Sue Bird WNBA meistari á þremur mismunandi áratugum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2020 16:15 Sue Bird gengur með WNBA bikarinn framhjá kærustu sinni Megan Rapinoe sem fagnar sinni konu. AP/Chris O'Meara Sue Bird og félagar hennar í Seattle Storm liðinu tryggðu sér í nótt WNBA meistaratitilinn eftir öruggan sigur á Las Vegas Aces í þriðja úrslitaleik félaganna. Þetta var annar meistaratitill Seattle Storm á þremur árum og líkt og síðast þá var Breanna Stewart var valin mikilvægasti leikmaður úrslitanna. Breanna Stewart missti af 2019 tímabilinu af því hún sleit hásin. Seattle Storm sópaði ekki bara Las Vegas Aces liðinu út úr úrslitakeppninni heldur vann líka lokaleikinn með 33 stigum eða 92-59. Breanna Stewart skoraði 26 stig í lokaleiknum en hún hækkaði meðaltöl sín frá 19,7 stigum, 8,3 fráköstum og 3,6 stoðsendingum í leik í deildarkeppninni upp í 25,7 stig, 7,8 fráköst og 4,0 stoðsendingar í leik í úrslitakeppninni. pic.twitter.com/hduaKOHOjf— WNBA (@WNBA) October 7, 2020 Þetta var líka merkilegur áfangi fyrir leikstjórnandann Sue Bird sem heldur upp á fertugsafmælið sitt í næstu viku. Sue Bird var með 11 stoðsendingar að meðaltali í leik í úrslitaeinvíginu en hún setti met með því að gefa sextán stoðsendingar í fyrsta leiknum. What a series for @breannastewart She averaged 28.3 PPG on 62.8 FG% to go with 7.3 RPG, becoming the 5th player in #WNBA history to win multiple Finals MVP awards Check out her best buckets from the 2020 #WNBAFinals Presented by @YouTubeTV! pic.twitter.com/ksoDmGeN9F— WNBA (@WNBA) October 7, 2020 Þetta var fjórði meistaratitill Sue Bird með liði Seattle Storm og hún var líka að ná því að verða WNBA meistari á þriðja mismunandi áratugnum. Hinir titlarnir hennar komu 2004, 2010 og 2018. Sue Bird hefur verið í deildinni í nítján ár en missti reyndar af tveimur tímabilum vegna meiðsla. Seattle Storm liðið hefur unnið unnið ellefu leiki í röð í úrslitaeinvíginu sem er ótrúleg tölfræði. Sue Bird, sem er kærasta bandarísku fótboltakonunnar Megan Rapinoe, er ekki búin að ákveða það hvort hún spili áfram á næsta tímabili. Two words: @S10Bird @mPinoe #StrongerThanEver #WeRepSe4ttle pic.twitter.com/O4abejY5Yn— WNBA Champs (@seattlestorm) October 7, 2020 .@mPinoe x @S10Bird #BossWomen pic.twitter.com/oh0AzzuFJn— WNBA (@WNBA) October 7, 2020 NBA Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan - Valur | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Njarðvík - ÍR | Bíða eftir fyrsta sigrinum Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Sjá meira
Sue Bird og félagar hennar í Seattle Storm liðinu tryggðu sér í nótt WNBA meistaratitilinn eftir öruggan sigur á Las Vegas Aces í þriðja úrslitaleik félaganna. Þetta var annar meistaratitill Seattle Storm á þremur árum og líkt og síðast þá var Breanna Stewart var valin mikilvægasti leikmaður úrslitanna. Breanna Stewart missti af 2019 tímabilinu af því hún sleit hásin. Seattle Storm sópaði ekki bara Las Vegas Aces liðinu út úr úrslitakeppninni heldur vann líka lokaleikinn með 33 stigum eða 92-59. Breanna Stewart skoraði 26 stig í lokaleiknum en hún hækkaði meðaltöl sín frá 19,7 stigum, 8,3 fráköstum og 3,6 stoðsendingum í leik í deildarkeppninni upp í 25,7 stig, 7,8 fráköst og 4,0 stoðsendingar í leik í úrslitakeppninni. pic.twitter.com/hduaKOHOjf— WNBA (@WNBA) October 7, 2020 Þetta var líka merkilegur áfangi fyrir leikstjórnandann Sue Bird sem heldur upp á fertugsafmælið sitt í næstu viku. Sue Bird var með 11 stoðsendingar að meðaltali í leik í úrslitaeinvíginu en hún setti met með því að gefa sextán stoðsendingar í fyrsta leiknum. What a series for @breannastewart She averaged 28.3 PPG on 62.8 FG% to go with 7.3 RPG, becoming the 5th player in #WNBA history to win multiple Finals MVP awards Check out her best buckets from the 2020 #WNBAFinals Presented by @YouTubeTV! pic.twitter.com/ksoDmGeN9F— WNBA (@WNBA) October 7, 2020 Þetta var fjórði meistaratitill Sue Bird með liði Seattle Storm og hún var líka að ná því að verða WNBA meistari á þriðja mismunandi áratugnum. Hinir titlarnir hennar komu 2004, 2010 og 2018. Sue Bird hefur verið í deildinni í nítján ár en missti reyndar af tveimur tímabilum vegna meiðsla. Seattle Storm liðið hefur unnið unnið ellefu leiki í röð í úrslitaeinvíginu sem er ótrúleg tölfræði. Sue Bird, sem er kærasta bandarísku fótboltakonunnar Megan Rapinoe, er ekki búin að ákveða það hvort hún spili áfram á næsta tímabili. Two words: @S10Bird @mPinoe #StrongerThanEver #WeRepSe4ttle pic.twitter.com/O4abejY5Yn— WNBA Champs (@seattlestorm) October 7, 2020 .@mPinoe x @S10Bird #BossWomen pic.twitter.com/oh0AzzuFJn— WNBA (@WNBA) October 7, 2020
NBA Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan - Valur | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Njarðvík - ÍR | Bíða eftir fyrsta sigrinum Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Sjá meira
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn