Stefna ótrauðir að tilnefningu Barrett þrátt fyrir smit á þingi Samúel Karl Ólason skrifar 4. október 2020 07:59 Amy Coney Barrett og Mitch McConnell í síðustu viku. AP/Erin Schaff Þrír af öldungadeildarþingmönnum Bandaríkjanna hafa smitast af Covid-19 og þrír til viðbótar eru í sóttkví. Allir eru þeir Repúblikanar og þess vegna hefur Mitch McConnell, forseti þingsins, frestað þingi um tvær vikur. Þingmenn munu koma saman þann 19. október í stað þess að koma saman á morgun eins og til stóð. Markmið þeirra er að staðfesta tilnefningu Amy Coney Barrett til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Dómsmálanefnd þingsins mun byrja fundi sína vegna tilnefningarinnar þann 12. október. Í yfirlýsingu sem McConnell sendi frá sér í gær segir að dagskrárbreytingin muni ekki hafa áhrif á tilnefningarferlið, sem hann lýsti meðal annars sem „sanngjörnu“. Demókratar í öldungadeildinni, sem eru andvígir tilnefningu Barrett, segja McConnell ógna heilsu og öryggi bæði þingmanna og starfsmanna þingsins með ætlunum sínum. Of hættulegt sé að kalla þingið saman að svo stöddu, samkvæmt frétt Politico. Senate floor proceedings will be postponed until October 19th. The @SenJudiciary confirmation hearings for Judge Barrett s nomination to the Supreme Court will convene on October 12th as scheduled by Chairman Graham. My full statement: pic.twitter.com/7ThKZPJBZG— Leader McConnell (@senatemajldr) October 3, 2020 Demókratar hafa kvartað hástöfum yfir meintri hræsni Repúblikana varðandi tilnefningu Barrett og kapphlaup þeirra við að koma henni í Hæstarétt fyrir kosningarnar í næsta mánuði. Eftir að hæstaréttardómarinn Antonin Scalia dó í febrúar 2016, neitaði McConnell, sem var þá einnig forseti öldungadeildarinnar, að láta greiða atkvæði um tilnefningu Marrick B. Garland til Hæstaréttar. McConnell sagði það ekki rétt þegar svo lítið væri eftir að forsetatíð Barack Obama. Forsetakosningar fóru einnig fram í nóvember 2016. Sjá einnig: Heitir því að greiða atkvæði um nýjan hæstaréttardómara Tveir þeirra þingmanna sem hafa smitast af Covid-19, þeir Mike Lee og Thom Tillis, eru báðir meðlimir í dómsmálanefnd öldungadeildarinnar. Þeir hafa sagt að þeir muni einangra sig í tíu daga og myndi það gefa þeim tíma til að sækja fundi um Barrett, þegar þeir hefjast. McConnell sagði í gær að til greina kæmi að einhverjir þingmenn myndu sækja fundinn í gegnum netið. Því hafa Demókratar hins vegar mótmælt og segja óásættanlegt að halda fjarfund um svo mikilvægt mál. Tveir þingmenn Repúblikanaflokksins, þær Lisa Murkowski og Susan Collins hafa sagt að þær muni ekki staðfesta Hæstaréttardómara þegar svo stutt er í kosningar. Repúblikanar eru með 53-47 meirihluta í öldungadeildinni svo þeir mega ekki missa marga þingmenn til viðbótar. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Dómaraefni Trump tilheyrir trúarhópi sem er sagður kúga konur Amy Coney Barrett, áfrýjunardómari sem Donald Trump Bandaríkjaforseti tilnefndi til hæstaréttar um helgina, er sögð tilheyra kristnum trúarhópi sem fyrrverandi félagar fullyrða að kenni að konur verði að vera undirgefnar eiginmönnum sínum. 29. september 2020 11:38 Hugsanlegt að Roe gegn Wade verði tekið fyrir af Hæstarétti að nýju Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt að það sé hugsanlegt að dómurinn Roe gegn Wade frá árinu 1973 verði tekinn upp að nýju hjá Hæstarétti verði Amy Coney Barrett, tilnefning hans til Hæstaréttar, kosin til dómsins af öldungadeild Bandaríkjanna. 