Undarlegasta helgi síðari ára í enska boltanum fékk viðeigandi endi er Aston Villa niðurlægði Englandsmeistara Liverpool á heimavelli í lokaleik dagsins. Lokatölur á Villa Park 7-2 heimamönnum í vil.
Ollie Watkins hóf veisluna strax á 4. mínútu er hann kom Aston Villa yfir. Hann bætti við sínu öðru marki á 22. mínútu en Mohamed Salah minnkaði muninn á 33. mínútu. Aðeins tvemur mínútum eftir það var staðan orðin 3-1 þökk sé marki John McGinn og Ollie fullkomnaði þrennu sína á 39. mínútu.
Staðan því 4-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik.
Sýning heimamanna hélt áfram í þeim síðari en Ross Barkley - lánsmaður frá Chelsea - bætti við fimmta marki Villa þegar tíu mínútur voru liðnar. Mo Salah minnkaði muninn í 5-2 fimm mínútum eftir það.
Það var hins vegar Jack Grealish sem átti loka orðið en hann skoraði tvívegis og tryggði Aston Villa ótrúlegan 7-2 sigur.
Jack Grealish's game by numbers vs. Liverpool:
— Squawka Football (@Squawka) October 4, 2020
51 touches
8 ball recoveries
5/6 duels won
5 chances created
3 tackles made
3 assists
3 shots
2 goals
2 clearances
Directly involved in five goals against the reigning champions. pic.twitter.com/l3T0fbgy38
Aston Villa er því með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir í ensku úrvalsdeildinni á meðan Liverpool var að tapa sínum fyrsta leik. Liðið var án Sadio Mané, Thiago og Alisson í dag.