Fær ekki bætur eftir óhapp við brauðbakstur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. október 2020 20:15 Umræddur starfsmaður varð fyrir meiðslum við brauðbakstur Getty Tryggingafélagið TM þarf ekki að greiða starfsmanni mötuneyti hjá ótilgreindu félagi á höfuðborgarsvæðinu bætur vegna slyss sem varð þegar starfsmaðurinn var að hnoða deig í stóran brauðhleif. Starfsmaðurinn var frá vinnu í níu mánuði vegna slyssins. Héraðsdómur taldi ósannað að um slys samkvæmt skilmálum tryggingafélagsins hafi verið að ræða. Atvikum er lýst svo í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur að starfsmaðurinn hafi verið við vinnu í umræddu mötuneyti. Hann hafi staðið við álborð og hnoðað í höndum deig í stóran brauðhleif þegar deigið rann til á borðinu svo hann missti jafnvægið. Hnaut hann fram fyrir sig á borðið með þeim afleiðingum að hægri höndin bögglaðist undan líkamsþunga hans. Við það hafi komið óeðlileg sveigja á úlnliðinn og heyrði starfsmaðurinn greinilega smell frá úlnliðnum við fallið og fann fyrir miklum sársauka. Var maðurinn greindur með mjúkvefjaáverka og var hann að fullu óvinnufær í níu mánuði eftir óhappið, sem átti sér stað í nóvember 2016. Meiðslin varaleg að mati starfsmannsins Tryggingamiðstöðin hafnaði strax bótakrófu í málinu, og taldi tryggingafélagið sig ekki geta fallist á að utanaðkomandi atburður hafi valdið meiðslum starfsmannsins. Úrskurðarnefnd vátryggingamála tók málið fyrir eftir að starfsmaðurinn skaut málinu þangað vegna höfnunar TM. Úrskurðarnefndin taldi hins vegar að maðurinn ætti ekki rétt á bótum úr slysatryggingu launþega vegna óhappsins, af sömu ástæðu og TM hafnaði bótaskyldu. Starfsmaðurinn kærði niðurstöðuna til héraðsdóms þar sem hann taldi sig eiga lögvarðan rétt á því að fá úr því skorið hvort hann ætti bótarétta eða ekki. Vísaði hann til þess að segulómun hefði staðfest brjóskskemmdir, skemmdir sem væru varanlegar, andstætt við þá greiningu sem hann hafi fyrst fengið, vöðvatognun. Kraftmiklar hreyfingar og hált borð af hveiti TM vísaði til þess að í skilmálum tryggingarinnar komi fram að með orðinu „slys“ sé átt við skyndilegan utanaðkomandi atburð, sem valdi meiðslum á líkama vátryggðs og gerist sannanlega án vilja hans. Samkvæmt ákvæði þessu sé engum vafa undirorpið að til greiðslu bóta úr vátryggingunni geti því aðeins komið að líkamsmeiðsl megi rekja til skyndilegs, utanaðkomandi atburðar. Þetta hafi starfsmaðurinn ekki sýnt fram á. Í niðurstöðukafla héraðsdóms segir að ekkert bendi til þess að nokkur skyndilegur, utanaðkomandi atburður hafi átt þátt í meiðslum starfsmannsins. „Jafnvel þótt borðið kunni að hafa verið hált af hveitinu þá er ekkert sem bendir til annars en að þær aðstæður hafi þá verið viðvarandi við framkvæmd verksins, en ekki skyndilegar eða óvæntar. Enn fremur voru kraftmiklar hreyfingar stefnanda sjálfs við verkið viðvarandi, en ekki skyndilegur utanaðkomandi atburður.“ Manninum hafi því ekki tekist að færa sönnur á að um slys, samkvæmt skilmálum TM, hafi verið að ræða. Tryggingafélagið var því sýknað af kröfum mannsins. Dómsmál Tryggingar Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Tryggingafélagið TM þarf ekki að greiða starfsmanni mötuneyti hjá ótilgreindu félagi á höfuðborgarsvæðinu bætur vegna slyss sem varð þegar starfsmaðurinn var að hnoða deig í stóran brauðhleif. Starfsmaðurinn var frá vinnu í níu mánuði vegna slyssins. Héraðsdómur taldi ósannað að um slys samkvæmt skilmálum tryggingafélagsins hafi verið að ræða. Atvikum er lýst svo í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur að starfsmaðurinn hafi verið við vinnu í umræddu mötuneyti. Hann hafi staðið við álborð og hnoðað í höndum deig í stóran brauðhleif þegar deigið rann til á borðinu svo hann missti jafnvægið. Hnaut hann fram fyrir sig á borðið með þeim afleiðingum að hægri höndin bögglaðist undan líkamsþunga hans. Við það hafi komið óeðlileg sveigja á úlnliðinn og heyrði starfsmaðurinn greinilega smell frá úlnliðnum við fallið og fann fyrir miklum sársauka. Var maðurinn greindur með mjúkvefjaáverka og var hann að fullu óvinnufær í níu mánuði eftir óhappið, sem átti sér stað í nóvember 2016. Meiðslin varaleg að mati starfsmannsins Tryggingamiðstöðin hafnaði strax bótakrófu í málinu, og taldi tryggingafélagið sig ekki geta fallist á að utanaðkomandi atburður hafi valdið meiðslum starfsmannsins. Úrskurðarnefnd vátryggingamála tók málið fyrir eftir að starfsmaðurinn skaut málinu þangað vegna höfnunar TM. Úrskurðarnefndin taldi hins vegar að maðurinn ætti ekki rétt á bótum úr slysatryggingu launþega vegna óhappsins, af sömu ástæðu og TM hafnaði bótaskyldu. Starfsmaðurinn kærði niðurstöðuna til héraðsdóms þar sem hann taldi sig eiga lögvarðan rétt á því að fá úr því skorið hvort hann ætti bótarétta eða ekki. Vísaði hann til þess að segulómun hefði staðfest brjóskskemmdir, skemmdir sem væru varanlegar, andstætt við þá greiningu sem hann hafi fyrst fengið, vöðvatognun. Kraftmiklar hreyfingar og hált borð af hveiti TM vísaði til þess að í skilmálum tryggingarinnar komi fram að með orðinu „slys“ sé átt við skyndilegan utanaðkomandi atburð, sem valdi meiðslum á líkama vátryggðs og gerist sannanlega án vilja hans. Samkvæmt ákvæði þessu sé engum vafa undirorpið að til greiðslu bóta úr vátryggingunni geti því aðeins komið að líkamsmeiðsl megi rekja til skyndilegs, utanaðkomandi atburðar. Þetta hafi starfsmaðurinn ekki sýnt fram á. Í niðurstöðukafla héraðsdóms segir að ekkert bendi til þess að nokkur skyndilegur, utanaðkomandi atburður hafi átt þátt í meiðslum starfsmannsins. „Jafnvel þótt borðið kunni að hafa verið hált af hveitinu þá er ekkert sem bendir til annars en að þær aðstæður hafi þá verið viðvarandi við framkvæmd verksins, en ekki skyndilegar eða óvæntar. Enn fremur voru kraftmiklar hreyfingar stefnanda sjálfs við verkið viðvarandi, en ekki skyndilegur utanaðkomandi atburður.“ Manninum hafi því ekki tekist að færa sönnur á að um slys, samkvæmt skilmálum TM, hafi verið að ræða. Tryggingafélagið var því sýknað af kröfum mannsins.
Dómsmál Tryggingar Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira