Telur hlutfall sýktra í samfélaginu lægra en fyrstu niðurstöður gefi til kynna: Bæði afbrigði veirunnar á Íslandi Eiður Þór Árnason skrifar 15. mars 2020 19:16 Íslensk erfðagreining hefur nú skimað rúmlega þúsund sýni og af þeim hafa níu greinst með kórónuveiruna. Þrír hafa nú bæst við frá því í morgun þegar sex hundruð sýni höfðu verið skimuð og sex þeirra reynst jákvæð. Nýjustu tölur sýna því að rétt innan við eitt prósent þeirra sem komið hafa í skimun síðustu daga eru með veiruna. Telur að minna en eitt prósent þjóðarinnar sé með veiruna „Ég reikna með því að dreifingin í samfélaginu sé í við minni, vegna þess að mér finnst líklegt að þeir sem hafi ástæðu til þess að leita eftir veirunni séu líklegri til að koma til okkar,“ sagði Kári Stefánsson, forstjóri fyrirtækisins, í samtali við fréttastofu. Búið er að raðgreina veiruna úr tveimur sýnum. Að sögn Kára er önnur veiran af svonefndum L-stofni sem er rakinn til Evrópu og hin af S-stofni sem er ættaður frá Ameríku. L-stofninn sem er algengari í Evrópu þykir skæðari en það kom Kára nokkuð á óvart að hinn mildari S-stofn hafi fundist hér á landi. Mun taka innan við sólarhring að greina sýnin Skimunin gengur mjög vel og mættu 1049 til sýnatöku í gær og 1097 í dag. „Við verðum akkúrat einum degi á eftir að greina sýnin. Áður en vinna stoppar hjá okkur í dag þá verðum við búin að skima öll sýnin síðan í gær.“ Kári telur Íslendinga enn hafa tækifæri til þess að sporna við útbreiðslu veirunnar með þeim tólum sem yfirvöld hafi beitt fram að þessu. Hann segir prófin sem Íslensk erfðagreining noti til að greina veiruna séu sambærileg þeim sem hafi verið notuð á Landspítalanum fram að þessu. Prófanir hafi einnig leitt í ljós að fyrirtækið sé að fá nákvæmlega sömu niðurstöður og veirufræðideild Landspítalans. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir 171 staðfest smit Samkvæmt nýjustu upplýsingum af vefsíðu landlæknis og almannavarnardeild ríkislögreglustjóra eru 171 smit staðfest hér á landi. 15. mars 2020 16:45 Loka heilsugæslustöð í Mosfellsbæ vegna smitaðs starfsmanns Einn starfsmaður heilsugæslunnar í Mosfellsbæ er smitaður af kórónuveiru og því þarf að loka stöðinni á morgun. Sótttvarnalæknir varar við útreikningum um mögulega alvarlegar afleiðingar faraldursins. 15. mars 2020 15:05 Helmingur sýktra voru einkennalausir: „Hinn helmingurinn var með venjulegt kvef“ Greint var frá fyrstu niðurstöðum úr skimun Íslenskrar erfðagreiningar í dag. 15. mars 2020 12:17 Fyrstu niðurstöður benda til þess að eitt prósent landsmanna sé með veiruna Fyrstu niðurstöður úr skimun Íslenskrar erfðagreiningar benda til þess að um eitt prósent landsmanna sé með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 15. mars 2020 11:22 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Sjá meira
Íslensk erfðagreining hefur nú skimað rúmlega þúsund sýni og af þeim hafa níu greinst með kórónuveiruna. Þrír hafa nú bæst við frá því í morgun þegar sex hundruð sýni höfðu verið skimuð og sex þeirra reynst jákvæð. Nýjustu tölur sýna því að rétt innan við eitt prósent þeirra sem komið hafa í skimun síðustu daga eru með veiruna. Telur að minna en eitt prósent þjóðarinnar sé með veiruna „Ég reikna með því að dreifingin í samfélaginu sé í við minni, vegna þess að mér finnst líklegt að þeir sem hafi ástæðu til þess að leita eftir veirunni séu líklegri til að koma til okkar,“ sagði Kári Stefánsson, forstjóri fyrirtækisins, í samtali við fréttastofu. Búið er að raðgreina veiruna úr tveimur sýnum. Að sögn Kára er önnur veiran af svonefndum L-stofni sem er rakinn til Evrópu og hin af S-stofni sem er ættaður frá Ameríku. L-stofninn sem er algengari í Evrópu þykir skæðari en það kom Kára nokkuð á óvart að hinn mildari S-stofn hafi fundist hér á landi. Mun taka innan við sólarhring að greina sýnin Skimunin gengur mjög vel og mættu 1049 til sýnatöku í gær og 1097 í dag. „Við verðum akkúrat einum degi á eftir að greina sýnin. Áður en vinna stoppar hjá okkur í dag þá verðum við búin að skima öll sýnin síðan í gær.“ Kári telur Íslendinga enn hafa tækifæri til þess að sporna við útbreiðslu veirunnar með þeim tólum sem yfirvöld hafi beitt fram að þessu. Hann segir prófin sem Íslensk erfðagreining noti til að greina veiruna séu sambærileg þeim sem hafi verið notuð á Landspítalanum fram að þessu. Prófanir hafi einnig leitt í ljós að fyrirtækið sé að fá nákvæmlega sömu niðurstöður og veirufræðideild Landspítalans.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir 171 staðfest smit Samkvæmt nýjustu upplýsingum af vefsíðu landlæknis og almannavarnardeild ríkislögreglustjóra eru 171 smit staðfest hér á landi. 15. mars 2020 16:45 Loka heilsugæslustöð í Mosfellsbæ vegna smitaðs starfsmanns Einn starfsmaður heilsugæslunnar í Mosfellsbæ er smitaður af kórónuveiru og því þarf að loka stöðinni á morgun. Sótttvarnalæknir varar við útreikningum um mögulega alvarlegar afleiðingar faraldursins. 15. mars 2020 15:05 Helmingur sýktra voru einkennalausir: „Hinn helmingurinn var með venjulegt kvef“ Greint var frá fyrstu niðurstöðum úr skimun Íslenskrar erfðagreiningar í dag. 15. mars 2020 12:17 Fyrstu niðurstöður benda til þess að eitt prósent landsmanna sé með veiruna Fyrstu niðurstöður úr skimun Íslenskrar erfðagreiningar benda til þess að um eitt prósent landsmanna sé með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 15. mars 2020 11:22 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Sjá meira
171 staðfest smit Samkvæmt nýjustu upplýsingum af vefsíðu landlæknis og almannavarnardeild ríkislögreglustjóra eru 171 smit staðfest hér á landi. 15. mars 2020 16:45
Loka heilsugæslustöð í Mosfellsbæ vegna smitaðs starfsmanns Einn starfsmaður heilsugæslunnar í Mosfellsbæ er smitaður af kórónuveiru og því þarf að loka stöðinni á morgun. Sótttvarnalæknir varar við útreikningum um mögulega alvarlegar afleiðingar faraldursins. 15. mars 2020 15:05
Helmingur sýktra voru einkennalausir: „Hinn helmingurinn var með venjulegt kvef“ Greint var frá fyrstu niðurstöðum úr skimun Íslenskrar erfðagreiningar í dag. 15. mars 2020 12:17
Fyrstu niðurstöður benda til þess að eitt prósent landsmanna sé með veiruna Fyrstu niðurstöður úr skimun Íslenskrar erfðagreiningar benda til þess að um eitt prósent landsmanna sé með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 15. mars 2020 11:22