27. september 2020 21:42 Mesta íhaldssveifla í hæstaréttinum í áratugi Hugmyndafræði Hæstaréttar Bandaríkjanna er líklegt til að taka skarpa hægribeygju til næstu áratuganna eftir að Donald Trump forseti tilnefndi Amy Coney Barrett, íhaldssaman áfrýjunardómara, til að taka sæti Ruth Bader Ginsburg í gær. 27. september 2020 10:06 Barrett tilnefnd til Hæstaréttar Bandaríkjanna Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti rétt í þessu tilnefningu sína til Hæstaréttar Bandaríkjanna. 26. september 2020 21:09 Romney tryggir meirihluta repúblikana fyrir dómaraefni Trump Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings virðast nú hafa tryggt sér atkvæði nógu margra þingmanna sinna til þess að geta staðfest dómaraefni Donalds Trump forseta til Hæstaréttar eftir að Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður frá Utah, sagði ætla að greiða atkvæði með því. 22. september 2020 14:40 Bandaríkin: Hvers vegna skiptir Hæstiréttur svona miklu máli? Í nýjum þætti Bandaríkjanna, hlaðvarps fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, ræðum við af hverju bandarískir íhaldsmenn leggja svo mikla áherslu á Hæstarétt. 24. september 2020 08:30 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Sjá meira
Þrír af öldungadeildarþingmönnum Bandaríkjanna hafa smitast af Covid-19 og þrír til viðbótar eru í sóttkví. Allir eru þeir Repúblikanar og þess vegna hefur Mitch McConnell, forseti þingsins, frestað þingi um tvær vikur. Þingmenn munu koma saman þann 19. október í stað þess að koma saman á morgun eins og til stóð. Markmið þeirra er að staðfesta tilnefningu Amy Coney Barrett til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Dómsmálanefnd þingsins mun byrja fundi sína vegna tilnefningarinnar þann 12. október. Í yfirlýsingu sem McConnell sendi frá sér í gær segir að dagskrárbreytingin muni ekki hafa áhrif á tilnefningarferlið, sem hann lýsti meðal annars sem „sanngjörnu“. Demókratar í öldungadeildinni, sem eru andvígir tilnefningu Barrett, segja McConnell ógna heilsu og öryggi bæði þingmanna og starfsmanna þingsins með ætlunum sínum. Of hættulegt sé að kalla þingið saman að svo stöddu, samkvæmt frétt Politico. Senate floor proceedings will be postponed until October 19th. The @SenJudiciary confirmation hearings for Judge Barrett s nomination to the Supreme Court will convene on October 12th as scheduled by Chairman Graham. My full statement: pic.twitter.com/7ThKZPJBZG— Leader McConnell (@senatemajldr) October 3, 2020 Demókratar hafa kvartað hástöfum yfir meintri hræsni Repúblikana varðandi tilnefningu Barrett og kapphlaup þeirra við að koma henni í Hæstarétt fyrir kosningarnar í næsta mánuði. Eftir að hæstaréttardómarinn Antonin Scalia dó í febrúar 2016, neitaði McConnell, sem var þá einnig forseti öldungadeildarinnar, að láta greiða atkvæði um tilnefningu Marrick B. Garland til Hæstaréttar. McConnell sagði það ekki rétt þegar svo lítið væri eftir að forsetatíð Barack Obama. Forsetakosningar fóru einnig fram í nóvember 2016. Sjá einnig: Heitir því að greiða atkvæði um nýjan hæstaréttardómara Tveir þeirra þingmanna sem hafa smitast af Covid-19, þeir Mike Lee og Thom Tillis, eru báðir meðlimir í dómsmálanefnd öldungadeildarinnar. Þeir hafa sagt að þeir muni einangra sig í tíu daga og myndi það gefa þeim tíma til að sækja fundi um Barrett, þegar þeir hefjast. McConnell sagði í gær að til greina kæmi að einhverjir þingmenn myndu sækja fundinn í gegnum netið. Því hafa Demókratar hins vegar mótmælt og segja óásættanlegt að halda fjarfund um svo mikilvægt mál. Tveir þingmenn Repúblikanaflokksins, þær Lisa Murkowski og Susan Collins hafa sagt að þær muni ekki staðfesta Hæstaréttardómara þegar svo stutt er í kosningar. Repúblikanar eru með 53-47 meirihluta í öldungadeildinni svo þeir mega ekki missa marga þingmenn til viðbótar.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Dómaraefni Trump tilheyrir trúarhópi sem er sagður kúga konur Amy Coney Barrett, áfrýjunardómari sem Donald Trump Bandaríkjaforseti tilnefndi til hæstaréttar um helgina, er sögð tilheyra kristnum trúarhópi sem fyrrverandi félagar fullyrða að kenni að konur verði að vera undirgefnar eiginmönnum sínum. 29. september 2020 11:38 Hugsanlegt að Roe gegn Wade verði tekið fyrir af Hæstarétti að nýju Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt að það sé hugsanlegt að dómurinn Roe gegn Wade frá árinu 1973 verði tekinn upp að nýju hjá Hæstarétti verði Amy Coney Barrett, tilnefning hans til Hæstaréttar, kosin til dómsins af öldungadeild Bandaríkjanna. 27. september 2020 21:42 Mesta íhaldssveifla í hæstaréttinum í áratugi Hugmyndafræði Hæstaréttar Bandaríkjanna er líklegt til að taka skarpa hægribeygju til næstu áratuganna eftir að Donald Trump forseti tilnefndi Amy Coney Barrett, íhaldssaman áfrýjunardómara, til að taka sæti Ruth Bader Ginsburg í gær. 27. september 2020 10:06 Barrett tilnefnd til Hæstaréttar Bandaríkjanna Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti rétt í þessu tilnefningu sína til Hæstaréttar Bandaríkjanna. 26. september 2020 21:09 Romney tryggir meirihluta repúblikana fyrir dómaraefni Trump Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings virðast nú hafa tryggt sér atkvæði nógu margra þingmanna sinna til þess að geta staðfest dómaraefni Donalds Trump forseta til Hæstaréttar eftir að Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður frá Utah, sagði ætla að greiða atkvæði með því. 22. september 2020 14:40 Bandaríkin: Hvers vegna skiptir Hæstiréttur svona miklu máli? Í nýjum þætti Bandaríkjanna, hlaðvarps fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, ræðum við af hverju bandarískir íhaldsmenn leggja svo mikla áherslu á Hæstarétt. 24. september 2020 08:30 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Sjá meira
Dómaraefni Trump tilheyrir trúarhópi sem er sagður kúga konur Amy Coney Barrett, áfrýjunardómari sem Donald Trump Bandaríkjaforseti tilnefndi til hæstaréttar um helgina, er sögð tilheyra kristnum trúarhópi sem fyrrverandi félagar fullyrða að kenni að konur verði að vera undirgefnar eiginmönnum sínum. 29. september 2020 11:38
Hugsanlegt að Roe gegn Wade verði tekið fyrir af Hæstarétti að nýju Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt að það sé hugsanlegt að dómurinn Roe gegn Wade frá árinu 1973 verði tekinn upp að nýju hjá Hæstarétti verði Amy Coney Barrett, tilnefning hans til Hæstaréttar, kosin til dómsins af öldungadeild Bandaríkjanna. 27. september 2020 21:42
Mesta íhaldssveifla í hæstaréttinum í áratugi Hugmyndafræði Hæstaréttar Bandaríkjanna er líklegt til að taka skarpa hægribeygju til næstu áratuganna eftir að Donald Trump forseti tilnefndi Amy Coney Barrett, íhaldssaman áfrýjunardómara, til að taka sæti Ruth Bader Ginsburg í gær. 27. september 2020 10:06
Barrett tilnefnd til Hæstaréttar Bandaríkjanna Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti rétt í þessu tilnefningu sína til Hæstaréttar Bandaríkjanna. 26. september 2020 21:09
Romney tryggir meirihluta repúblikana fyrir dómaraefni Trump Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings virðast nú hafa tryggt sér atkvæði nógu margra þingmanna sinna til þess að geta staðfest dómaraefni Donalds Trump forseta til Hæstaréttar eftir að Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður frá Utah, sagði ætla að greiða atkvæði með því. 22. september 2020 14:40
Bandaríkin: Hvers vegna skiptir Hæstiréttur svona miklu máli? Í nýjum þætti Bandaríkjanna, hlaðvarps fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, ræðum við af hverju bandarískir íhaldsmenn leggja svo mikla áherslu á Hæstarétt. 24. september 2020 08:30