Samþykktu vopnahlé í Nagorno-Karabakh Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. október 2020 08:08 Frá vinstri: Azerbaijan's Foreign Minister Jeyhun Bayramov, utanríkisráðherra Aserbaídsjans, Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, og Zohrab Mnatsakanyan, utanríkisráðherra Armeníu. Utanríkisráðuneyti Rússlands Armenar og Aserar hafa samþykkt tímabundið vopnahlé í deilum sínum um Nagorno-Karabakh í Kákasusfjöllum. Þetta tilkynnti utanríkisráðherra Rússlands í nótt, eftir að fulltrúar ríkjanna höfðu fundað í um tíu klukkustundir í Moskvu. Vopnahléið hefur tekið gildi. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að ríkin tvö, Armenía og Aserbaídsjan, muni nú hefja efnislegar viðræður um frið á svæðinu. Yfir 300 manns hafa látið lífið og þúsundir misst heimili sín í átökum sem hófust á svæðinu 27. september síðastliðinn. Armenar og Aserar hafa löngum deilt um svæðið og ofbeldi oft blossað upp í þeim deilum. Svæðið tilheyrir formlega Aserbaídsjan, en er stjórnað af armenskum aðskilnaðarsinnum. Niðurstaða viðræðna ríkjanna tveggja er að frá og með hádegi að staðartíma í dag, klukkan átta að íslenskum tíma, verði vopnahlé milli stríðandi fylkinga. Þannig verði hægt að skiptast á föngum og fjarlægja lík þeirra sem fallið hafa í átökunum, sem ríkin hafa kennt hvort öðru um. Ríkin tvö hafa lengi deilt um yfirráð á svæðinu. Árið 1994 var stillt til friðar með samkomulagi, en þó hafa átök blossað upp inn á milli síðan þá. Rússar, Frakkar og Bandaríkjamenn hafa síðan þá haft frumkvæði að því að miðla málum milli ríkjanna. Átökin nú hafa valdið áhyggjum af því að Tyrkir, sem standa við bakið á Aserbaídsjan, og Rússar, sem eru með varnarsáttmála við Armeníu, gætu dregist inn í þau. Aserbaídsjan Armenía Rússland Nagorno-Karabakh Hernaður Tengdar fréttir Armenar og Aserar ætla að ræða frið í Moskvu Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, segist reiðubúinn til að hefja friðarviðræður Aserbaídsjan á nýjan leik. 9. október 2020 10:22 Nagorno-Karabakh: Biðlað til deiluaðila að hlífa óbreyttum borgurum Vegna ótta um að vopnuð átök brjótist út á milli Armeníu og Azerbaidjan hefur Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) hvatt deiluaðila til að virða alþjóðleg mannúðarlög 30. september 2020 15:07 Framkvæmdastjórn ESB hvetur til vopnahlés Armena og Asera Tugir hafa farist í átökum Armena og Asera í Nagorno-Karabakk í dag og í gær. Evrópusambandið segir brýnt að koma í veg fyrir að stríð brjótist út. 28. september 2020 20:08 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira
Armenar og Aserar hafa samþykkt tímabundið vopnahlé í deilum sínum um Nagorno-Karabakh í Kákasusfjöllum. Þetta tilkynnti utanríkisráðherra Rússlands í nótt, eftir að fulltrúar ríkjanna höfðu fundað í um tíu klukkustundir í Moskvu. Vopnahléið hefur tekið gildi. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að ríkin tvö, Armenía og Aserbaídsjan, muni nú hefja efnislegar viðræður um frið á svæðinu. Yfir 300 manns hafa látið lífið og þúsundir misst heimili sín í átökum sem hófust á svæðinu 27. september síðastliðinn. Armenar og Aserar hafa löngum deilt um svæðið og ofbeldi oft blossað upp í þeim deilum. Svæðið tilheyrir formlega Aserbaídsjan, en er stjórnað af armenskum aðskilnaðarsinnum. Niðurstaða viðræðna ríkjanna tveggja er að frá og með hádegi að staðartíma í dag, klukkan átta að íslenskum tíma, verði vopnahlé milli stríðandi fylkinga. Þannig verði hægt að skiptast á föngum og fjarlægja lík þeirra sem fallið hafa í átökunum, sem ríkin hafa kennt hvort öðru um. Ríkin tvö hafa lengi deilt um yfirráð á svæðinu. Árið 1994 var stillt til friðar með samkomulagi, en þó hafa átök blossað upp inn á milli síðan þá. Rússar, Frakkar og Bandaríkjamenn hafa síðan þá haft frumkvæði að því að miðla málum milli ríkjanna. Átökin nú hafa valdið áhyggjum af því að Tyrkir, sem standa við bakið á Aserbaídsjan, og Rússar, sem eru með varnarsáttmála við Armeníu, gætu dregist inn í þau.
Aserbaídsjan Armenía Rússland Nagorno-Karabakh Hernaður Tengdar fréttir Armenar og Aserar ætla að ræða frið í Moskvu Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, segist reiðubúinn til að hefja friðarviðræður Aserbaídsjan á nýjan leik. 9. október 2020 10:22 Nagorno-Karabakh: Biðlað til deiluaðila að hlífa óbreyttum borgurum Vegna ótta um að vopnuð átök brjótist út á milli Armeníu og Azerbaidjan hefur Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) hvatt deiluaðila til að virða alþjóðleg mannúðarlög 30. september 2020 15:07 Framkvæmdastjórn ESB hvetur til vopnahlés Armena og Asera Tugir hafa farist í átökum Armena og Asera í Nagorno-Karabakk í dag og í gær. Evrópusambandið segir brýnt að koma í veg fyrir að stríð brjótist út. 28. september 2020 20:08 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira
Armenar og Aserar ætla að ræða frið í Moskvu Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, segist reiðubúinn til að hefja friðarviðræður Aserbaídsjan á nýjan leik. 9. október 2020 10:22
Nagorno-Karabakh: Biðlað til deiluaðila að hlífa óbreyttum borgurum Vegna ótta um að vopnuð átök brjótist út á milli Armeníu og Azerbaidjan hefur Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) hvatt deiluaðila til að virða alþjóðleg mannúðarlög 30. september 2020 15:07
Framkvæmdastjórn ESB hvetur til vopnahlés Armena og Asera Tugir hafa farist í átökum Armena og Asera í Nagorno-Karabakk í dag og í gær. Evrópusambandið segir brýnt að koma í veg fyrir að stríð brjótist út. 28. september 2020 20:08