landamærum. 1. október 2020 11:01
Telja að gen frá neanderdalsmanninum auki líkurnar á að veikjast alvarlega af Covid-19 Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að gen sem nútímamaðurinn erfði frá neanderdalsmanninum geti þrefaldað líkurnar á því að fólk veikist alvarlega af sjúkdómnum Covid-19. 1. október 2020 08:04
Sýkingin virðist byrjuð að berast í viðkvæmari hópa en áður Sóttvarnalæknir segir það áhyggjuefni hversu margir liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19. 30. september 2020 13:53