Þórólfur trúir því ekki að læknar vilji láta veiruna ganga yfir sig Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. október 2020 12:47 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, á upplýsingafundinum í dag. Vísir/Sigurjón Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að allar þjóðir heims séu langt frá því að hafa hjarðónæmi fyrir kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Honum þykir það jafnframt ótrúlegt að læknar skuli halda því fram að best sé að láta veiruna yfir sig ganga. Þetta kom fram í svari Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna í dag við spurningu frá Birna Inga Hrafnssyni, ritstjóra Viljans, um hjarðónæmi. Björn Ingi sagði lækna hafa komið fram og sagt að ekki væri hægt að eiga við veiruna öðruvísi en með einhvers konar hjarðónæmisleið. Fleiri læknar á alþjóðavettvangi héldu því svo fram að samfélög væru að bregðast of harkalega við veirunni. Þórólfur sagði hjarðónæmi þýða að 60 til 70 prósent af þjóðinni þyrftu að sýkjast. Þarf ekki öflugt ímyndunarafl til að sjá hvað myndi gerast „Svíar, sem allir eru að vitna til núna og margir eru farnir að líta hýru auga til, að sennilega hefur einungis um 10 prósent á verstu svæðunum fengið sýkinguna þannig að þeir eru líka langt frá hjarðónæmi. Enda er sýkingin í uppsiglingu líka á þessum svæðum þar. Þannig að það að láta þetta ganga yfir sig, það þarf ekkert öflugt ímyndunarafl til að sjá hvað myndi gerast,“ sagði Þórólfur. Hann benti á að kannski eitt til tvö prósent af íslensku þjóðinni hefðu smitast af kórónuveirunni. Samt væri gríðarlegt álag á heilbrigðiskerfið, til dæmis þessa dagana en tæplega 300 manns hafa greinst með veiruna innanlands síðustu þrjá daga. „Það þarf ekkert mikið ímyndunarafl til að ímynda sér, hvað ef við fengjum fjórum, fimm sinnum meiri faraldur hér. Ef við værum með 300, 400, 500 tilfelli á dag. Eða eins og Thor Aspelund sýndi í þessu líkani frá Finnum ef við gerðum lítið og létum þetta yfir okkur ganga þá færum við upp í allt að 2.000 tilfelli á dag. Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til að sjá hvað þá myndi gerast. Við myndum gjörsamlega yfirkeyra heilbrigðiskerfið og við myndum fá alveg hræðilega útkomu. Það er nokkuð augljóst í mínum huga, þannig að það að láta þetta ganga og að læknar skuli halda þessu fram, mér finnst það ótrúlegt,“ sagði Þórólfur. Enginn góður kostur í stöðunni Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, tók í svipaðan streng og sagði að fólk yrði að gera sér grein fyrir því að það væri enginn góður kostur í stöðunni. Góði kosturinn væri sá að það væri engin veira og allir héldu áfram sínu lífi. Því værum við nú, eins og svo oft áður í viðbrögðum við veikindum, í erfiðri stöðu. „Og það verður að velja skásta kostinn. Og sá langskásti er að reyna að takmarka sem mest sýkingar og veikindi,“ sagði Páll. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að allar þjóðir heims séu langt frá því að hafa hjarðónæmi fyrir kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Honum þykir það jafnframt ótrúlegt að læknar skuli halda því fram að best sé að láta veiruna yfir sig ganga. Þetta kom fram í svari Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna í dag við spurningu frá Birna Inga Hrafnssyni, ritstjóra Viljans, um hjarðónæmi. Björn Ingi sagði lækna hafa komið fram og sagt að ekki væri hægt að eiga við veiruna öðruvísi en með einhvers konar hjarðónæmisleið. Fleiri læknar á alþjóðavettvangi héldu því svo fram að samfélög væru að bregðast of harkalega við veirunni. Þórólfur sagði hjarðónæmi þýða að 60 til 70 prósent af þjóðinni þyrftu að sýkjast. Þarf ekki öflugt ímyndunarafl til að sjá hvað myndi gerast „Svíar, sem allir eru að vitna til núna og margir eru farnir að líta hýru auga til, að sennilega hefur einungis um 10 prósent á verstu svæðunum fengið sýkinguna þannig að þeir eru líka langt frá hjarðónæmi. Enda er sýkingin í uppsiglingu líka á þessum svæðum þar. Þannig að það að láta þetta ganga yfir sig, það þarf ekkert öflugt ímyndunarafl til að sjá hvað myndi gerast,“ sagði Þórólfur. Hann benti á að kannski eitt til tvö prósent af íslensku þjóðinni hefðu smitast af kórónuveirunni. Samt væri gríðarlegt álag á heilbrigðiskerfið, til dæmis þessa dagana en tæplega 300 manns hafa greinst með veiruna innanlands síðustu þrjá daga. „Það þarf ekkert mikið ímyndunarafl til að ímynda sér, hvað ef við fengjum fjórum, fimm sinnum meiri faraldur hér. Ef við værum með 300, 400, 500 tilfelli á dag. Eða eins og Thor Aspelund sýndi í þessu líkani frá Finnum ef við gerðum lítið og létum þetta yfir okkur ganga þá færum við upp í allt að 2.000 tilfelli á dag. Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til að sjá hvað þá myndi gerast. Við myndum gjörsamlega yfirkeyra heilbrigðiskerfið og við myndum fá alveg hræðilega útkomu. Það er nokkuð augljóst í mínum huga, þannig að það að láta þetta ganga og að læknar skuli halda þessu fram, mér finnst það ótrúlegt,“ sagði Þórólfur. Enginn góður kostur í stöðunni Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, tók í svipaðan streng og sagði að fólk yrði að gera sér grein fyrir því að það væri enginn góður kostur í stöðunni. Góði kosturinn væri sá að það væri engin veira og allir héldu áfram sínu lífi. Því værum við nú, eins og svo oft áður í viðbrögðum við veikindum, í erfiðri stöðu. „Og það verður að velja skásta kostinn. Og sá langskásti er að reyna að takmarka sem mest sýkingar og veikindi,“ sagði Páll.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Sjá meira