Ekið var á hjólreiðamann við hringtorg á Kaldárselsvegi í Hafnarfirði nú um sexleytið. Sjúkrabíll frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var sendur á vettvang og voru viðbragðsaðilar enn á staðnum á sjöunda tímanum.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði er ekki talið að um alvarlegt slys hafi verið að ræða. Ekki fengust þó neinar upplýsingar um líðan hjólreiðamannsins.