Hljóðláta byltingin Ásdís Kristinsdóttir skrifar 5. október 2020 14:02 Það er merkilegt að hugsa til þess að það vinnufyrirkomulag sem við þekkjum í dag á í grundvallaratriðum rætur sínar að rekja aftur til iðnbyltingarinnar. Á þeim tíma gerðist það að fólk fór að mæta til vinnu og starfa ekki bara samkvæmt klukku heldur líka stimpilklukku. Á þessum tíma kom líka upp sú hugmynd að skilgreina átta tíma sem fullan vinnudag. Fyrir þennan tíma má segja að sólargangurinn hafi stýrt vinnudegi fólks sem fékk greitt fyrir verkin sín (t.d. fiskinn sem það veiddi). Með stimpilklukkunni fékk fólk í raun greitt fyrir vinnutíma enda ákveðið samhengi á milli þess að að starfsmaður gætti vélar, hún væri í gangi og að hann væri að skapa virði. Í tvö hundruð ár hafa þessi grundvallaratriði fengið að standa nokkuð gagnrýnislaust þó aðstæður og kjör verkafólks hafi auðvitað gjörbreyst. En nú er eitthvað að gerast, það hefur að sjálfsögðu átt sér einhvern aðdraganda en í heimsfaraldrinum sem nú geisar má segja að það sé að eiga sér stað bylting. Við setjum t.d. spurningamerki við það að fólk þurfi að mæta á skrifstofuna til að skapa virði og mörg fyrirtæki hafa áttað sig á því að sú er ekki raunin. Það er nefnilega ekki beint samhengi á milli þess að starfsmaður sitji við skrifborð í vinnunni og að hann sé að skapa virði. Í sumum tilfellum hefur reyndar komið í ljós að starfmenn afkasta meiru í fjarvinnu. Twitter hefur áttað sig á þessu og hefur tilkynnt að enginn stafsmaður þurfi nokkurn tímann að snúa aftur á skrifstofuna kjósi hann að gera það ekki. Facebook gerir ráð fyrir að innan 10 ára muni í það minnsta helmingur starfsmanna vinna í fjarvinnu og Advania býður starfsmönnum að vinna heima 40% af tímanum. Hvaða áhrif mun þessi þróun hafa á skipulag borga? Hvað verður um fjármála- og fyrirtækjahverfin? Hvernig þróast úthverfin þegar fólk er heima á daginn, breytast þau kannski úr svefnhverfum í úthverfaþorp þar sem fólk fer á kaffihús í hádeginu til að fá sér snarl og vinna? Hvernig munum við í framtíðinni mæla umhverfisáhrifin af þessari hljóðlátu byltingu? Frestum við stórum framkvæmdum í vegakerfinu þar sem umferðahnútar verða ekki lengur aðkallandi vandamál? Hvernig heldur maður utan um teymi sem vinnur í fjarvinnu? Ef fyrirtæki hætta að halda úti skrifstofuhúsnæði, hvernig skilar lækkaður rekstrarkostnaður sér til starfsmanna, viðskiptavina og samfélagsins? Hvernig skilgreinum við vinnuframlag? Gerum við það út frá stimpilklukku eða virðinu sem starfsmenn skapa? Hér tökum við út fyrir sviga þá geira þar sem virðið felst í því að vera til staðar eins og á við t.d. í umönnunarstörfum. Verður ekki sveigjanleiki fyrirtækja og starfsmanna sífellt meiri krafa? Munu fyrirtæki auglýsa störf með sveigjanlegu starfshlutfalli, þar sem stafsmaður gæti unnið 50% einn mánuðinn og 100% hinn mánuðinn allt eftir löngun starfsmanns og þörfum fyrirtækisins? Vísir af þessu er nú til staðar en Reykjavíkurborg hefur stofnað afleysingarstofu þar sem einstaklingum gefst tækifæri til þess að skilgreina sjálfir sinn vinnutíma og vinna á þeim tíma sem þeir óska eftir, þetta er án efa fyrirkomulag sem á eftir að ryðja sér til rúms í framtíðinni. Það er alla veganna deginum ljósara að byltingin er hafin og það verður á efa spennandi að fylgjast með þróuninni á íslenskum vinnumarkaði. Höfundur er annar eigandi ráðgjafafyrirtækisins Gemba. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarvinna Mest lesið Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Það er merkilegt að hugsa til þess að það vinnufyrirkomulag sem við þekkjum í dag á í grundvallaratriðum rætur sínar að rekja aftur til iðnbyltingarinnar. Á þeim tíma gerðist það að fólk fór að mæta til vinnu og starfa ekki bara samkvæmt klukku heldur líka stimpilklukku. Á þessum tíma kom líka upp sú hugmynd að skilgreina átta tíma sem fullan vinnudag. Fyrir þennan tíma má segja að sólargangurinn hafi stýrt vinnudegi fólks sem fékk greitt fyrir verkin sín (t.d. fiskinn sem það veiddi). Með stimpilklukkunni fékk fólk í raun greitt fyrir vinnutíma enda ákveðið samhengi á milli þess að að starfsmaður gætti vélar, hún væri í gangi og að hann væri að skapa virði. Í tvö hundruð ár hafa þessi grundvallaratriði fengið að standa nokkuð gagnrýnislaust þó aðstæður og kjör verkafólks hafi auðvitað gjörbreyst. En nú er eitthvað að gerast, það hefur að sjálfsögðu átt sér einhvern aðdraganda en í heimsfaraldrinum sem nú geisar má segja að það sé að eiga sér stað bylting. Við setjum t.d. spurningamerki við það að fólk þurfi að mæta á skrifstofuna til að skapa virði og mörg fyrirtæki hafa áttað sig á því að sú er ekki raunin. Það er nefnilega ekki beint samhengi á milli þess að starfsmaður sitji við skrifborð í vinnunni og að hann sé að skapa virði. Í sumum tilfellum hefur reyndar komið í ljós að starfmenn afkasta meiru í fjarvinnu. Twitter hefur áttað sig á þessu og hefur tilkynnt að enginn stafsmaður þurfi nokkurn tímann að snúa aftur á skrifstofuna kjósi hann að gera það ekki. Facebook gerir ráð fyrir að innan 10 ára muni í það minnsta helmingur starfsmanna vinna í fjarvinnu og Advania býður starfsmönnum að vinna heima 40% af tímanum. Hvaða áhrif mun þessi þróun hafa á skipulag borga? Hvað verður um fjármála- og fyrirtækjahverfin? Hvernig þróast úthverfin þegar fólk er heima á daginn, breytast þau kannski úr svefnhverfum í úthverfaþorp þar sem fólk fer á kaffihús í hádeginu til að fá sér snarl og vinna? Hvernig munum við í framtíðinni mæla umhverfisáhrifin af þessari hljóðlátu byltingu? Frestum við stórum framkvæmdum í vegakerfinu þar sem umferðahnútar verða ekki lengur aðkallandi vandamál? Hvernig heldur maður utan um teymi sem vinnur í fjarvinnu? Ef fyrirtæki hætta að halda úti skrifstofuhúsnæði, hvernig skilar lækkaður rekstrarkostnaður sér til starfsmanna, viðskiptavina og samfélagsins? Hvernig skilgreinum við vinnuframlag? Gerum við það út frá stimpilklukku eða virðinu sem starfsmenn skapa? Hér tökum við út fyrir sviga þá geira þar sem virðið felst í því að vera til staðar eins og á við t.d. í umönnunarstörfum. Verður ekki sveigjanleiki fyrirtækja og starfsmanna sífellt meiri krafa? Munu fyrirtæki auglýsa störf með sveigjanlegu starfshlutfalli, þar sem stafsmaður gæti unnið 50% einn mánuðinn og 100% hinn mánuðinn allt eftir löngun starfsmanns og þörfum fyrirtækisins? Vísir af þessu er nú til staðar en Reykjavíkurborg hefur stofnað afleysingarstofu þar sem einstaklingum gefst tækifæri til þess að skilgreina sjálfir sinn vinnutíma og vinna á þeim tíma sem þeir óska eftir, þetta er án efa fyrirkomulag sem á eftir að ryðja sér til rúms í framtíðinni. Það er alla veganna deginum ljósara að byltingin er hafin og það verður á efa spennandi að fylgjast með þróuninni á íslenskum vinnumarkaði. Höfundur er annar eigandi ráðgjafafyrirtækisins Gemba.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun