Um tuttugu smitaðir eftir æfingar hjá Hnefaleikafélagi Kópavogs Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. október 2020 12:23 Æfingasalur Hnefaleikafélags Kópavogs. Facebook/Hnefaleikafélag Kópavogs Iðkandi í Hnefaleikafélagi Kópavogs greindist með kórónuveiruna á fimmtudag. Um tuttugu smit hafa nú verið rakin til félagsins eftir æfingar helgina áður. Þetta staðfestir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. Hnefaleikafélag Kópavogs greinir sjálft frá smiti iðkanda í Facebook-færslu í gær. Þar segir að eftir að iðkandinn greindist með veiruna á fimmtudag hafi verið gripið til viðeigandi ráðstafana innan félagsins samstundis. Þeim sem verið hefðu í húsakynnum félagsins við Smiðjuveg í Kópavogi vikuna á undan hafi verið tilkynnt um smitið og félaginu lokað á meðan unnið væri að smitrakningu. Fleiri hafi greinst með veiruna í kjölfarið en ekki kemur fram í færslu Hnefaleikafélagsins hversu margir það eru. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn staðfestir í samtali við fréttastofu nú um hádegisbil að u.þ.b. tuttugu smit megi rekja til stöðvarinnar eftir æfingar á föstudag og laugardag síðustu helgi septembermánaðar, tæpri viku áður en fyrsta smitið greindist. Hnefaleikafélag Kópavogs verður lokað næstu tvær vikurnar. Félagið biðlar til allra sem finna fyrir einkennum að hafa strax samband við heilsugæslu eða hringja í síma 1700. Þá biður félagið þá sem verið hafa í húsakynnum þess að útbúa greinargóðan lista yfir þá sem þeir hafa verið í návígi við „til að minnka líkur á frekari útbreiðslu og létta undir álagi smitrakningarteymis og almannavarna.“ „Einnig biðjum við þá sem finna ekki fyrir einkennum en hafa verið í húsinu eða návígi við einhvern iðkanda að kanna möguleika á að fara í sýnatöku,“ segir í færslu félagsins. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að margir hafi smitast af veirunni á vinnustöðvum, innan fjölskyldna og vinahópa sem geri sér glaðan dag. Einnig væri talsvert um smit á líkamsræktarstöðvum og á krám. Þá nefndi Þórólfur einnig sérstaklega að rekja mætti smit til hnefaleikastöðvar í Kópavogi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Box Kópavogur Tengdar fréttir 59 greindust innanlands og fimmtán á sjúkrahúsi 59 greindust innanlands og voru 34 þeirra í sóttkví. Þetta segir Víðir Reynisson í samtali við fréttastofu. 5. október 2020 10:58 „Rauð flögg“ um alvarlegri faraldur ef ekkert hefði verið að gert Sóttvarnalæknir segir kórónuveirufaraldurinn nú í talsverðum vexti. 5. október 2020 11:29 Hefði mátt grípa til harðari aðgerða strax í síðustu viku Sóttvarnalæknir segir að vissulega hefði mátt grípa til hertra kórónuveiruaðgerða strax fyrir helgi eða jafnvel fyrir viku síðan. 5. október 2020 12:07 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Iðkandi í Hnefaleikafélagi Kópavogs greindist með kórónuveiruna á fimmtudag. Um tuttugu smit hafa nú verið rakin til félagsins eftir æfingar helgina áður. Þetta staðfestir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. Hnefaleikafélag Kópavogs greinir sjálft frá smiti iðkanda í Facebook-færslu í gær. Þar segir að eftir að iðkandinn greindist með veiruna á fimmtudag hafi verið gripið til viðeigandi ráðstafana innan félagsins samstundis. Þeim sem verið hefðu í húsakynnum félagsins við Smiðjuveg í Kópavogi vikuna á undan hafi verið tilkynnt um smitið og félaginu lokað á meðan unnið væri að smitrakningu. Fleiri hafi greinst með veiruna í kjölfarið en ekki kemur fram í færslu Hnefaleikafélagsins hversu margir það eru. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn staðfestir í samtali við fréttastofu nú um hádegisbil að u.þ.b. tuttugu smit megi rekja til stöðvarinnar eftir æfingar á föstudag og laugardag síðustu helgi septembermánaðar, tæpri viku áður en fyrsta smitið greindist. Hnefaleikafélag Kópavogs verður lokað næstu tvær vikurnar. Félagið biðlar til allra sem finna fyrir einkennum að hafa strax samband við heilsugæslu eða hringja í síma 1700. Þá biður félagið þá sem verið hafa í húsakynnum þess að útbúa greinargóðan lista yfir þá sem þeir hafa verið í návígi við „til að minnka líkur á frekari útbreiðslu og létta undir álagi smitrakningarteymis og almannavarna.“ „Einnig biðjum við þá sem finna ekki fyrir einkennum en hafa verið í húsinu eða návígi við einhvern iðkanda að kanna möguleika á að fara í sýnatöku,“ segir í færslu félagsins. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að margir hafi smitast af veirunni á vinnustöðvum, innan fjölskyldna og vinahópa sem geri sér glaðan dag. Einnig væri talsvert um smit á líkamsræktarstöðvum og á krám. Þá nefndi Þórólfur einnig sérstaklega að rekja mætti smit til hnefaleikastöðvar í Kópavogi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Box Kópavogur Tengdar fréttir 59 greindust innanlands og fimmtán á sjúkrahúsi 59 greindust innanlands og voru 34 þeirra í sóttkví. Þetta segir Víðir Reynisson í samtali við fréttastofu. 5. október 2020 10:58 „Rauð flögg“ um alvarlegri faraldur ef ekkert hefði verið að gert Sóttvarnalæknir segir kórónuveirufaraldurinn nú í talsverðum vexti. 5. október 2020 11:29 Hefði mátt grípa til harðari aðgerða strax í síðustu viku Sóttvarnalæknir segir að vissulega hefði mátt grípa til hertra kórónuveiruaðgerða strax fyrir helgi eða jafnvel fyrir viku síðan. 5. október 2020 12:07 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
59 greindust innanlands og fimmtán á sjúkrahúsi 59 greindust innanlands og voru 34 þeirra í sóttkví. Þetta segir Víðir Reynisson í samtali við fréttastofu. 5. október 2020 10:58
„Rauð flögg“ um alvarlegri faraldur ef ekkert hefði verið að gert Sóttvarnalæknir segir kórónuveirufaraldurinn nú í talsverðum vexti. 5. október 2020 11:29
Hefði mátt grípa til harðari aðgerða strax í síðustu viku Sóttvarnalæknir segir að vissulega hefði mátt grípa til hertra kórónuveiruaðgerða strax fyrir helgi eða jafnvel fyrir viku síðan. 5. október 2020 12:07