Íþróttahreyfingin bíður svara: „Nú þegar allt of mikill pirringur og leiðindi“ Sindri Sverrisson skrifar 7. október 2020 16:46 Óvíst er hvort spilað verður í Dominos-deildunum á næstunni og nákvæmlega hvernig lið mega haga sínum æfingum. vísir/vilhelm Íþróttasérsamböndin bíða skýrari svara um æfinga- og keppnishald í kjölfar nýrrar reglugerðar heilbrigðisráðherra um hertar sóttvarnaaðgerðir á höfuðborgarsvæðinu. KKÍ, HSÍ og nú síðast KSÍ hafa frestað kappleikjum dagsins en bíða með að ákveða framhaldið. Sérsamböndin bíða svara frá ÍSÍ sem hefur séð um að útfæra reglur fyrir íþrótthreyfinguna, í samvinnu við sóttvarnayfirvöld og samkvæmt reglum stjórnvalda hverju sinni. „Við erum að vonast eftir að fá betri skilgreiningu á því hvað er í gangi því auglýsing heilbrigðisráðherra er bara ekki í takti við það sem sóttvarnalæknir leggur til,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, aðspurður hvers vegna ekki væri hreinlega búið að fresta öllum körfuboltaleikjum næstu tvær vikurnar. „Sóttvarnalæknir leggur til mun veigameiri aðgerðir en ráðherra ákvað og áður en við tökum ákvörðun um hvað við gerum þurfum við að fá skýrari svör frá hinu opinbera. Við bíðum eftir þeim eins og öll íþróttahreyfingin. Það verða að fara að koma svör því þetta gengur ekki. Þetta eykur bara á sundrung. Upplýsingaflæðið er mjög vont og öll vinna í kringum þessa reglugerð er bara ekki nógu góð til að við getum unnið með þetta áfram og tekið ákvörðun til næstu tveggja vikna,“ sagði Hannes. Segir óvissu um ferðir inn og út af höfuðborgarsvæðinu Sóttvarnalæknir lagði til í minnisblaði til ráðherra að öllu keppnisstarfi í íþróttum á höfuðborgarsvæðinu yrði frestað um tvær vikur. Í reglugerð ráðherra segir að íþróttir innandyra séu óheimilar. Utandyra séu þær heimilaðar og að áhorfendur megi þá vera að hámarki 20 talsins í hverju rými. „Sóttvarnalæknir lagði til fleira og meira sem ekki kemur fram í reglugerð ráðherra, meðal annars varðandi ferðir inn og út úr höfuðborgarsvæðinu. Þetta er bara alls ekki skýrt. Er hægt að keppa á landsbyggðinni? Þetta skapar ákveðið ójafnræði, meðal annars innan körfuboltaliða. Sumir geta æft, aðrir ekki. Sumir geta keppt, aðrir ekki. Við þurfum að fá skýrari svör,“ sagði Hannes. „Það skiptir svo miklu máli að yfirvöld séu með þetta skýrt og vinni þetta með íþróttahreyfingunni eins og gert hefur verið þar til í gærmorgun. Þetta hefur verið unnið mjög vel af hálfu sóttvarnalæknis og almannavarna, en svo er þessi auglýsing ráðherra engan veginn í takti við það sem hefur verið talað um. Við höfum ekki fengið nægilegar skýringar í dag, það hafa verið nokkrir fundir á milli sérsambandanna og ÍSÍ um þetta í dag, og við erum enn að bíða. Við verðum að fá frekari upplýsingar áður en við tökum frekari ákvarðanir,“ sagði Hannes og bætti við: „Það er nú þegar kominn allt of mikill pirringur og leiðindi og við verðum að geta fengið skýrari svör. Ekki nema að hvert og eitt sérsamband eigi að taka ákvörðun um hvað það vill gera. Það er ekki það sem hið opinbera hefur lagt til, þar sem kallað hefur verið eftir samstöðu.“ Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fótboltaleikjum kvöldsins frestað Knattspyrnusamband Íslands hefur frestað leikjum dagsins á meðan að sambandið bíður skýrari leiðbeininga yfirvalda um sóttvarnaaðgerðir. 7. október 2020 15:55 Handboltafólk ósátt: Erum við ekki öll almannavarnir? Fólk innan handboltahreyfingarinnar gagnrýnir heilbrigðisráðherra fyrir banna sumar íþróttir en leyfa aðrar. 7. október 2020 13:01 Gagnrýnir undanþágu fótboltans: Hlaupi ekki á eftir þeim sem hafi hæst Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, gagnrýnir þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að fara gegn tillögu sóttvarnalæknis og leyfa íþróttir utanhúss. 7. október 2020 12:33 KKÍ frestar leikjum en bíður skýringa Stjórn körfuknattleikssambands Íslands ákvað í morgun að fresta leikjum sem fram áttu að fara í dag. KKÍ bíður frekari skýringa varðandi nýjustu reglugerð heilbrigðisráðherra vegna kórónuveirufaraldursins. 7. október 2020 11:01 Akureyrarslagnum frestað Þór og KA mætast ekki í Coca Cola bikar karla í handbolta í kvöld eins og til stóð. Leiknum var frestað vegna hertra sóttvarnareglna. 7. október 2020 11:21 Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Íþróttasérsamböndin bíða skýrari svara um æfinga- og keppnishald í kjölfar nýrrar reglugerðar heilbrigðisráðherra um hertar sóttvarnaaðgerðir á höfuðborgarsvæðinu. KKÍ, HSÍ og nú síðast KSÍ hafa frestað kappleikjum dagsins en bíða með að ákveða framhaldið. Sérsamböndin bíða svara frá ÍSÍ sem hefur séð um að útfæra reglur fyrir íþrótthreyfinguna, í samvinnu við sóttvarnayfirvöld og samkvæmt reglum stjórnvalda hverju sinni. „Við erum að vonast eftir að fá betri skilgreiningu á því hvað er í gangi því auglýsing heilbrigðisráðherra er bara ekki í takti við það sem sóttvarnalæknir leggur til,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, aðspurður hvers vegna ekki væri hreinlega búið að fresta öllum körfuboltaleikjum næstu tvær vikurnar. „Sóttvarnalæknir leggur til mun veigameiri aðgerðir en ráðherra ákvað og áður en við tökum ákvörðun um hvað við gerum þurfum við að fá skýrari svör frá hinu opinbera. Við bíðum eftir þeim eins og öll íþróttahreyfingin. Það verða að fara að koma svör því þetta gengur ekki. Þetta eykur bara á sundrung. Upplýsingaflæðið er mjög vont og öll vinna í kringum þessa reglugerð er bara ekki nógu góð til að við getum unnið með þetta áfram og tekið ákvörðun til næstu tveggja vikna,“ sagði Hannes. Segir óvissu um ferðir inn og út af höfuðborgarsvæðinu Sóttvarnalæknir lagði til í minnisblaði til ráðherra að öllu keppnisstarfi í íþróttum á höfuðborgarsvæðinu yrði frestað um tvær vikur. Í reglugerð ráðherra segir að íþróttir innandyra séu óheimilar. Utandyra séu þær heimilaðar og að áhorfendur megi þá vera að hámarki 20 talsins í hverju rými. „Sóttvarnalæknir lagði til fleira og meira sem ekki kemur fram í reglugerð ráðherra, meðal annars varðandi ferðir inn og út úr höfuðborgarsvæðinu. Þetta er bara alls ekki skýrt. Er hægt að keppa á landsbyggðinni? Þetta skapar ákveðið ójafnræði, meðal annars innan körfuboltaliða. Sumir geta æft, aðrir ekki. Sumir geta keppt, aðrir ekki. Við þurfum að fá skýrari svör,“ sagði Hannes. „Það skiptir svo miklu máli að yfirvöld séu með þetta skýrt og vinni þetta með íþróttahreyfingunni eins og gert hefur verið þar til í gærmorgun. Þetta hefur verið unnið mjög vel af hálfu sóttvarnalæknis og almannavarna, en svo er þessi auglýsing ráðherra engan veginn í takti við það sem hefur verið talað um. Við höfum ekki fengið nægilegar skýringar í dag, það hafa verið nokkrir fundir á milli sérsambandanna og ÍSÍ um þetta í dag, og við erum enn að bíða. Við verðum að fá frekari upplýsingar áður en við tökum frekari ákvarðanir,“ sagði Hannes og bætti við: „Það er nú þegar kominn allt of mikill pirringur og leiðindi og við verðum að geta fengið skýrari svör. Ekki nema að hvert og eitt sérsamband eigi að taka ákvörðun um hvað það vill gera. Það er ekki það sem hið opinbera hefur lagt til, þar sem kallað hefur verið eftir samstöðu.“
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fótboltaleikjum kvöldsins frestað Knattspyrnusamband Íslands hefur frestað leikjum dagsins á meðan að sambandið bíður skýrari leiðbeininga yfirvalda um sóttvarnaaðgerðir. 7. október 2020 15:55 Handboltafólk ósátt: Erum við ekki öll almannavarnir? Fólk innan handboltahreyfingarinnar gagnrýnir heilbrigðisráðherra fyrir banna sumar íþróttir en leyfa aðrar. 7. október 2020 13:01 Gagnrýnir undanþágu fótboltans: Hlaupi ekki á eftir þeim sem hafi hæst Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, gagnrýnir þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að fara gegn tillögu sóttvarnalæknis og leyfa íþróttir utanhúss. 7. október 2020 12:33 KKÍ frestar leikjum en bíður skýringa Stjórn körfuknattleikssambands Íslands ákvað í morgun að fresta leikjum sem fram áttu að fara í dag. KKÍ bíður frekari skýringa varðandi nýjustu reglugerð heilbrigðisráðherra vegna kórónuveirufaraldursins. 7. október 2020 11:01 Akureyrarslagnum frestað Þór og KA mætast ekki í Coca Cola bikar karla í handbolta í kvöld eins og til stóð. Leiknum var frestað vegna hertra sóttvarnareglna. 7. október 2020 11:21 Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Fótboltaleikjum kvöldsins frestað Knattspyrnusamband Íslands hefur frestað leikjum dagsins á meðan að sambandið bíður skýrari leiðbeininga yfirvalda um sóttvarnaaðgerðir. 7. október 2020 15:55
Handboltafólk ósátt: Erum við ekki öll almannavarnir? Fólk innan handboltahreyfingarinnar gagnrýnir heilbrigðisráðherra fyrir banna sumar íþróttir en leyfa aðrar. 7. október 2020 13:01
Gagnrýnir undanþágu fótboltans: Hlaupi ekki á eftir þeim sem hafi hæst Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, gagnrýnir þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að fara gegn tillögu sóttvarnalæknis og leyfa íþróttir utanhúss. 7. október 2020 12:33
KKÍ frestar leikjum en bíður skýringa Stjórn körfuknattleikssambands Íslands ákvað í morgun að fresta leikjum sem fram áttu að fara í dag. KKÍ bíður frekari skýringa varðandi nýjustu reglugerð heilbrigðisráðherra vegna kórónuveirufaraldursins. 7. október 2020 11:01
Akureyrarslagnum frestað Þór og KA mætast ekki í Coca Cola bikar karla í handbolta í kvöld eins og til stóð. Leiknum var frestað vegna hertra sóttvarnareglna. 7. október 2020 11:21