„Áttum að heyra stefnuræðu en í staðin fengum við varnarræðu ríkisstjórnarinnar“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. október 2020 20:40 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var gagnrýnin á ríkisstjórnina í ræðu sinni á Alþingi í kvöld. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var gagnrýnin á ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Hún sagði Katrínu Jakobsdóttur hafa í sinni ræðu réttlætt það að ríkisstjórnin hafi tekið lítil skref í stað stórra skrefa í viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum. Hún segir „varnarræðuna“ hvorki hafa veitt þjóðinni leiðsögn né von um hvernig við færum út úr erfiðleikunum sem faraldrinum fylgdu. Hvernig taka ætti utan um fólkið, félagslega, efnahagslega og andlega. Hvernig halda ætti lífinu í litlu og meðalstóru fyrirtækjunum og verja störfin. „Ræðan sendi ekki skilaboð til Suðurnesjanna þar sem atvinnuleysi er nú um 20 prósent, til unga fólksins sem á erfiðara en áður að fá vinnu, til listamanna sem fótum hefur verið kippt undan eða einyrkja,“ sagði Þorgerður. Horfa má á beina útsendingu frá eldhúsdagsumræðunum hér. Segir tillögu um auðlindaákvæði auka líkur á að sameign þjóðar verði séreign fárra Hún sagði allt samræmi vanta á milli sóttvarnaráðstafana og efnahagsráðstafana. Verði stóru skrefin ekki tekin strax sé ríkisstjórnin að „bjóða þjóðinni upp á langvarandi kreppu.“ „Þótt ríkisstjórnin telji það lögmál að vera alltaf einu skrefi á eftir veirunni þá þarf það ekki að vera svo,“ sagði Þorgerður. „Veikleikar stjórnarinnar, sem reist var á þeirri einu hugsun að halda hlutum óbreyttum, verða augljósir þegar óvæntar aðstæður og áskoranir koma upp.“ Þá fjallaði Þorgerður, líkt og fleiri, um stjórnarskrána og sagði hún stjórnarflokkana og Miðflokkinn hafa lofað útgerðinni að koma ákvæði án tímabindingar veiðiréttar í gegn. „Tillagan sem nú liggur fyrir er merkingarlaus. Breytir engu. Hún tryggir ekki þjóðareignina. Ef eitthvað er eykur hún líkur á að sameign þjóðar verði séreign fárra. Við því verður að spyrna,“ sagði Þorgerður. Alþingi Viðreisn Tengdar fréttir Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og eldhúsdagsumræður Umræða um stefnuræðu forsætisráðherra fer fram í kvöld klukkan 19:30. 1. október 2020 19:07 Skoraði á þingmenn að taka nýja stjórnarskrá til afgreiðslu Forseti Íslands setti Alþingi í dag. 1. október 2020 16:26 Tækifæri fyrir Alþingi að breyta stjórnarskrá „með skynsamlegum hætti“ Kórónuveirufaraldurinn lék lykilhlutverk í stefnuræður Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. 1. október 2020 19:51 Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Hálkuaðstæður þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var gagnrýnin á ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Hún sagði Katrínu Jakobsdóttur hafa í sinni ræðu réttlætt það að ríkisstjórnin hafi tekið lítil skref í stað stórra skrefa í viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum. Hún segir „varnarræðuna“ hvorki hafa veitt þjóðinni leiðsögn né von um hvernig við færum út úr erfiðleikunum sem faraldrinum fylgdu. Hvernig taka ætti utan um fólkið, félagslega, efnahagslega og andlega. Hvernig halda ætti lífinu í litlu og meðalstóru fyrirtækjunum og verja störfin. „Ræðan sendi ekki skilaboð til Suðurnesjanna þar sem atvinnuleysi er nú um 20 prósent, til unga fólksins sem á erfiðara en áður að fá vinnu, til listamanna sem fótum hefur verið kippt undan eða einyrkja,“ sagði Þorgerður. Horfa má á beina útsendingu frá eldhúsdagsumræðunum hér. Segir tillögu um auðlindaákvæði auka líkur á að sameign þjóðar verði séreign fárra Hún sagði allt samræmi vanta á milli sóttvarnaráðstafana og efnahagsráðstafana. Verði stóru skrefin ekki tekin strax sé ríkisstjórnin að „bjóða þjóðinni upp á langvarandi kreppu.“ „Þótt ríkisstjórnin telji það lögmál að vera alltaf einu skrefi á eftir veirunni þá þarf það ekki að vera svo,“ sagði Þorgerður. „Veikleikar stjórnarinnar, sem reist var á þeirri einu hugsun að halda hlutum óbreyttum, verða augljósir þegar óvæntar aðstæður og áskoranir koma upp.“ Þá fjallaði Þorgerður, líkt og fleiri, um stjórnarskrána og sagði hún stjórnarflokkana og Miðflokkinn hafa lofað útgerðinni að koma ákvæði án tímabindingar veiðiréttar í gegn. „Tillagan sem nú liggur fyrir er merkingarlaus. Breytir engu. Hún tryggir ekki þjóðareignina. Ef eitthvað er eykur hún líkur á að sameign þjóðar verði séreign fárra. Við því verður að spyrna,“ sagði Þorgerður.
Alþingi Viðreisn Tengdar fréttir Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og eldhúsdagsumræður Umræða um stefnuræðu forsætisráðherra fer fram í kvöld klukkan 19:30. 1. október 2020 19:07 Skoraði á þingmenn að taka nýja stjórnarskrá til afgreiðslu Forseti Íslands setti Alþingi í dag. 1. október 2020 16:26 Tækifæri fyrir Alþingi að breyta stjórnarskrá „með skynsamlegum hætti“ Kórónuveirufaraldurinn lék lykilhlutverk í stefnuræður Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. 1. október 2020 19:51 Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Hálkuaðstæður þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Sjá meira
Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og eldhúsdagsumræður Umræða um stefnuræðu forsætisráðherra fer fram í kvöld klukkan 19:30. 1. október 2020 19:07
Skoraði á þingmenn að taka nýja stjórnarskrá til afgreiðslu Forseti Íslands setti Alþingi í dag. 1. október 2020 16:26
Tækifæri fyrir Alþingi að breyta stjórnarskrá „með skynsamlegum hætti“ Kórónuveirufaraldurinn lék lykilhlutverk í stefnuræður Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. 1. október 2020 19:51