Veitingahúsaeigendur hafa áhyggjur af jólavertíðinni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. október 2020 19:31 „Það yrði hræðilegt ef það yrðu fleiri uppsagnir í þessum geira,” segir Hrefna Rósa Sætran. Vísir/Vilhelm Veitingahúsaeigendur hafa áhyggjur af komandi vetri og jólavertíðinni. Þeir segja óvissuna erfiða og kalla eftir frekari aðgerðum frá stjórnvöldum. Kórónuveirufaraldurinn hefur eðlilega haft mikil áhrif á rekstrarumhverfi veitingahúsa, en flestar samkomutakmarkanir tengjast þeim með einum eða öðrum hætti. Núna mega aðeins tuttugu koma saman og opnunartími hefur verið styttur til klukkan 21. „Flestar aðgerðir stjórnvalda virðast miða að því að tekjumissirinn sé 75 prósent eða meira. En það gleymist svolítið að horfa til þess að enginn veitingastaður í íslensku rekstrarumhverfi getur þolað 20 til 30 prósent tekjumissi til langs tíma. Þannig að ég myndi segja að við þurfum að hugsa nýjar aðgerðir og sú aðgerð sem hefur nýst veitingastöðum best er hlutabótaleiðin og nú er hún háð mun strangari skilyrðum en hún var í vor,” segir Jakob Einar Jakobsson, eigandi Jómfrúarinnar. „Enginn veitingastaður í íslensku rekstrarumhverfi getur þolað 20 til 30 prósent tekjumissi til langs tíma,“ segir Jakob Einar á Jómfrúnni. Hrefna Rósa Sætran, eigandi Fiskmarkaðarins, Grillmarkaðarins og Skúla craft bar, tekur undir. „Þetta er mikil óvissa fyrir alla og rosa tekjufall hjá okkur, eins og öllum öðrum veitingastöðum.” Þau benda bæði á að reksturinn sé að miklu leyti háður heimsendingum. Heimsendingarnar hafi gengið nokkuð vel, en að fólk sæki minna í þær nú en á fyrri stigum faraldursins. „Ég finn að fólk er meira að spara við sig núna og kannski er aðeins minni peningur hjá fólki núna,” segir Hrefna. Þau hafa áhyggjur af jólunum. „Við eigum rosa mikið undir og að jólin nái að vera eins og þau eiga að vera. Við erum nú þegar búin að bóka yfir sex þúsund manns hjá okkur í jólaborð og vonandi náum við að keyra á það,” segir Jakob. „Mér finnst gott að þetta sé í gangi núna og þá kannski náum við að hafa gleðileg jól,” segir Hrefna. Aðgerða sé þörf. „Ég myndi segja að það þyrfti að gera eitthvað aðeins meira núna. Allavega halda áfram aðstoð til fyrirtækja því allir veitingastaðir eru með margt fólk í vinnu og það yrði hræðilegt ef það yrðu fleiri uppsagnir í þessum geira,” segir Hrefna. „Ef stjórnvöld fari kannski að horfa á allavega hluta af veitingahúsamarkaðnum á Íslandi og sérstaklega í Reykjavík með sömu augum og menn horfa á ríkisstuðning við listir og menning,” segir Jakob. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Jól Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Veitingahúsaeigendur hafa áhyggjur af komandi vetri og jólavertíðinni. Þeir segja óvissuna erfiða og kalla eftir frekari aðgerðum frá stjórnvöldum. Kórónuveirufaraldurinn hefur eðlilega haft mikil áhrif á rekstrarumhverfi veitingahúsa, en flestar samkomutakmarkanir tengjast þeim með einum eða öðrum hætti. Núna mega aðeins tuttugu koma saman og opnunartími hefur verið styttur til klukkan 21. „Flestar aðgerðir stjórnvalda virðast miða að því að tekjumissirinn sé 75 prósent eða meira. En það gleymist svolítið að horfa til þess að enginn veitingastaður í íslensku rekstrarumhverfi getur þolað 20 til 30 prósent tekjumissi til langs tíma. Þannig að ég myndi segja að við þurfum að hugsa nýjar aðgerðir og sú aðgerð sem hefur nýst veitingastöðum best er hlutabótaleiðin og nú er hún háð mun strangari skilyrðum en hún var í vor,” segir Jakob Einar Jakobsson, eigandi Jómfrúarinnar. „Enginn veitingastaður í íslensku rekstrarumhverfi getur þolað 20 til 30 prósent tekjumissi til langs tíma,“ segir Jakob Einar á Jómfrúnni. Hrefna Rósa Sætran, eigandi Fiskmarkaðarins, Grillmarkaðarins og Skúla craft bar, tekur undir. „Þetta er mikil óvissa fyrir alla og rosa tekjufall hjá okkur, eins og öllum öðrum veitingastöðum.” Þau benda bæði á að reksturinn sé að miklu leyti háður heimsendingum. Heimsendingarnar hafi gengið nokkuð vel, en að fólk sæki minna í þær nú en á fyrri stigum faraldursins. „Ég finn að fólk er meira að spara við sig núna og kannski er aðeins minni peningur hjá fólki núna,” segir Hrefna. Þau hafa áhyggjur af jólunum. „Við eigum rosa mikið undir og að jólin nái að vera eins og þau eiga að vera. Við erum nú þegar búin að bóka yfir sex þúsund manns hjá okkur í jólaborð og vonandi náum við að keyra á það,” segir Jakob. „Mér finnst gott að þetta sé í gangi núna og þá kannski náum við að hafa gleðileg jól,” segir Hrefna. Aðgerða sé þörf. „Ég myndi segja að það þyrfti að gera eitthvað aðeins meira núna. Allavega halda áfram aðstoð til fyrirtækja því allir veitingastaðir eru með margt fólk í vinnu og það yrði hræðilegt ef það yrðu fleiri uppsagnir í þessum geira,” segir Hrefna. „Ef stjórnvöld fari kannski að horfa á allavega hluta af veitingahúsamarkaðnum á Íslandi og sérstaklega í Reykjavík með sömu augum og menn horfa á ríkisstuðning við listir og menning,” segir Jakob.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Jól Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira