Amy Coney Barrett situr fyrir svörum í öldungadeildinni Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 12. október 2020 07:58 Amy Coney Barrett tekur við tilnefningu Trumps forseta á dögunum. Athöfnin var í Rósagarðinum í Hvíta húsinu og hefur verið harðlega gagnrýnd í ljósi þess að svo virðist sem hluti gestanna hafi smitast af kórónuveirunni en litlar sem engar tilraunir voru gerðar til að hafa smitvarnir í lagi á samkomunni. Jabin Botsford/ Getty Images Amy Coney Barrett, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt í Hæstarétt Bandaríkjanna mun síðar í dag mæta fyrir þingnefnd í öldungadeildinni og svara þar spurningum þingmanna sem eiga síðan að ákveð hvort hún sé hæf til starfans. Viðtölin við hana eiga að taka fjóra daga og ef hún telst hæf mun hún taka sætið sem losnaði við andlát Ruth Bader Ginsburg á dögunum. Deilur hafa staðið um útnefningu Barrett, en demókratar vilja meina að allt of skammur tími sé til kosninga og því ekki við hæfi að Trump forseti tilnefni dómarann. Þessu eru repúblikanar ósammála og þar sem þeir eru með meirihluta í öldungadeildinni eins og stendur eru allar líkur á því að Barrett verði hæstaréttardómari. Barrett þykir íhaldssöm og verði hún útnefnd verða íhaldsmenn sex í réttinum en frjálslyndari dómarar verða þrír. Barrett, sem er fjörutíu og átta ára gömul er þriðji hæstaréttardómarinn sem Trump útnefnir á þeim fjórum árum sem hann hefur setið í Hvíta húsinu. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að í ávarpi sem Barrett mun flytja fyrir nefndinni muni hún þakka forsetanum auðsýndan heiður og fara yfir sína sýn á embættið. Hún var aðstoðarkona Antonin Scalia hæstaréttardómara á sínum tíma og búist er við að hún muni gera hans sýn að sinni, en Scalia var frægur fyrir að leggja áherslu á að dómarar skuli einungis dæma eftir bókstafnum, en ekki eftir eigin tilfinningum eða skoðunum. Hæstiréttur Bandaríkjanna Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Amy Coney Barrett, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt í Hæstarétt Bandaríkjanna mun síðar í dag mæta fyrir þingnefnd í öldungadeildinni og svara þar spurningum þingmanna sem eiga síðan að ákveð hvort hún sé hæf til starfans. Viðtölin við hana eiga að taka fjóra daga og ef hún telst hæf mun hún taka sætið sem losnaði við andlát Ruth Bader Ginsburg á dögunum. Deilur hafa staðið um útnefningu Barrett, en demókratar vilja meina að allt of skammur tími sé til kosninga og því ekki við hæfi að Trump forseti tilnefni dómarann. Þessu eru repúblikanar ósammála og þar sem þeir eru með meirihluta í öldungadeildinni eins og stendur eru allar líkur á því að Barrett verði hæstaréttardómari. Barrett þykir íhaldssöm og verði hún útnefnd verða íhaldsmenn sex í réttinum en frjálslyndari dómarar verða þrír. Barrett, sem er fjörutíu og átta ára gömul er þriðji hæstaréttardómarinn sem Trump útnefnir á þeim fjórum árum sem hann hefur setið í Hvíta húsinu. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að í ávarpi sem Barrett mun flytja fyrir nefndinni muni hún þakka forsetanum auðsýndan heiður og fara yfir sína sýn á embættið. Hún var aðstoðarkona Antonin Scalia hæstaréttardómara á sínum tíma og búist er við að hún muni gera hans sýn að sinni, en Scalia var frægur fyrir að leggja áherslu á að dómarar skuli einungis dæma eftir bókstafnum, en ekki eftir eigin tilfinningum eða skoðunum.
Hæstiréttur Bandaríkjanna Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira