„Það er ekkert meiri ófyrirsjáanleiki en staðan kallar á“ Sylvía Hall skrifar 5. október 2020 18:53 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir að sömu lögmál munu gilda varðandi lokunarstyrki til fyrirtækja og áður, nú þegar mörgum hefur verið gert að loka á ný vegna sóttvarnaaðgerða yfirvalda. Staðan sé erfið hjá mörgum en stjórnvöld muni leita leiða til þess að mæta fyrirtækjum í rekstrarvanda. „Auðvitað er staðan þannig að við erum að sjá fyrirtæki í mjög fjölþættum vanda. Í fyrsta lagi eru það þau sem hafa þurft að loka vegna sóttvarnaráðstafana, síðan eru önnur fyrirtæki þar sem staðan er mjög þung vegna efnahagslegra áhrifa. Þá þarf aðrar leiðir til þess að mæta þeim aðilum,“ sagði Katrín í kvöldfréttum Stöðvar 2. Lokunarstyrkir voru kynntir til sögunnar eftir að mörgum rekstraraðilum var gert að stöðva starfsemi í fyrstu bylgju faraldursins. Áttu þeir rétt á lokunarstyrkjum að uppfylltum ýmsum skilyrðum, en mörgum þótti skilyrðin heldur ströng. Katrín segir stöðuna þunga fyrir marga. „Þetta er þung staða fyrir aðila en það er auðvitað mismunandi líka hvaða staða tekur við á eftir. Vonandi geta flestir þessara aðila opnað aftur og tekið síðan upp fyrri starfsemi, við vonum það að sjálfsögðu. Aðgerðirnar eru til þess að við getum aftur komið samfélaginu í gang þegar þessu lýkur.“ Stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir ófyrirsjáanleika í sínum aðgerðum. Fyrirvari um nýjar sóttvarnaaðgerðir þótti heldur stuttur og margir töldu sig vera í óvissu varðandi hvernig skyldi túlka aðgerðirnar út frá sinni starfsemi. Að sögn Katrínar býður staðan ekki upp á annað. „Það er ekkert meiri ófyrirsjáanleiki en staðan kallar á.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Forsætisráðherra segir að sömu lögmál munu gilda varðandi lokunarstyrki til fyrirtækja og áður, nú þegar mörgum hefur verið gert að loka á ný vegna sóttvarnaaðgerða yfirvalda. Staðan sé erfið hjá mörgum en stjórnvöld muni leita leiða til þess að mæta fyrirtækjum í rekstrarvanda. „Auðvitað er staðan þannig að við erum að sjá fyrirtæki í mjög fjölþættum vanda. Í fyrsta lagi eru það þau sem hafa þurft að loka vegna sóttvarnaráðstafana, síðan eru önnur fyrirtæki þar sem staðan er mjög þung vegna efnahagslegra áhrifa. Þá þarf aðrar leiðir til þess að mæta þeim aðilum,“ sagði Katrín í kvöldfréttum Stöðvar 2. Lokunarstyrkir voru kynntir til sögunnar eftir að mörgum rekstraraðilum var gert að stöðva starfsemi í fyrstu bylgju faraldursins. Áttu þeir rétt á lokunarstyrkjum að uppfylltum ýmsum skilyrðum, en mörgum þótti skilyrðin heldur ströng. Katrín segir stöðuna þunga fyrir marga. „Þetta er þung staða fyrir aðila en það er auðvitað mismunandi líka hvaða staða tekur við á eftir. Vonandi geta flestir þessara aðila opnað aftur og tekið síðan upp fyrri starfsemi, við vonum það að sjálfsögðu. Aðgerðirnar eru til þess að við getum aftur komið samfélaginu í gang þegar þessu lýkur.“ Stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir ófyrirsjáanleika í sínum aðgerðum. Fyrirvari um nýjar sóttvarnaaðgerðir þótti heldur stuttur og margir töldu sig vera í óvissu varðandi hvernig skyldi túlka aðgerðirnar út frá sinni starfsemi. Að sögn Katrínar býður staðan ekki upp á annað. „Það er ekkert meiri ófyrirsjáanleiki en staðan kallar á.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira