Fær ekki bætur eftir óhapp við brauðbakstur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. október 2020 20:15 Umræddur starfsmaður varð fyrir meiðslum við brauðbakstur Getty Tryggingafélagið TM þarf ekki að greiða starfsmanni mötuneyti hjá ótilgreindu félagi á höfuðborgarsvæðinu bætur vegna slyss sem varð þegar starfsmaðurinn var að hnoða deig í stóran brauðhleif. Starfsmaðurinn var frá vinnu í níu mánuði vegna slyssins. Héraðsdómur taldi ósannað að um slys samkvæmt skilmálum tryggingafélagsins hafi verið að ræða. Atvikum er lýst svo í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur að starfsmaðurinn hafi verið við vinnu í umræddu mötuneyti. Hann hafi staðið við álborð og hnoðað í höndum deig í stóran brauðhleif þegar deigið rann til á borðinu svo hann missti jafnvægið. Hnaut hann fram fyrir sig á borðið með þeim afleiðingum að hægri höndin bögglaðist undan líkamsþunga hans. Við það hafi komið óeðlileg sveigja á úlnliðinn og heyrði starfsmaðurinn greinilega smell frá úlnliðnum við fallið og fann fyrir miklum sársauka. Var maðurinn greindur með mjúkvefjaáverka og var hann að fullu óvinnufær í níu mánuði eftir óhappið, sem átti sér stað í nóvember 2016. Meiðslin varaleg að mati starfsmannsins Tryggingamiðstöðin hafnaði strax bótakrófu í málinu, og taldi tryggingafélagið sig ekki geta fallist á að utanaðkomandi atburður hafi valdið meiðslum starfsmannsins. Úrskurðarnefnd vátryggingamála tók málið fyrir eftir að starfsmaðurinn skaut málinu þangað vegna höfnunar TM. Úrskurðarnefndin taldi hins vegar að maðurinn ætti ekki rétt á bótum úr slysatryggingu launþega vegna óhappsins, af sömu ástæðu og TM hafnaði bótaskyldu. Starfsmaðurinn kærði niðurstöðuna til héraðsdóms þar sem hann taldi sig eiga lögvarðan rétt á því að fá úr því skorið hvort hann ætti bótarétta eða ekki. Vísaði hann til þess að segulómun hefði staðfest brjóskskemmdir, skemmdir sem væru varanlegar, andstætt við þá greiningu sem hann hafi fyrst fengið, vöðvatognun. Kraftmiklar hreyfingar og hált borð af hveiti TM vísaði til þess að í skilmálum tryggingarinnar komi fram að með orðinu „slys“ sé átt við skyndilegan utanaðkomandi atburð, sem valdi meiðslum á líkama vátryggðs og gerist sannanlega án vilja hans. Samkvæmt ákvæði þessu sé engum vafa undirorpið að til greiðslu bóta úr vátryggingunni geti því aðeins komið að líkamsmeiðsl megi rekja til skyndilegs, utanaðkomandi atburðar. Þetta hafi starfsmaðurinn ekki sýnt fram á. Í niðurstöðukafla héraðsdóms segir að ekkert bendi til þess að nokkur skyndilegur, utanaðkomandi atburður hafi átt þátt í meiðslum starfsmannsins. „Jafnvel þótt borðið kunni að hafa verið hált af hveitinu þá er ekkert sem bendir til annars en að þær aðstæður hafi þá verið viðvarandi við framkvæmd verksins, en ekki skyndilegar eða óvæntar. Enn fremur voru kraftmiklar hreyfingar stefnanda sjálfs við verkið viðvarandi, en ekki skyndilegur utanaðkomandi atburður.“ Manninum hafi því ekki tekist að færa sönnur á að um slys, samkvæmt skilmálum TM, hafi verið að ræða. Tryggingafélagið var því sýknað af kröfum mannsins. Dómsmál Tryggingar Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Tryggingafélagið TM þarf ekki að greiða starfsmanni mötuneyti hjá ótilgreindu félagi á höfuðborgarsvæðinu bætur vegna slyss sem varð þegar starfsmaðurinn var að hnoða deig í stóran brauðhleif. Starfsmaðurinn var frá vinnu í níu mánuði vegna slyssins. Héraðsdómur taldi ósannað að um slys samkvæmt skilmálum tryggingafélagsins hafi verið að ræða. Atvikum er lýst svo í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur að starfsmaðurinn hafi verið við vinnu í umræddu mötuneyti. Hann hafi staðið við álborð og hnoðað í höndum deig í stóran brauðhleif þegar deigið rann til á borðinu svo hann missti jafnvægið. Hnaut hann fram fyrir sig á borðið með þeim afleiðingum að hægri höndin bögglaðist undan líkamsþunga hans. Við það hafi komið óeðlileg sveigja á úlnliðinn og heyrði starfsmaðurinn greinilega smell frá úlnliðnum við fallið og fann fyrir miklum sársauka. Var maðurinn greindur með mjúkvefjaáverka og var hann að fullu óvinnufær í níu mánuði eftir óhappið, sem átti sér stað í nóvember 2016. Meiðslin varaleg að mati starfsmannsins Tryggingamiðstöðin hafnaði strax bótakrófu í málinu, og taldi tryggingafélagið sig ekki geta fallist á að utanaðkomandi atburður hafi valdið meiðslum starfsmannsins. Úrskurðarnefnd vátryggingamála tók málið fyrir eftir að starfsmaðurinn skaut málinu þangað vegna höfnunar TM. Úrskurðarnefndin taldi hins vegar að maðurinn ætti ekki rétt á bótum úr slysatryggingu launþega vegna óhappsins, af sömu ástæðu og TM hafnaði bótaskyldu. Starfsmaðurinn kærði niðurstöðuna til héraðsdóms þar sem hann taldi sig eiga lögvarðan rétt á því að fá úr því skorið hvort hann ætti bótarétta eða ekki. Vísaði hann til þess að segulómun hefði staðfest brjóskskemmdir, skemmdir sem væru varanlegar, andstætt við þá greiningu sem hann hafi fyrst fengið, vöðvatognun. Kraftmiklar hreyfingar og hált borð af hveiti TM vísaði til þess að í skilmálum tryggingarinnar komi fram að með orðinu „slys“ sé átt við skyndilegan utanaðkomandi atburð, sem valdi meiðslum á líkama vátryggðs og gerist sannanlega án vilja hans. Samkvæmt ákvæði þessu sé engum vafa undirorpið að til greiðslu bóta úr vátryggingunni geti því aðeins komið að líkamsmeiðsl megi rekja til skyndilegs, utanaðkomandi atburðar. Þetta hafi starfsmaðurinn ekki sýnt fram á. Í niðurstöðukafla héraðsdóms segir að ekkert bendi til þess að nokkur skyndilegur, utanaðkomandi atburður hafi átt þátt í meiðslum starfsmannsins. „Jafnvel þótt borðið kunni að hafa verið hált af hveitinu þá er ekkert sem bendir til annars en að þær aðstæður hafi þá verið viðvarandi við framkvæmd verksins, en ekki skyndilegar eða óvæntar. Enn fremur voru kraftmiklar hreyfingar stefnanda sjálfs við verkið viðvarandi, en ekki skyndilegur utanaðkomandi atburður.“ Manninum hafi því ekki tekist að færa sönnur á að um slys, samkvæmt skilmálum TM, hafi verið að ræða. Tryggingafélagið var því sýknað af kröfum mannsins.
Dómsmál Tryggingar Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira