Þrjátíu punda náttúrulausir urriðar á Þingvöllum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. október 2020 20:00 Össur Skarphéðinsson, doktor í fiskeldi, sem var staddur á Þingvöllum í gær í góða veðrinu ásamt fjölda fólks til að fylgjast með Urriðanum í Öxará. Magnús Hlynur Hreiðarsson Tuttugu og fjögurra til tuttugu og sjö punda urriðar ganga nú upp í Öxará á Þingvöllum þar sem þeir sýna sínar bestur hliðar fyrir þá fjölmörgu gesti, sem hafa farið á staðinn til að sjá göngurnar. Urriðarnir eru þeir stærstu í heimi. Margir lögðu leið sína um helgina, ekki síst í gær í góða veðrinu á Þingvelli til að njóta haustlitanna og náttúrunnar þar. Það sem stóð þó upp úr hjá flestum var að fylgjast með urriðanum í Öxará enda brýrnar fullar af áhugasömu fólki að fylgjast með þessum magnaða fiski. „Fólk kemur hingað til þess að horfa á stærsta urriða í heimi, Ísaldarurriðinn er að ganga núna upp í Öxaránna og er eiginlega hvað þéttbýlastur í ánni núna. Hann er að hrygna, hann hrygnir t.d. fyrir neðan brúnna rétt hjá þar sem Hótel Valhöll stóð, við stöplana þar sem eru malarbingir eru og síðan upp eftir allri ánni,“ segir Össur Skarphéðinsson, doktor í fiskeldi. Fólk hefur greinilega mjög mikinn áhuga á að fylgjast með Urriðanum sem er þessa dagana að ganga upp í Öxará.Magnús Hlynur Hreiðarsson Össur segir að það séu 1.500 til 1.600 urriðar sem ganga upp í ánna á hverju hausti. „Já, stærstu, sem ganga hingað upp í Öxará eru svona 24 til 27 pund. Ég hef einu sinni verið hér með 29 punda urriða en það sem er kannski merkilegast við það er að hérna fyrir utan ánna eru menn stundum að veiða stærri fiska, yfir 30 punda fiska en þeir koma aldrei upp í ánna og mín kenning er sú að þetta sé gamlir urriðar, sem eru enn að vaxa pínulítið en eru orðnir náttúrulausir eins og við kallarnir verða að lokum. Þess vegna ganga þeir ekki upp í ánna en veiðast stundum hérna fyrir utan.“ Össur segir það ekki koma sér á óvart hvað almenningur hefur mikinn áhuga á urriðanum á Þingvöllum. „Það er vel skiljanlegt, þetta er áttunda undur veraldar, þetta er náttúrulega alveg stórkostlegt, bæði stórkostlegt hvernig hefur texist að ná stofninum upp aftur og líka hér þar sem hið forna Alþingi stóð forðum, að þar skuli þessi hátindur sköpunarverksins undir norðurhjaranum bókstaflega vera til sýnis í sex til átta vikur á hverju ári,“ segir Össur. Flestir Urriðarnir eru á bilinu 24 til 27 pund en Össur segir að þeir elstu, sem eru komnir upp í 30 pund eða meira séu orðnir náttúrulausir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þingvellir Bláskógabyggð Fiskeldi Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Tuttugu og fjögurra til tuttugu og sjö punda urriðar ganga nú upp í Öxará á Þingvöllum þar sem þeir sýna sínar bestur hliðar fyrir þá fjölmörgu gesti, sem hafa farið á staðinn til að sjá göngurnar. Urriðarnir eru þeir stærstu í heimi. Margir lögðu leið sína um helgina, ekki síst í gær í góða veðrinu á Þingvelli til að njóta haustlitanna og náttúrunnar þar. Það sem stóð þó upp úr hjá flestum var að fylgjast með urriðanum í Öxará enda brýrnar fullar af áhugasömu fólki að fylgjast með þessum magnaða fiski. „Fólk kemur hingað til þess að horfa á stærsta urriða í heimi, Ísaldarurriðinn er að ganga núna upp í Öxaránna og er eiginlega hvað þéttbýlastur í ánni núna. Hann er að hrygna, hann hrygnir t.d. fyrir neðan brúnna rétt hjá þar sem Hótel Valhöll stóð, við stöplana þar sem eru malarbingir eru og síðan upp eftir allri ánni,“ segir Össur Skarphéðinsson, doktor í fiskeldi. Fólk hefur greinilega mjög mikinn áhuga á að fylgjast með Urriðanum sem er þessa dagana að ganga upp í Öxará.Magnús Hlynur Hreiðarsson Össur segir að það séu 1.500 til 1.600 urriðar sem ganga upp í ánna á hverju hausti. „Já, stærstu, sem ganga hingað upp í Öxará eru svona 24 til 27 pund. Ég hef einu sinni verið hér með 29 punda urriða en það sem er kannski merkilegast við það er að hérna fyrir utan ánna eru menn stundum að veiða stærri fiska, yfir 30 punda fiska en þeir koma aldrei upp í ánna og mín kenning er sú að þetta sé gamlir urriðar, sem eru enn að vaxa pínulítið en eru orðnir náttúrulausir eins og við kallarnir verða að lokum. Þess vegna ganga þeir ekki upp í ánna en veiðast stundum hérna fyrir utan.“ Össur segir það ekki koma sér á óvart hvað almenningur hefur mikinn áhuga á urriðanum á Þingvöllum. „Það er vel skiljanlegt, þetta er áttunda undur veraldar, þetta er náttúrulega alveg stórkostlegt, bæði stórkostlegt hvernig hefur texist að ná stofninum upp aftur og líka hér þar sem hið forna Alþingi stóð forðum, að þar skuli þessi hátindur sköpunarverksins undir norðurhjaranum bókstaflega vera til sýnis í sex til átta vikur á hverju ári,“ segir Össur. Flestir Urriðarnir eru á bilinu 24 til 27 pund en Össur segir að þeir elstu, sem eru komnir upp í 30 pund eða meira séu orðnir náttúrulausir.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Þingvellir Bláskógabyggð Fiskeldi Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira