Telur að stór hluti þjóðarinnar gæti sýkst ef faraldurinn fer í veldisvöxt Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. október 2020 20:15 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að fólk verði að fylgja tilmælum til að koma í veg fyrir veldisvöxt. vísir/vilhelm Sóttvarnarlæknir telur að stór hluti þjóðarinnar gæti sýkst af kórónuveirunni ef útbreiðslan fari í veldisvöxt. Ef tíu prósent smitist gætu allt að tvö hundruð manns látist eða svipað hlutfall landsmanna og Bandaríkjunum. 97 innanlandssmit greindust í gær, en þau voru 94 í fyrradag. Rétt rúmlega helmingur var í sóttkví við greiningu. Á fimmta þúsund sýni voru tekin í gær. Alls eru nú 915 í einangrun og rétt tæplega fjögur þúsund í sóttkví. Sóttvarnalæknir á von á svipuðum tölum næstu daga. „Þær aðgerðir sem gripið hefur verið til munu ekki skila sér fyrr en eftir eina til tvær vikur,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. 24 eru inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid. Þrír eru á gjörgæslu, allir á öndunarvél. „Það eru mjög margir í eftirliti á Covid-göngudeildinni sem eru veikir og við það að þurfa að leggjast inn,“ segir Þórólfur sem telur mjög líklegt að fleiri fari á spítala á næstunni. Sem betur fer hafi enn ekkert dauðsfall orðið. Ef útbreiðslan fari í veldisvöxt muni staðan versna. Stór hluti þjóðarinnar muni þá smitast. „Ef við fáum 10 % af þjóðinni sem smitast á nokkrum vikum þá gætum við séð eitt til tvö hundruð dauðsföll,“ segir Þórólfur. Ef þetta yrði raunin yrði hlutfall látinna svipað og það er í Bandaríkjunum. Til að koma í veg fyrir það þarf fólk að fylgja tilmælum að sögn Þórólfs. Gætt hefur vaxandi gagnrýni á aðgerðir stjórnvalda. Í leiðara fréttablaðsins í dag er fullyrt að vaxandi efasemda gæti innan stjórnarmeirihlutans um margar af þeim íþyngjandi aðgerðum sem gripið hefur verið til. Spurt er hvað réttlætir ákvarðanir sem fela í sér að fólk án einkenna sé sett í stofufangelsi og ferðafrelsi þess takmarkað. Þórólfur segir að horfa verði til þess hvað annað sé í boði. „Ég gat ekki séð það í þessum leiðara að það væri boðið upp á eitthvað annað þess vegna segi ég ef við slökum á þá er staðan mjög íþyngjandi fyrir heilbrigðiskerfið. Ef við slökum á og fáum tíu prósent af þjóðinni sem sýkist þá fáum við yfir okkur slíkan faraldur að heilbrigðiskefið mun ekki ráða við það. Ekki bara fyrir Covid sjúklinga heldur líka aðra sjúklinga,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Fleiri fréttir Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Sjá meira
Sóttvarnarlæknir telur að stór hluti þjóðarinnar gæti sýkst af kórónuveirunni ef útbreiðslan fari í veldisvöxt. Ef tíu prósent smitist gætu allt að tvö hundruð manns látist eða svipað hlutfall landsmanna og Bandaríkjunum. 97 innanlandssmit greindust í gær, en þau voru 94 í fyrradag. Rétt rúmlega helmingur var í sóttkví við greiningu. Á fimmta þúsund sýni voru tekin í gær. Alls eru nú 915 í einangrun og rétt tæplega fjögur þúsund í sóttkví. Sóttvarnalæknir á von á svipuðum tölum næstu daga. „Þær aðgerðir sem gripið hefur verið til munu ekki skila sér fyrr en eftir eina til tvær vikur,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. 24 eru inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid. Þrír eru á gjörgæslu, allir á öndunarvél. „Það eru mjög margir í eftirliti á Covid-göngudeildinni sem eru veikir og við það að þurfa að leggjast inn,“ segir Þórólfur sem telur mjög líklegt að fleiri fari á spítala á næstunni. Sem betur fer hafi enn ekkert dauðsfall orðið. Ef útbreiðslan fari í veldisvöxt muni staðan versna. Stór hluti þjóðarinnar muni þá smitast. „Ef við fáum 10 % af þjóðinni sem smitast á nokkrum vikum þá gætum við séð eitt til tvö hundruð dauðsföll,“ segir Þórólfur. Ef þetta yrði raunin yrði hlutfall látinna svipað og það er í Bandaríkjunum. Til að koma í veg fyrir það þarf fólk að fylgja tilmælum að sögn Þórólfs. Gætt hefur vaxandi gagnrýni á aðgerðir stjórnvalda. Í leiðara fréttablaðsins í dag er fullyrt að vaxandi efasemda gæti innan stjórnarmeirihlutans um margar af þeim íþyngjandi aðgerðum sem gripið hefur verið til. Spurt er hvað réttlætir ákvarðanir sem fela í sér að fólk án einkenna sé sett í stofufangelsi og ferðafrelsi þess takmarkað. Þórólfur segir að horfa verði til þess hvað annað sé í boði. „Ég gat ekki séð það í þessum leiðara að það væri boðið upp á eitthvað annað þess vegna segi ég ef við slökum á þá er staðan mjög íþyngjandi fyrir heilbrigðiskerfið. Ef við slökum á og fáum tíu prósent af þjóðinni sem sýkist þá fáum við yfir okkur slíkan faraldur að heilbrigðiskefið mun ekki ráða við það. Ekki bara fyrir Covid sjúklinga heldur líka aðra sjúklinga,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Fleiri fréttir Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Sjá meira