Blaðamenn sækja upplýsingafundi almannavara rafrænt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. október 2020 15:35 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir á upplýsingafundi almannavarna. Vísir/Vilhelm Frá og með morgundeginum munu blaðamenn vera viðstaddir upplýsingafundi almannavarna í gegn um fjarfundabúnað. Þetta er gert, að sögn upplýsingafulltrúa almannavarna, til að sýna almenningi fordæmi með því að safna ekki saman stórum hópi manna. „Ákvörðunin er tekin á grundvelli þess að við þurfum eðlilega að fylgja þeim leiðbeiningum og tilmælum sem við höfum sjálf sett fram. Og við verðum að gæta okkur á því að vera ekki að stefna saman hópi fólks á einn stað þar sem hætta er á að smit geti dreifst,“ segir Jóhann K. Jóhannsson, upplýsingafulltrúi almannavarna í samtali við fréttastofu en mbl.is greindi fyrst frá. Upplýsingamiðlun mikilvægur liður Hingað til hafa 3-4 blaðamenn mætt á fund almannavarna í húsakynnum Embættis landlæknis í Katrínartúni. Það er nú liðin tíð. Blaðamönnum mun berast rafrænt fundarboð og mun þeim gefast kostur á að spyrja þá sem sitja fyrir svörum spurninga. „Upplýsingamiðlunin er mikilvægur liður í því sem við erum að gera og við verðum að geta uppfyllt upplýsingaskylduna með því að bjóða blaðamönnunum á rafrænan fund,“ segir Jóhann. Jóhann segir fyrirkomulag fundanna verða með sama sniði. Þau sem mæta í panel verða með stóran skjá fyrir framan sig þar sem blaðamönnum gefst færi á að spyrja spurninga. Þá verða fundirnir eins og áður um hálftíma langir. Margir útsettir ef smit kemur upp Þá hefur verið tekin ákvörðun að aðskilja alla sem koma að fundinum, tæknimenn verða í einu herbergi og túlkurinn í öðru. „Myndavélunum verður fjarstýrt þannig að tæknifólkið okkar situr í einu herbergi og túlkurinn verður í öðru herbergi,“ segir Jóhann. „Þetta er líka gert á grundvelli þess að þetta fólk sem hefur sótt upplýsingafundi ásamt því sem hefur verið í panel er að eyða löngum tíma saman, þetta er rúmur hálftími sem fólk er saman sem eykur auðvitað hættuna á því að það verði smitað. Ef það smitast einhver í hópnum eru svo margir útsettir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Fjölmiðlar Tengdar fréttir Stöðva allt íþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu ættu að gera hlé á öllum æfingum og keppni til og með 19. október samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. 8. október 2020 12:05 Veiran les ekki minnisblöð eða reglugerðir „Veiran hún les ekki minnisblöð sóttvarnalæknis og hún les ekki reglugerð ráðuneytisins,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag þegar hann sagði að tilgangslaust væri að karpa um misræmi á milli minnisblaðs hans til ráðuneytis um þær aðgerðir sem grípa ætti til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar, og þeirrar reglugerðar sem leit dagsins ljós. 8. október 2020 11:26 Búist við að tölur um fjölda smita verði háar næstu daga Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ítreka tilmæli sín vegna aukins fjölda kórónuveirusmita. 8. október 2020 09:48 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira
Frá og með morgundeginum munu blaðamenn vera viðstaddir upplýsingafundi almannavarna í gegn um fjarfundabúnað. Þetta er gert, að sögn upplýsingafulltrúa almannavarna, til að sýna almenningi fordæmi með því að safna ekki saman stórum hópi manna. „Ákvörðunin er tekin á grundvelli þess að við þurfum eðlilega að fylgja þeim leiðbeiningum og tilmælum sem við höfum sjálf sett fram. Og við verðum að gæta okkur á því að vera ekki að stefna saman hópi fólks á einn stað þar sem hætta er á að smit geti dreifst,“ segir Jóhann K. Jóhannsson, upplýsingafulltrúi almannavarna í samtali við fréttastofu en mbl.is greindi fyrst frá. Upplýsingamiðlun mikilvægur liður Hingað til hafa 3-4 blaðamenn mætt á fund almannavarna í húsakynnum Embættis landlæknis í Katrínartúni. Það er nú liðin tíð. Blaðamönnum mun berast rafrænt fundarboð og mun þeim gefast kostur á að spyrja þá sem sitja fyrir svörum spurninga. „Upplýsingamiðlunin er mikilvægur liður í því sem við erum að gera og við verðum að geta uppfyllt upplýsingaskylduna með því að bjóða blaðamönnunum á rafrænan fund,“ segir Jóhann. Jóhann segir fyrirkomulag fundanna verða með sama sniði. Þau sem mæta í panel verða með stóran skjá fyrir framan sig þar sem blaðamönnum gefst færi á að spyrja spurninga. Þá verða fundirnir eins og áður um hálftíma langir. Margir útsettir ef smit kemur upp Þá hefur verið tekin ákvörðun að aðskilja alla sem koma að fundinum, tæknimenn verða í einu herbergi og túlkurinn í öðru. „Myndavélunum verður fjarstýrt þannig að tæknifólkið okkar situr í einu herbergi og túlkurinn verður í öðru herbergi,“ segir Jóhann. „Þetta er líka gert á grundvelli þess að þetta fólk sem hefur sótt upplýsingafundi ásamt því sem hefur verið í panel er að eyða löngum tíma saman, þetta er rúmur hálftími sem fólk er saman sem eykur auðvitað hættuna á því að það verði smitað. Ef það smitast einhver í hópnum eru svo margir útsettir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Fjölmiðlar Tengdar fréttir Stöðva allt íþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu ættu að gera hlé á öllum æfingum og keppni til og með 19. október samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. 8. október 2020 12:05 Veiran les ekki minnisblöð eða reglugerðir „Veiran hún les ekki minnisblöð sóttvarnalæknis og hún les ekki reglugerð ráðuneytisins,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag þegar hann sagði að tilgangslaust væri að karpa um misræmi á milli minnisblaðs hans til ráðuneytis um þær aðgerðir sem grípa ætti til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar, og þeirrar reglugerðar sem leit dagsins ljós. 8. október 2020 11:26 Búist við að tölur um fjölda smita verði háar næstu daga Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ítreka tilmæli sín vegna aukins fjölda kórónuveirusmita. 8. október 2020 09:48 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira
Stöðva allt íþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu ættu að gera hlé á öllum æfingum og keppni til og með 19. október samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. 8. október 2020 12:05
Veiran les ekki minnisblöð eða reglugerðir „Veiran hún les ekki minnisblöð sóttvarnalæknis og hún les ekki reglugerð ráðuneytisins,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag þegar hann sagði að tilgangslaust væri að karpa um misræmi á milli minnisblaðs hans til ráðuneytis um þær aðgerðir sem grípa ætti til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar, og þeirrar reglugerðar sem leit dagsins ljós. 8. október 2020 11:26
Búist við að tölur um fjölda smita verði háar næstu daga Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ítreka tilmæli sín vegna aukins fjölda kórónuveirusmita. 8. október 2020 09:48