Landsliðsþjálfari Argentínu ánægður með að Messi var áfram hjá Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2020 10:01 Lionel Messi reimdi á sig skóna og hélt áfram að spila með Barcelona þrátt fyrir öll leiðindin í haust. Getty/Pedro Salado Lionel Scaloni, landsliðsþjálfari Argentínumanna í knattspyrnu, segir það vera jákvæðar fréttir að Lionel Messi skildi vera áfram hjá Barcelona. Lionel Messi var orðinn mjög pirraður og ósáttur með rekstur Barcelona og vildi fá að fara frá félaginu í haust. Barcelona þvingaði fyrirliða sinn til að vera áfram og klára síðasta tímabilið í samningnum sínum. Barcelona gerði það með því að útiloka annað en að nýja liðið hans myndi þurfa að borga þær 700 milljónir evra sem kostaði að kaupa upp samninginn sem rennur út í júní 2021. „Ég ræddi við Leo þegar allt gengið yfir og ég sá að hann var rólegur,“ sagði Lionel Scaloni, þjálfari Argentínu, fyrir leik á móti Ekvador í undankeppni HM. Scaloni: Es positivo que Messi se haya quedado en el Barcelona https://t.co/eKN19CUvp8— Mundo Deportivo (@mundodeportivo) October 8, 2020 „Síðan að Messi kom hingað þá höfum við náð að ræða hlutina. Hann er ánægður með að vera hér og það er allt í góðu núna í félaginu hans. Allt sem við vildum var að sjá málin leyst og að hann gæti farið að spila og komast í sitt besta form,“ sagði Scaloni. „Það var gott fyrir okkur að hann var áfram hjá Barcelona. Hann gat farið strax að spila því hann þekkir félagið. Í sambandi við hans ákvarðanir þá komum við ekki nálægt því. Við erum ekki að skipta okkur af því hjá okkar leikmönnum,“ sagði Scaloni. Argentínska landsliðið er að hefja undankeppnina fyrir HM 2022 sem verður væntanlega síðasta heimsmeistaramót Messi. Hann hefur spilað á fjórum heimsmeistaramótum og verður orðinn 35 ára gamall þegar HM fer fram í Katar 2022. ¿Cómo lo viste a la Pulga, Lionel? En la previa del duelo ante Ecuador, Scaloni habló sobre Messi y dijo esto. ¡Escuchalo acá! pic.twitter.com/erlyxRai2m— SportsCenter (@SC_ESPN) October 7, 2020 „Við viljum komast á HM fyrir okkar þjóð en það líka önnur ástæða. Við viljum tryggja það að Messi fái að spila þar. Við erum samt ekki að tala um það heldur tökum bara einn leik fyrir í einu,“ sagði Scaloni. Lionel Messi er farinn að spila aðeins aftar á vellinum hjá Barcelona en hann mun líklega spila framar hjá argentínska landsliðinu. „Leo verður alltaf framherji, hvort sem hann spilar í níunni eða í annarri stöðu. Mér finnst staða hans hjá Barcelona ekki hafa breyst mikið. Hann er enn að spila fremst á vellinum,“ sagði Lionel Scaloni. Spænski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sjá meira
Lionel Scaloni, landsliðsþjálfari Argentínumanna í knattspyrnu, segir það vera jákvæðar fréttir að Lionel Messi skildi vera áfram hjá Barcelona. Lionel Messi var orðinn mjög pirraður og ósáttur með rekstur Barcelona og vildi fá að fara frá félaginu í haust. Barcelona þvingaði fyrirliða sinn til að vera áfram og klára síðasta tímabilið í samningnum sínum. Barcelona gerði það með því að útiloka annað en að nýja liðið hans myndi þurfa að borga þær 700 milljónir evra sem kostaði að kaupa upp samninginn sem rennur út í júní 2021. „Ég ræddi við Leo þegar allt gengið yfir og ég sá að hann var rólegur,“ sagði Lionel Scaloni, þjálfari Argentínu, fyrir leik á móti Ekvador í undankeppni HM. Scaloni: Es positivo que Messi se haya quedado en el Barcelona https://t.co/eKN19CUvp8— Mundo Deportivo (@mundodeportivo) October 8, 2020 „Síðan að Messi kom hingað þá höfum við náð að ræða hlutina. Hann er ánægður með að vera hér og það er allt í góðu núna í félaginu hans. Allt sem við vildum var að sjá málin leyst og að hann gæti farið að spila og komast í sitt besta form,“ sagði Scaloni. „Það var gott fyrir okkur að hann var áfram hjá Barcelona. Hann gat farið strax að spila því hann þekkir félagið. Í sambandi við hans ákvarðanir þá komum við ekki nálægt því. Við erum ekki að skipta okkur af því hjá okkar leikmönnum,“ sagði Scaloni. Argentínska landsliðið er að hefja undankeppnina fyrir HM 2022 sem verður væntanlega síðasta heimsmeistaramót Messi. Hann hefur spilað á fjórum heimsmeistaramótum og verður orðinn 35 ára gamall þegar HM fer fram í Katar 2022. ¿Cómo lo viste a la Pulga, Lionel? En la previa del duelo ante Ecuador, Scaloni habló sobre Messi y dijo esto. ¡Escuchalo acá! pic.twitter.com/erlyxRai2m— SportsCenter (@SC_ESPN) October 7, 2020 „Við viljum komast á HM fyrir okkar þjóð en það líka önnur ástæða. Við viljum tryggja það að Messi fái að spila þar. Við erum samt ekki að tala um það heldur tökum bara einn leik fyrir í einu,“ sagði Scaloni. Lionel Messi er farinn að spila aðeins aftar á vellinum hjá Barcelona en hann mun líklega spila framar hjá argentínska landsliðinu. „Leo verður alltaf framherji, hvort sem hann spilar í níunni eða í annarri stöðu. Mér finnst staða hans hjá Barcelona ekki hafa breyst mikið. Hann er enn að spila fremst á vellinum,“ sagði Lionel Scaloni.
Spænski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sjá meira