Landsmenn mega eiga von á að það rigni víða fyrripartinn í dag en þegar líður á daginn mun stytta upp fyrir norðan og austan. Áfram verði rigning á Suðausturlandi en skúrir í öðrum landshlutum.
Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að morgundagurinn verði víða blautur en að öðru leyti aðgerðarlítill.
„Síðan er að sjá skammvinna kólnun fyrir norðan og austan á föstudag en seint á laugardag en von á næstu lægð og þykknar upp vestantil um kvöldið og fer að rigna um nóttina.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag: Norðlæg átt, 3-8 m/s, en 5-10 NV-til undir kvöld. Rigning víða um land, en yfirleitt þurrt SV-lands. Hiti 3 til 8 stig.
Á fimmtudag: Norðan 5-10 m/s og rigning, en slydda til fjalla fyrir norðan. Úrkomuminna seinnipartinn, einkum um landið S-vert. Hiti 2 til 7 stig.
Á föstudag: Norðanátt með björtu veðri S- og V-lands, en lítilsháttar rigningu eða slyddu NA-til. Kólnandi veður fyrir norðan í bili.
Á laugardag: Hæg norðlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum. Vaxandi SA-átt, þykknar upp og hlýnar um landið vestantil um kvöldið. Hiti 1 til 7 stig að deginum.
Á sunnudag: Suðaustanátt og rigning, en úrkomulítið NA-lands. Suðvestlægari vestantil seinnipartinn og úrkomuminna. Fremur milt í veðri.
Á mánudag: Útlit fyrir suðvestlæga eða breytilega átt með stöku skúrum um landið vestanvert, annars þurrt. Hiti víða 2 til 7 stig að deginum.